Íslenskur matur Bjarni Jónsson skrifar 17. mars 2024 11:30 Bændur verða að tryggja að íslensk matvæli verði betur merkt því flestir neytendur vilja velja íslenskt vegna gæða og hreinleika. Við upprunamerkingar og innihaldslýsingar innfluttra matvæla eigum við ekki að hrökkva sem fullvalda þjóð, heldur setja okkur betri löggjöf í eigin landi. Það er sameiginlegt hagsmunamál framleiðenda matvæla, neytenda, stjórnvalda og ekki síður verslunarinnar og innflutningsaðila, að bæta merkingar á matvælum og tryggja þannig betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna þeirra, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif. Að láta plata sig í búðinni Öll þekkjum við að hafa verið blekkt, svikin eða afvegaleidd með röngum eða villandi merkingum matvæla. Þar hefur ýmsum brellum verið beitt. Íslenski fáninn, merkingar sem benda til íslensks uppruna, íslensk vörumerki sem við þekkjum og höfum treyst í gegnum árin. Jafnvel afurðastöðvar í eigu bænda sem eru orðnar stórtækar í innflutningi matvæla, oftar en ekki í samkeppni við umbjóðendur sína og eigendur. Þar bregður gjarnan við þeim ljóta sið að gefa í skyn að mætvæli séu af íslenskum uppruna af því þeim sé pakkað á Íslandi. Slælegar eða rangar merkingar matvæla eru á stundum ekki af beittum ásetningi, heldur hreinu virðingarleysi fyrir neytendum og matvælaöryggi. Ef maður hefur ekki gleraugun með sér í búðina og rannsakar umbúðir vörunnar á allar hliðar, hvort þar leynist vísbendingar um erlendan uppruna hennar, jafnvel smágerður texti um upprunaland, á maður á hættu að vera plataður í góðri trú. Ástandið er síst betra á mörgum veitingastöðum þar sem starfsfólk getur gjarnan ekki svarað til um uppruna matvæla í réttum sem þeir bera fram. Hvers vegna eru íslensk matvæli ekki betur merkt? Bændasamtökin og neytendasamtökin hafa verið leiðandi í umræðu um bættar merkingar matvæla sem flutt eru til landsins og kallað eftir bæði uppfærðri og hertri löggjöf til að tryggja matvælaöryggi. Fullnægjandi innihaldslýsingar og upprunamerkingar. Reglum sem fylgt er eftir. En betur má ef duga skal. Hvers vegna hafa samtök bænda ekki fylgt því betur eftir að afurðastöðvar í þeirra eigu og margvíslegir milliliðir standi sig betur í að merkja íslensk matvæli? Til að „auðvelda neytendum að taka upplýstar ákvarðanir“ eins og Forsætisráðherra og starfandi landbúnaðarráðherra sagði við setningu Búnaðarþings, sem sagði ennfremur „að íslenskir neytendur vilji standa með innlendum landbúnaði.“ … „Og ef við treystum því að almenningur á Íslandi vilji standa með íslenskri framleiðslu þá þurfum við líka að hjálpa þeim sama almenningi að velja innlenda framleiðslu“ Þá kallaði hún eftir að merki að norrænni fyrirmynd sem Bændasamtökin útbjuggu með aðstoð stjórnvalda, einföld upprunamerking, „Ísland staðfest“ væri meira notað og að lítt sannfærandi væri að slíkt kostaði of mikið. Von er að spurt sé. Mega neytendur ekki vita um uppruna og innihald innfluttra matvæla? Til umræðu hefur verið hvort íslenskir neytendur búi við sömu vernd og aðrir neytendur á EES svæðinu og hefur sú spurning ekki síst leitað á þingmenn þeirra flokka sem leynt eða ljóst vinna áfram að inngöngu Íslands í ESB. Rataði sú umræða inn í þingsal Alþingis fyrir skemmstu. Í því sambandi er vert að nefna að EES samningurinn hefur einmitt verið nefndur til sögunnar sem helsta hindrun þess að við getum komið við nauðsynlegum lagabreytingum til verndar neytendum, til að styrkja matvælaöryggi. Fyrirstaða embættismanna tekur jú á sig ýmsar myndir. Að með bættum upprunamerkingum sé verið að mismuna framleiðendum matvæla í öðrum löndum þar sem matvælaeftirlit er oft á tíðum bágbornara og gæði matvæla lakari. Þetta er alsendis mikil firra sem aldrei fengist staðist ef á það reyndi fyrir dómstólum sem við höfum undirgengist um þessi efni, að okkur beri að halda upplýsingum um innihald og uppruna matvæla leyndum fyrir neytendum til að þóknast þeim sem telja sér hag í slíku, í stað þess að standa vörð um heilsu fólks, að það geti tekið upplýsta ákvörðun um val á mætvælum út frá hreinleika þeirra og uppruna. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Matvælaframleiðsla Vinstri græn Alþingi Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Bændur verða að tryggja að íslensk matvæli verði betur merkt því flestir neytendur vilja velja íslenskt vegna gæða og hreinleika. Við upprunamerkingar og innihaldslýsingar innfluttra matvæla eigum við ekki að hrökkva sem fullvalda þjóð, heldur setja okkur betri löggjöf í eigin landi. Það er sameiginlegt hagsmunamál framleiðenda matvæla, neytenda, stjórnvalda og ekki síður verslunarinnar og innflutningsaðila, að bæta merkingar á matvælum og tryggja þannig betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna þeirra, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif. Að láta plata sig í búðinni Öll þekkjum við að hafa verið blekkt, svikin eða afvegaleidd með röngum eða villandi merkingum matvæla. Þar hefur ýmsum brellum verið beitt. Íslenski fáninn, merkingar sem benda til íslensks uppruna, íslensk vörumerki sem við þekkjum og höfum treyst í gegnum árin. Jafnvel afurðastöðvar í eigu bænda sem eru orðnar stórtækar í innflutningi matvæla, oftar en ekki í samkeppni við umbjóðendur sína og eigendur. Þar bregður gjarnan við þeim ljóta sið að gefa í skyn að mætvæli séu af íslenskum uppruna af því þeim sé pakkað á Íslandi. Slælegar eða rangar merkingar matvæla eru á stundum ekki af beittum ásetningi, heldur hreinu virðingarleysi fyrir neytendum og matvælaöryggi. Ef maður hefur ekki gleraugun með sér í búðina og rannsakar umbúðir vörunnar á allar hliðar, hvort þar leynist vísbendingar um erlendan uppruna hennar, jafnvel smágerður texti um upprunaland, á maður á hættu að vera plataður í góðri trú. Ástandið er síst betra á mörgum veitingastöðum þar sem starfsfólk getur gjarnan ekki svarað til um uppruna matvæla í réttum sem þeir bera fram. Hvers vegna eru íslensk matvæli ekki betur merkt? Bændasamtökin og neytendasamtökin hafa verið leiðandi í umræðu um bættar merkingar matvæla sem flutt eru til landsins og kallað eftir bæði uppfærðri og hertri löggjöf til að tryggja matvælaöryggi. Fullnægjandi innihaldslýsingar og upprunamerkingar. Reglum sem fylgt er eftir. En betur má ef duga skal. Hvers vegna hafa samtök bænda ekki fylgt því betur eftir að afurðastöðvar í þeirra eigu og margvíslegir milliliðir standi sig betur í að merkja íslensk matvæli? Til að „auðvelda neytendum að taka upplýstar ákvarðanir“ eins og Forsætisráðherra og starfandi landbúnaðarráðherra sagði við setningu Búnaðarþings, sem sagði ennfremur „að íslenskir neytendur vilji standa með innlendum landbúnaði.“ … „Og ef við treystum því að almenningur á Íslandi vilji standa með íslenskri framleiðslu þá þurfum við líka að hjálpa þeim sama almenningi að velja innlenda framleiðslu“ Þá kallaði hún eftir að merki að norrænni fyrirmynd sem Bændasamtökin útbjuggu með aðstoð stjórnvalda, einföld upprunamerking, „Ísland staðfest“ væri meira notað og að lítt sannfærandi væri að slíkt kostaði of mikið. Von er að spurt sé. Mega neytendur ekki vita um uppruna og innihald innfluttra matvæla? Til umræðu hefur verið hvort íslenskir neytendur búi við sömu vernd og aðrir neytendur á EES svæðinu og hefur sú spurning ekki síst leitað á þingmenn þeirra flokka sem leynt eða ljóst vinna áfram að inngöngu Íslands í ESB. Rataði sú umræða inn í þingsal Alþingis fyrir skemmstu. Í því sambandi er vert að nefna að EES samningurinn hefur einmitt verið nefndur til sögunnar sem helsta hindrun þess að við getum komið við nauðsynlegum lagabreytingum til verndar neytendum, til að styrkja matvælaöryggi. Fyrirstaða embættismanna tekur jú á sig ýmsar myndir. Að með bættum upprunamerkingum sé verið að mismuna framleiðendum matvæla í öðrum löndum þar sem matvælaeftirlit er oft á tíðum bágbornara og gæði matvæla lakari. Þetta er alsendis mikil firra sem aldrei fengist staðist ef á það reyndi fyrir dómstólum sem við höfum undirgengist um þessi efni, að okkur beri að halda upplýsingum um innihald og uppruna matvæla leyndum fyrir neytendum til að þóknast þeim sem telja sér hag í slíku, í stað þess að standa vörð um heilsu fólks, að það geti tekið upplýsta ákvörðun um val á mætvælum út frá hreinleika þeirra og uppruna. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun