Skoðun

Umburðarlynda bleyðan

Þórarinn Hjartarson skrifar

Umburðarlynda bleyðan talar gegn eigin sannfæringu í von um að verða tekin í sátt meðal leiðtoganna.

Skoðun

Opið bréf til borgar­yfir­valda

Árni H. Kristjánsson,Hrafn Jökulsson,Tómas V. Albertsson og Viðar Eggertsson skrifa

Nauðsynlegar spurningar í fyrirhugaðri rannsókn Reykjavíkurborgar á starfsemi vöggustofa að mati Réttlætis.

Skoðun

Gjald­miðlar kynjanna

Alexandra Ýr van Erven skrifar

Stjórnmálaflokkurinn minn, Samfylkingin, er femíniskur flokkur sem lætur til sín taka. Við stofnun flokksins fengum við femíniska arfleifð í vöggugjöf frá Kvennalistanum. Í þingkosningum í haust voru fjórir af sex oddvitum flokksins konur.

Skoðun

Al­þjóða­dagur fé­lags­ráð­gjafar

Steinunn Bergmann skrifar

Í dag 15. mars er Alþjóðadagur félagsráðgjafar en árlega taka félagsráðgjafar um allan heim höndum saman til að koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Það hefur mikið reynt á félagslega samstöðu síðustu tvö árin og saman höfum við farið í gegnum heimsfaraldur með tilheyrandi nýjum áskorunum.

Skoðun

Borgarlínan

Bryndís Friðriksdóttir skrifar

Borgarlínan gengur út á að gera almenningssamgöngur að þægilegum og aðgengilegum ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu. Með Borgarlínu verða ferðir vagna tíðar og áreiðanlegar þar sem sérrými fyrir vagna Borgarlínu tryggja að þeir munu geta komist á milli staða á annatíma án áhrifa umferðarþunga á öðrum akreinum.

Skoðun

Við höfum þegar fram­kvæmt það sem aðrir lofa að gera

Ó. Ingi Tómasson skrifar

Málefnafátækt Samfylkingarinnar í Hafnarfirði kemur ágætlega fram í innihaldslausum fullyrðingum um að ekkert sé að gerast í uppbyggingu í bænum. Talað er um lítið sé að frétta í skipulagi nýrra hverfa, engar lóðir hafi verið og séu til úthlutunar og það sem meira er að Samfylkingin lofar að fara í úthlutanir á lóðum m.a. á slippsvæðinu, Óseyrarhverfi og Hraunum Vestur.

Skoðun

Hring­rásar­hag­kerfi kosninga­lof­orða

Þórður Gunnarsson skrifar

Árið 2018 lofaði Samfylkingin því fyrir sveitastjórnarkosningar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Bjóða átti öllum börnum á aldrinum 12 til 18 mánaða leikskólapláss. 

Skoðun

Déjà vu – hafa þau ekkert lært?

Kristrún Frostadóttir skrifar

Ríkisstjórn leidd af jafnaðarmönnum í Svíþjóð tilkynnti rétt í þessu mótvægisaðgerðir fyrir heimilin í landinu vegna verðhækkana. Fordæmin hrannast nú upp; Bretland, Frakkland, Noregur, Svíþjóð. Úrræði vegna orkuverðshækkana, bensíngreiðslur sem taka mið af búsetu, aukinn afsláttur vegna rafmagnsbíla, húsnæðisstuðningur, tilfærslukerfin nýtt.

Skoðun

Hvað verður um fóstur­börnin?

Guðlaugur Kristmundsson,Birna Þórarinsdóttir,Ragnar Schram og Erna Reynisdóttir skrifa

Um 400 börn hér á landi eru í fóstri. Það þýðir að barnaverndaryfirvöld hafa komið þeim fyrir hjá fósturforeldrum, ýmist til skemmri eða lengri tíma. Ástæður þess að barni er komið í fóstur eru misjafnar en öll fósturbörn eiga það þó sameiginlegt að hafa orðið fyrir áfalli og þurfa á stuðningi að halda.

Skoðun

Tals­maður mann­réttinda­brota

Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Finnur Thorlacius Eiríksson hefur tekið að sér að gerast helsti talsmaður síonismans og Ísraels á Íslandi. Hann fer fyrir samtökum sem nefnast Með Ísrael fyrir friði og er mjög iðinn við greinaskrif um málefni Ísraels.

Skoðun

Þegar leik­reglurnar líkjast löngu­vit­leysu

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir og Hildur Ösp Gylfadóttir skrifa

Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna kemur fram að brjóti starfsmaður af sér í starfi skuli stjórnandi veita viðkomandi áminningu. Áminning er viðvörun sem hefur þó ekki skýran gildistíma en oft er miðað við eitt til tvö ár. Brjóti starfmaður sem áður hefur verið áminntur aftur af sér í starfi en með öðrum hætti teljast brotin ótengd.

Skoðun

Að nota Úkraínu sem stökk­pall

Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Réttilega hefur innrás rússneska hersins í Úkraínu átt sviðsljósið í fjölmiðlum undanfarnar vikur enda er langt um liðið síðan viðlíka hörmungar hafa átt sér stað í Evrópu. En formaður Félagsins Íslands-Palestínu ákvað nýlega að færa athyglina frá Úkraínu og að sínu helsta hugðarefni.

Skoðun

Börnin okkar í Kópa­vogi

Ásta Kristín Guðmundsdóttir skrifar

Ekkert barn á að líða fyrir fátækt foreldra sinna, ekkert foreldri á að þurfa að velja á milli að borga skólamáltíð fyrir barnið sitt eða annan reikning.

Skoðun

Frjálsar strand­veiðar varða mann­réttindi

Eyjólfur Ármannsson skrifar

Strandveiðikerfið í dag er miklum annmörkum háð Það heimilar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágústs. Þá er potturinn lítill og klárast reglulega áður en strandveiðitímabilinu lýkur, með þeim afleiðingum að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn.

Skoðun

Akkurat núna

Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar

Það er góður tími fyrir okkur Reykvíkinga AKKÚRAT NÚNA að staldra við og velta fyrir okkur hvernig borgarsamfélagi við viljum búa í og hvað það er sem skiptir okkur máli. Eru það hjólastígar, göngugötur, umferðarmannvirki, leikskólar, grunnskólar, hjúkrunarheimili eða flugvöllur svo dæmi séu tekin. Eða er það allt þetta og meira til?

Skoðun

Þjóðar­leik­vanga á nýja staði

Friðjón R. Friðjónsson skrifar

Eitt verkefna borgarstjórnar á næsta kjörtímabili er að leiða til lykta málefni þjóðaleikvanga landsins, það er að segja ef það er nokkur áhugi meðal borgarfulltrúa á að þjóðarleikvangar landsins séu í höfuðborginni.

Skoðun

Út­hverfin ekki út­undan

Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar

Líkt og fjölmargir Reykvíkingar hef ég valið mér að búa í úthverfi. Það eru ýmis lífsgæði fólgin í því að búa í rólegu og fjölskylduvænu hverfi í útjarðri borgarinnar. Nálægð við náttúru og veðursæld veitir einstök tækifæri til að njóta útivistar og hreyfingar undir berum himni.

Skoðun

Verkin tala

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Nú með hækkandi sól sjáum við afrakstur mikillar vinnu í skipulagsmálum þessa kjörtímabils hér í Hafnarfirði. Kraftmikil uppbygging er hafin um allan bæ, bæði á þéttingarreitum og á nýbyggingarsvæðum. Þetta sjá auðvitað allir nema þeir sem kjósa að vera með bundið fyrir augun eða hreinlega eru vísvitandi að segja ósatt. Ég held reyndar, og því miður, að hið síðara eigi hér við; að vísvitandi sé verið að slá ryki í augu fólks með það að markmiði að slíkt muni bera ávöxt í kosningunum 14. maí næstkomandi. Ég hef enga trú á því og legg hér á borð nokkrar staðreyndir varðandi skipulagsmál í Hafnarfirði.

Skoðun

Heimatilbúinn vandi Reykjavíkurborgar

Þorkell Sigurlaugsson skrifar

Reykjavík er að mörgu leyti draumahöfuðborg. Þessi smávaxna stórborg hefur flest það sem stærri systurborgir hafa upp á bjóða í menningu og afþreyingu – leikhús, tónlist, myndlist og urmul af frábærum veitingastöðum og öðrum menningartengdum stórborgargæðum. Vissulega er þetta smærra í sniðum en í alvöru stórborgum, ef svo má segja, en Reykjavíkurborg vegur það frábærlega upp með stuttum vegalengdum og góðu aðgengi, svo að fátt eitt sé nefnt af kostum smáborga.

Skoðun

Kannski er meira á bak við lífið en efnið lætur uppi

Gunnar Jóhannesson skrifar

Lengi vel var það mál margra að með nútímavæðingu mannlegs lífs, aukinni tæknivæðingu, vísindalegri þekkingu og veraldarhyggju almennt myndi trú og trúhneigð óhjákvæmilega þoka hratt og örugglega og á endanum hverfa úr mannlegu samfélagi. Hinn upplýsti maður þyrfti ekki á neinni guðstrú að halda og væri hann upplýstur og menntaður yfirleitt mundi hann ekki vilja trú af neinum toga.

Skoðun

Réttarvitund almennings

Sævar Þór Jónsson skrifar

Með réttarvitund almennings er átt við ríkjandi viðhorf þorra manna í samfélaginu á hverjum tíma um það hvernig gildandi réttur er eða eigi að vera í ákveðnu tilviki eða tilvikum. Um er að ræða hugmyndir hvers einstaklings um lög og réttlæti. Ef réttarvitund helst stöðug og henni er fylgt, getur hún orðið að venju. Sumir halda því fram að sú niðurstaða sé eðlilegust sem er í samræmi við réttarvitund almennings á hverjum tíma.

Skoðun

Engar lóðir í Hafnarfirði?

Stefán Már Gunnlaugsson skrifar

Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði og alþingismaður, fullyrti í umræðum á Alþingi, að engar nýjar byggingalóðir væru til í Hafnarfirði. Þetta er uppskera Framsóknarflokksins í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn við stjórn bæjarins í lok kjörtímabils. Hafnarfjörður hefur engar nýjar byggingalóðir að bjóða. Þetta er þó í algjörri andstöðu við málflutning meirihlutans síðustu misseri, að bjart sé framundan í Hafnarfirði í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, nóg af lóðum. Nú kveður skyndilega við allt annan tón. Útlitið hjá meirihlutanum er hætt að vera bjart. Það er orðið kolsvart. Engar nýjar lóðir til í Hafnarfirði samkvæmt yfirlýsingu bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins.

Skoðun

Ferskir vindar í Garðabæ

Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Á yfirstandandi kjörtímabili hefur stóra verkefnið í Garðabæ verið að standa aðhaldsvaktina. Aðhaldsvakt gagnvart valdhöfum sem hafa setið við völd, ein með sjálfum sér, í 45 ár. 

Skoðun

Leigj­enda­sam­tökin lýsa yfir neyðar­á­standi á leigu­markaðnum

Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar

Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum, ennfremur hvetja samtökin stjórnvöld til að setja neyðarlög fyrir húsaleigumarkaðinn. Mikilvægt er að það verði gert til að verja stríđshrjáð flóttafólk, leigjendur og þá sem þurfa að búa sér heimili á leigumarkaði fyrir óheftu okri og fyrirsjáanlegum hækkunum á húsaleigu verði ekkert að gert.

Skoðun

Opnum stríðs­hrjáðu flótta­fólki hlýjan faðm

Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Nú þegar hafa á annað hundrað flóttamenn frá Úkraínu óskað eftir hæli hérlendis frá því að innrásin hófst og þeim fjölgar enn dag frá degi. Þess er vænst að tekið verði á móti allt að 2.000 manns frá Úkraínu á næstu vikum. Sumir dveljast hér tímabundið en aðrir setjast að lengur og snúa jafnvel aldrei aftur heim. Miklu skiptir að þetta fólk mæti hér hlýju, skilningi og fjölþættri aðstoð.

Skoðun