Ef sænska krónan er of lítil hvað er þá sú íslenska? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2024 08:30 Nú hefur Stefan Ingves, fyrrverandi seðlabankastjóri Svíþjóðar til sautján ára sagt það opinberlega að Svíar eigi að taka upp evru og leggja sænsku krónunni. Ástæðan? Jú – hún er of smár gjaldmiðill til að þjóna sænskum hagsmunum. Hann bendir réttilega á að land með lítið og opið hagkerfi megi sín lítils þegar það býr í nábýli við evrusvæðið. Sænski seðlabankastjórinn fyrrverandi segir jafnframt „ótrúlega skrítið“ og „þrjóskt“ að halda í krónuna og segir það stjórnast af „pólitískri óskhyggju en sé ekki efnahagslega sjálfbært.“ Svipaða sögu segir Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svía og formaður Moderaterna sem einmitt er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að eftir inngöngu Svía í Nató eigi þeir eingöngu eftir að segja skilið við veikan gjaldmiðil, sem sænska krónan er og taka upp evru. Þetta er áhugavert innlegg í umræðuna um gjaldmiðilsmál þjóðar sem telur 10.673.669 íbúa samanborið við okkur Íslendinga sem telja 380 þúsund. Eða rúmlega þrjú prósent af sænsku þjóðinni. Séríslenskur sveigjanleiki Íslenska þjóðin er harðfylgin og dugleg. Við búum í nábýli við óbilgjarna náttúru og erum vön að hafa ekki aðra valkosti en að keyra okkur áfram á seiglu og þrautseigju. Íslenska krónan er því að einhverju leyti táknmynd Íslendingsins. Sérhagsmunaöflin reyna hins vegar að selja okkur þá hugmynd að sveigjanleiki krónunnar sé nauðsynlegur. En sá séríslenski sveigjanleiki er bara nauðsynlegur til að verjast … jú, hverju öðru en sveigjanleika krónunnar! Í vikunni voru samþykktir langtímakjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum. Það er fagnaðarefni. Framlag ríkisins verður 80 milljarðar á fjórum árum. Staðreyndin er samt sem áður sú að íslenska krónan kostar íslenska ríkissjóð hið minnsta 80 milljarða á ári. Það kostar árlega meira en 200 milljarða fyrir heimilin, fyrirtækin og ríkið að hafa íslensku krónuna. Þá er ekki verið að draga fram öll tækifærin sem við glötum með því að hanga á íslensku krónunni. Lengi hefur verið kvartað og kveinað yfir fákeppni á mörgum sviðum. Sú fákeppni er auðvitað beintengd gjaldmiðlinum okkar. Ágætt að hafa þetta í huga þegar fólk á kaffistofunum sýpur hveljur út af stóraukinni greiðslubyrði, býsnast yfir fjármagns- og umsýslukostnaði bankanna eða dýrri matarkörfu. Allt svo heimasmíðuð vandamál. Við sólundum sem sagt gríðarlegum fjármunum í þrjóskukastinu sem fylgir því að ríghalda í krónuna. Fjármunum sem betur væri varið í að styrkja stoðir velferðarinnar, heilbrigðiskerfisins og annarra innviða á Íslandi. Stefna Viðreisnar er skýr Viðreisn er eini flokkurinn á landinu sem talar fyrir breytingum í gjaldmiðilsmálum og þorir að benda á að keisarinn er ekki í neinum fötum. Þjóðin verður að losna undan fjötrum litlu vanmáttugu krónunnar sem hefur misst meira en 98% af verðgildi sínu frá lýðveldisstofnun. Með tilheyrandi tjóni fyrir fjölskyldur og atvinnulíf. Grunnstefi Viðreisnar verður ekki breytt í kapphlaupi skoðanakannana. Svo það sé ljóst. Almannahagsmunir framar sérhagsmunum er mikilvægara sem aldrei fyrr. Og svo verða stjórnmálin, fjandakornið, að þora að horfa lengra en fram að næstu kosningum. Það þarf einfaldlega að fara að stjórna þessu landi. Haft var eftir fyrrnefnda sænska seðlabankastjóranum til sautján ára að dönsku, norsku og sænsku krónurnar væru „litlir skítagjaldmiðlar“ – hvað ætli honum finnist þá um þá íslensku? Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Evrópusambandið Viðreisn Svíþjóð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Nú hefur Stefan Ingves, fyrrverandi seðlabankastjóri Svíþjóðar til sautján ára sagt það opinberlega að Svíar eigi að taka upp evru og leggja sænsku krónunni. Ástæðan? Jú – hún er of smár gjaldmiðill til að þjóna sænskum hagsmunum. Hann bendir réttilega á að land með lítið og opið hagkerfi megi sín lítils þegar það býr í nábýli við evrusvæðið. Sænski seðlabankastjórinn fyrrverandi segir jafnframt „ótrúlega skrítið“ og „þrjóskt“ að halda í krónuna og segir það stjórnast af „pólitískri óskhyggju en sé ekki efnahagslega sjálfbært.“ Svipaða sögu segir Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svía og formaður Moderaterna sem einmitt er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að eftir inngöngu Svía í Nató eigi þeir eingöngu eftir að segja skilið við veikan gjaldmiðil, sem sænska krónan er og taka upp evru. Þetta er áhugavert innlegg í umræðuna um gjaldmiðilsmál þjóðar sem telur 10.673.669 íbúa samanborið við okkur Íslendinga sem telja 380 þúsund. Eða rúmlega þrjú prósent af sænsku þjóðinni. Séríslenskur sveigjanleiki Íslenska þjóðin er harðfylgin og dugleg. Við búum í nábýli við óbilgjarna náttúru og erum vön að hafa ekki aðra valkosti en að keyra okkur áfram á seiglu og þrautseigju. Íslenska krónan er því að einhverju leyti táknmynd Íslendingsins. Sérhagsmunaöflin reyna hins vegar að selja okkur þá hugmynd að sveigjanleiki krónunnar sé nauðsynlegur. En sá séríslenski sveigjanleiki er bara nauðsynlegur til að verjast … jú, hverju öðru en sveigjanleika krónunnar! Í vikunni voru samþykktir langtímakjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum. Það er fagnaðarefni. Framlag ríkisins verður 80 milljarðar á fjórum árum. Staðreyndin er samt sem áður sú að íslenska krónan kostar íslenska ríkissjóð hið minnsta 80 milljarða á ári. Það kostar árlega meira en 200 milljarða fyrir heimilin, fyrirtækin og ríkið að hafa íslensku krónuna. Þá er ekki verið að draga fram öll tækifærin sem við glötum með því að hanga á íslensku krónunni. Lengi hefur verið kvartað og kveinað yfir fákeppni á mörgum sviðum. Sú fákeppni er auðvitað beintengd gjaldmiðlinum okkar. Ágætt að hafa þetta í huga þegar fólk á kaffistofunum sýpur hveljur út af stóraukinni greiðslubyrði, býsnast yfir fjármagns- og umsýslukostnaði bankanna eða dýrri matarkörfu. Allt svo heimasmíðuð vandamál. Við sólundum sem sagt gríðarlegum fjármunum í þrjóskukastinu sem fylgir því að ríghalda í krónuna. Fjármunum sem betur væri varið í að styrkja stoðir velferðarinnar, heilbrigðiskerfisins og annarra innviða á Íslandi. Stefna Viðreisnar er skýr Viðreisn er eini flokkurinn á landinu sem talar fyrir breytingum í gjaldmiðilsmálum og þorir að benda á að keisarinn er ekki í neinum fötum. Þjóðin verður að losna undan fjötrum litlu vanmáttugu krónunnar sem hefur misst meira en 98% af verðgildi sínu frá lýðveldisstofnun. Með tilheyrandi tjóni fyrir fjölskyldur og atvinnulíf. Grunnstefi Viðreisnar verður ekki breytt í kapphlaupi skoðanakannana. Svo það sé ljóst. Almannahagsmunir framar sérhagsmunum er mikilvægara sem aldrei fyrr. Og svo verða stjórnmálin, fjandakornið, að þora að horfa lengra en fram að næstu kosningum. Það þarf einfaldlega að fara að stjórna þessu landi. Haft var eftir fyrrnefnda sænska seðlabankastjóranum til sautján ára að dönsku, norsku og sænsku krónurnar væru „litlir skítagjaldmiðlar“ – hvað ætli honum finnist þá um þá íslensku? Höfundur er formaður Viðreisnar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun