937 karlar og þeim fjölgar Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 19. mars 2024 17:01 Í Mottumars Krabbameinsfélagsins í ár hvetjum við karla þessa lands til að hreyfa sig, með sérstöku Kallaútkalli. Það er ekki að ástæðulausu, því regluleg hreyfing er eitt af því mikilvægasta sem við getum gert til að draga úr áhættunni á að fá krabbamein. Árlega greinast að meðaltali 937 karlar með krabbamein á Íslandi, algengast er blöðruhálskirtilskrabbamein, en þar á eftir koma ristil- og endaþarmskrabbamein og lungnakrabbamein. Margir læknast eða fá meðferð sem lengir líf en þrátt fyrir það er krabbamein dánarmein rúmlega fjórðungs þeirra sem látast árlega á Íslandi. Algengasta dánarmeinið er blöðruhálskirtilskrabbamein, þar á eftir fylgja lungnakrabbamein, ristil- og endaþarmskrabbamein og briskrabbamein. Fjölgun framundan Spáð er mikilli fjölgun krabbameina á Íslandi á næstu árum eða 57% aukningu til ársins 2040. Þetta er fyrst og fremst vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar en rúmlega helmingur allra krabbameina greinist hjá fólki sem er 65 ára og eldra. Best er að koma í veg fyrir krabbamein en næstbest er að greina þau snemma. Við þurfum því öll að þekkja helstu einkenni krabbameins og leita til læknis ef við verðum þeirra vör. Má þar nefna óvenjulegar blæðingar, sár sem ekki gróa, þykkildi, hnúta, nýja eða breytta fæðingabletti, óþægindi í meltingavegi, breytingar á hægðum og þvaglátum, þyngdartap, þrálátan hósta eða hæsi, óvenjulega þreytu eða viðvarandi verki. Lífsstíllinn skiptir máli Orsakir krabbameina er flókið samspil erfða og umhverfis og ekki er hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein. Hinsvegar er vitað að 30-40% krabbameina tengjast lífsstíl og að hreyfing er ein öflugasta forvörnin ásamt því að forðast tóbak, verja sig fyrir sólargeislum, borða hollan og fjölbreyttan mat og lágmarka áfengisneyslu. Öll hreyfing skiptir máli og mikilvægast að hver og einn finni þá hreyfingu sem honum hentar og ekki er verra ef hægt er að hafa gaman í leiðinni. Við skorum því á alla karla að standa upp úr sófanum, skella sér í sokkana og taka þátt í kallaútkalli Krabbameinsfélagsins. Höfundur er forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Í Mottumars Krabbameinsfélagsins í ár hvetjum við karla þessa lands til að hreyfa sig, með sérstöku Kallaútkalli. Það er ekki að ástæðulausu, því regluleg hreyfing er eitt af því mikilvægasta sem við getum gert til að draga úr áhættunni á að fá krabbamein. Árlega greinast að meðaltali 937 karlar með krabbamein á Íslandi, algengast er blöðruhálskirtilskrabbamein, en þar á eftir koma ristil- og endaþarmskrabbamein og lungnakrabbamein. Margir læknast eða fá meðferð sem lengir líf en þrátt fyrir það er krabbamein dánarmein rúmlega fjórðungs þeirra sem látast árlega á Íslandi. Algengasta dánarmeinið er blöðruhálskirtilskrabbamein, þar á eftir fylgja lungnakrabbamein, ristil- og endaþarmskrabbamein og briskrabbamein. Fjölgun framundan Spáð er mikilli fjölgun krabbameina á Íslandi á næstu árum eða 57% aukningu til ársins 2040. Þetta er fyrst og fremst vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar en rúmlega helmingur allra krabbameina greinist hjá fólki sem er 65 ára og eldra. Best er að koma í veg fyrir krabbamein en næstbest er að greina þau snemma. Við þurfum því öll að þekkja helstu einkenni krabbameins og leita til læknis ef við verðum þeirra vör. Má þar nefna óvenjulegar blæðingar, sár sem ekki gróa, þykkildi, hnúta, nýja eða breytta fæðingabletti, óþægindi í meltingavegi, breytingar á hægðum og þvaglátum, þyngdartap, þrálátan hósta eða hæsi, óvenjulega þreytu eða viðvarandi verki. Lífsstíllinn skiptir máli Orsakir krabbameina er flókið samspil erfða og umhverfis og ekki er hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein. Hinsvegar er vitað að 30-40% krabbameina tengjast lífsstíl og að hreyfing er ein öflugasta forvörnin ásamt því að forðast tóbak, verja sig fyrir sólargeislum, borða hollan og fjölbreyttan mat og lágmarka áfengisneyslu. Öll hreyfing skiptir máli og mikilvægast að hver og einn finni þá hreyfingu sem honum hentar og ekki er verra ef hægt er að hafa gaman í leiðinni. Við skorum því á alla karla að standa upp úr sófanum, skella sér í sokkana og taka þátt í kallaútkalli Krabbameinsfélagsins. Höfundur er forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun