„Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. október 2025 07:15 Á dögunum heimsótti ég Landsbjörgu ásamt þingflokki Viðreisnar. Við áttum góðan fund þar sem rætt var um verkefni, áskoranir og framtíð björgunarsveitanna. En það sem eftir stendur í huganum er ein lítil saga - og eitt skilti. Sjálfboðaliðar víðs vegar um landið þurfa að stökkva til þegar neyðarástand skapast. Stundum á vinnutíma þegar þeir eru önnum kafnir. Þeirra á meðal er Baldvin rakari á Höfn í Hornafirði. Í hvert skipti sem hann fær útkall frá björgunarsveitinni leggur hann niður skærin, læsir dyrunum og setur út í gluggann skilti sem á stendur: „Fór í útkall.“ Það er eitthvað við þessa einföldu setningu sem nær beint til manns. Hún fangar kjarna þess sem skiptir raunverulega máli - hugrekki, samstöðu og ábyrgð gagnvart öðrum. Það er þessi andi sem býr í Landsbjörgu. Og það er þessi andi sem Viðreisn vill sjá ríkjandi í íslensku samfélagi: að við stöndum saman þegar á reynir, hvort sem er í náttúruhamförum eða í pólitík. Öryggi Íslands byrjar heima Þegar við tölum um öryggi og varnir hugsum við iðulega um stóru sviðin - NATO, alþjóðasamstarf og varnarsamninga. En í raun byrjar öryggi Íslands heima. Það byrjar í samfélagi þar sem fólk er tilbúið að leggja sitt af mörkum. Fara út í myrkrið til að leita týndra ferðamanna. Aðstoða fólkið okkar í vanda. Þessi samstaða skapar öruggara og betra samfélag. Utanríkisráðuneytið leggur sitt af mörkum til að styðja þetta starf, til dæmis með því að fjármagna þjálfun í rústabjörgun og styrkja alþjóðlegt samstarf á sviði neyðarviðbragða. Því varnarmál í íslensku samhengi snúast meðal annars um það að efla getu okkar til að bregðast við, vernda eigið samfélag og vera hluti af stærri heild þegar á reynir. Fólkið sem heldur landinu saman Það er ekki ógnarstefna að vilja frið og öryggi. Það er einfaldlega ábyrgt. Og því verðum við að verja friðinn. Rétt eins og við eigum slökkvitæki heima hjá okkur, eigum við líka að vera viðbúin sem þjóð. Það er ekki til marks um ótta, heldur um fyrirhyggju og umhyggju fyrir fólkinu í landinu. Viðreisn hefur alltaf lagt áherslu á alþjóðlega samvinnu - en ekki síður að við hugum vel að því sem við eigum hér heima. Og við eigum að standa með fólkinu sem stendur vaktina. Hvort sem það er í björgunarsveitunum, í Landhelgisgæslunni, lögreglunni, heilbrigðiskerfinu eða í alþjóðastarfi þar sem íslenskir sérfræðingar vinna að því sama: að bjarga lífum og verja friðinn. Takk fyrir útkallið Þegar ég hugsa til Baldvins rakara og skiltisins hans hugsa ég líka til þess hvernig við öll getum lagt okkar af mörkum. Sum okkar fara í útkall í roki og rigningu - önnur í þingsal, ráðuneyti eða í atvinnulífinu - en markmiðið er það sama: að gera sitt besta fyrir land og þjóð. Þess vegna vil ég, fyrir hönd þingflokks Viðreisnar, segja einfaldlega: Takk. Takk til allra ykkar sem hafið farið í útkall. Hvort sem það var á fjöll eða sjó. Í sól eða snjó. Þið gerið það ekki til að fá klapp á bakið fyrir, heldur vegna þess að þið vitið að það skiptir máli. Það er sú hugsun sem ég vil að leiði okkur áfram. Í björgunarstörfum, í stjórnmálum, í atvinnulífinu og í samfélaginu öllu. Að standa upp þegar kallað er. Að mæta þegar á reynir. Það er ábyrg forysta. Og það er íslenskt hugrekki í hnotskurn. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Björgunarsveitir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Á dögunum heimsótti ég Landsbjörgu ásamt þingflokki Viðreisnar. Við áttum góðan fund þar sem rætt var um verkefni, áskoranir og framtíð björgunarsveitanna. En það sem eftir stendur í huganum er ein lítil saga - og eitt skilti. Sjálfboðaliðar víðs vegar um landið þurfa að stökkva til þegar neyðarástand skapast. Stundum á vinnutíma þegar þeir eru önnum kafnir. Þeirra á meðal er Baldvin rakari á Höfn í Hornafirði. Í hvert skipti sem hann fær útkall frá björgunarsveitinni leggur hann niður skærin, læsir dyrunum og setur út í gluggann skilti sem á stendur: „Fór í útkall.“ Það er eitthvað við þessa einföldu setningu sem nær beint til manns. Hún fangar kjarna þess sem skiptir raunverulega máli - hugrekki, samstöðu og ábyrgð gagnvart öðrum. Það er þessi andi sem býr í Landsbjörgu. Og það er þessi andi sem Viðreisn vill sjá ríkjandi í íslensku samfélagi: að við stöndum saman þegar á reynir, hvort sem er í náttúruhamförum eða í pólitík. Öryggi Íslands byrjar heima Þegar við tölum um öryggi og varnir hugsum við iðulega um stóru sviðin - NATO, alþjóðasamstarf og varnarsamninga. En í raun byrjar öryggi Íslands heima. Það byrjar í samfélagi þar sem fólk er tilbúið að leggja sitt af mörkum. Fara út í myrkrið til að leita týndra ferðamanna. Aðstoða fólkið okkar í vanda. Þessi samstaða skapar öruggara og betra samfélag. Utanríkisráðuneytið leggur sitt af mörkum til að styðja þetta starf, til dæmis með því að fjármagna þjálfun í rústabjörgun og styrkja alþjóðlegt samstarf á sviði neyðarviðbragða. Því varnarmál í íslensku samhengi snúast meðal annars um það að efla getu okkar til að bregðast við, vernda eigið samfélag og vera hluti af stærri heild þegar á reynir. Fólkið sem heldur landinu saman Það er ekki ógnarstefna að vilja frið og öryggi. Það er einfaldlega ábyrgt. Og því verðum við að verja friðinn. Rétt eins og við eigum slökkvitæki heima hjá okkur, eigum við líka að vera viðbúin sem þjóð. Það er ekki til marks um ótta, heldur um fyrirhyggju og umhyggju fyrir fólkinu í landinu. Viðreisn hefur alltaf lagt áherslu á alþjóðlega samvinnu - en ekki síður að við hugum vel að því sem við eigum hér heima. Og við eigum að standa með fólkinu sem stendur vaktina. Hvort sem það er í björgunarsveitunum, í Landhelgisgæslunni, lögreglunni, heilbrigðiskerfinu eða í alþjóðastarfi þar sem íslenskir sérfræðingar vinna að því sama: að bjarga lífum og verja friðinn. Takk fyrir útkallið Þegar ég hugsa til Baldvins rakara og skiltisins hans hugsa ég líka til þess hvernig við öll getum lagt okkar af mörkum. Sum okkar fara í útkall í roki og rigningu - önnur í þingsal, ráðuneyti eða í atvinnulífinu - en markmiðið er það sama: að gera sitt besta fyrir land og þjóð. Þess vegna vil ég, fyrir hönd þingflokks Viðreisnar, segja einfaldlega: Takk. Takk til allra ykkar sem hafið farið í útkall. Hvort sem það var á fjöll eða sjó. Í sól eða snjó. Þið gerið það ekki til að fá klapp á bakið fyrir, heldur vegna þess að þið vitið að það skiptir máli. Það er sú hugsun sem ég vil að leiði okkur áfram. Í björgunarstörfum, í stjórnmálum, í atvinnulífinu og í samfélaginu öllu. Að standa upp þegar kallað er. Að mæta þegar á reynir. Það er ábyrg forysta. Og það er íslenskt hugrekki í hnotskurn. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun