Hamingja unga fólksins Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2024 07:30 Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag, 20. mars, en það voru Sameinuðu þjóðirnar sem útnefndu þennan dag og hvetja þar með öll aðildaríki sín og stofnanir til að halda alþjóðlega hamingjudaginn hátíðlegan á viðeigandi hátt. Aðalmarkmiðið er að hvetja stjórnvöld til að leggja meiri áherslu á að auka hamingju þegna sinna og hafa velsæld að leiðarljósi. Á málþingi sem haldið er í tilefni dagsins í hátíðarsal Háskóla Íslands verða meðal annars kynntar niðurstöður hamingjumælinga, bæði samanburður milli landa sem og milli kynja og aldurshópa. Síðustu ár hefur hamingja ungs fólks farið minnkandi á sama tíma og einmanaleiki hefur aukist. Á þinginu verður leitast við að svara hvað veldur og hvað megi gera til að snúa þessari þróun við. Hamingja og velsæld eru nátengd hugtök. Víða um heim eru stjórnvöld farin að leggja mun meiri áherslu á að efla svokallað velsældarhagkerfi með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Ísland hefur verið meðal forysturíkja í þróun mælikvarða sem taka mið af uppbyggingu velsældarhagkerfis. Í stað þess að einblína eingöngu á hagvöxt og verga þjóðarframleiðslu sem mælikvarða á stöðu hagkerfisins er lögð áhersla á að mæla árangur í ýmsu sem tengist daglegu lífi; svo sem geðheilsu, öryggi í húsnæðismálum og menntun. Með velsældarmarkmið í forgrunni mun Ísland verða samkeppnishæfara þegar litið er til framtíðar og hér munu skapast betri lífskjör fyrir einstaklinga. Ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í dag er velsæld fólks og jarðarinnar. Ungu fólki líður verr en áður og loftslagsvandinn og afleiðingar hans hafa neikvæð áhrif á bæði fólkið og jörðina. Hagsmunir barna okkar og ófæddra kynslóða eru í húfi. Ofnýting auðlinda er farin að hafa víðtæk áhrif á náttúru, samfélög og umhverfi. Velsæld framtíðarkynslóða byggir á því að við förum að nýta auðlindir okkar á sjálfbæran hátt með velsæld fólks og jarðarinnar að leiðarljósi. Eitt skref í þá átt er að setja velsældina aftur ofar hagsældinni þannig að hagsældin og hagvöxturinn séu nýtt til að auka velsæld fólks og jarðarinnar en séu ekki markmið í sjálfu sér. Einn af upphafsmönnum nútímahagfræði, Adam Smith, sagði árið 1790 að eini raunverulegi mælikvarði á velgengni stjórnvalda væri hamingja fólksins sem þau þjónuðu. Eftir seinni heimsstyrjöldina tóku hagfræðilegir mælikvarðar, eins og verg þjóðarframleiðsla og hagvöxtur, yfir sem mælikvarðar á velgengni samfélaga en þeir mælikvarðar eru alls ekki góðir til að meta framgang samfélaga. Hagvöxtur eykst með ótal þáttum sem hafa neikvæð áhrif á samfélög líkt ogsala á áfengi og tóbaki, mengandi iðnaður og vopnaframleiðsla . Hagvöxtur er mikilvægur fyrir velsældina en það er mikilvægt að nýta auðlindir okkar á þann hátt að þær leiði til aukinnar velsældar bæði fyrir fólk og jörðina. Þessi ofuráhersla á hagfræðilega mælikvarða er bæði ríkjandi meðal einstaklinga og samfélaga í vestrænum heimi. Margir einstaklingar fórna heilsu sinni til að eignast peninga og verja svo peningunum í að reyna að ná heilsunni aftur. Á sama tíma eru þeir svo uppteknir við að ná markmiðum sínum að þeir ná ekki að njóta augnabliksins. Á málþinginu í dag veltum við upp spurningum eins og: Hvað getum við gert til að njóta lífsins betur? Hvernig sköpum við samfélag þar sem velsæld fólks og jarðarinnar er í fyrirrúmi? Hvað veldur því að velsæld ungs fólks fer dvínandi og einmanaleiki eykst? Hvernig undirbúum við unga fólkið okkar sem best fyrir framtíðina þannig að þau geti lifað hamingjusömu lífi og tekist á uppbyggilegan hátt við áskoranir bæði í eigin lífi sem og í samfélaginu? Velsældarhagkerfið er ein leið til að setja velsældina aftur ofar hagsældinni. Hér að lokum er samantekt vísindamanna í Bretlandi um Fimm leiðir að vellíðan: Myndum tengsl, Hreyfum okkur, Tökum eftir, Höldum áfram að læra, Gefum af okkur Á hamingjuþinginu í dag ætlum við að gera þetta allt, mynda tengsl, hreyfa okkur, taka eftir, læra eitthvað nýtt og gefa af okkur. Málþingið er öllum opið og verður einnig í streymi. Verið öll hjartanlega velkomin! Gleðilegan hamingjudag! Höfundur er sviðsstjóri Lýðheilsu hjá Embætti landlæknis. Í tilefni alþjóðlega hamingjudagsins halda Embætti landlæknis, Festa - miðstöð um sjálfbærni, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Samband íslenskra sveitarfélaga og Endurmenntun Háskóla Íslands málþing um hamingju í hátíðarsal HÍ frá klukkan 13-16 í dag. Yfirskriftmálþingsins er ,,Hamingja unga fólksins“ þar sem lögð verður áhersla á það hvernig við tryggjum hamingju og vellíðan á Íslandi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag, 20. mars, en það voru Sameinuðu þjóðirnar sem útnefndu þennan dag og hvetja þar með öll aðildaríki sín og stofnanir til að halda alþjóðlega hamingjudaginn hátíðlegan á viðeigandi hátt. Aðalmarkmiðið er að hvetja stjórnvöld til að leggja meiri áherslu á að auka hamingju þegna sinna og hafa velsæld að leiðarljósi. Á málþingi sem haldið er í tilefni dagsins í hátíðarsal Háskóla Íslands verða meðal annars kynntar niðurstöður hamingjumælinga, bæði samanburður milli landa sem og milli kynja og aldurshópa. Síðustu ár hefur hamingja ungs fólks farið minnkandi á sama tíma og einmanaleiki hefur aukist. Á þinginu verður leitast við að svara hvað veldur og hvað megi gera til að snúa þessari þróun við. Hamingja og velsæld eru nátengd hugtök. Víða um heim eru stjórnvöld farin að leggja mun meiri áherslu á að efla svokallað velsældarhagkerfi með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Ísland hefur verið meðal forysturíkja í þróun mælikvarða sem taka mið af uppbyggingu velsældarhagkerfis. Í stað þess að einblína eingöngu á hagvöxt og verga þjóðarframleiðslu sem mælikvarða á stöðu hagkerfisins er lögð áhersla á að mæla árangur í ýmsu sem tengist daglegu lífi; svo sem geðheilsu, öryggi í húsnæðismálum og menntun. Með velsældarmarkmið í forgrunni mun Ísland verða samkeppnishæfara þegar litið er til framtíðar og hér munu skapast betri lífskjör fyrir einstaklinga. Ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í dag er velsæld fólks og jarðarinnar. Ungu fólki líður verr en áður og loftslagsvandinn og afleiðingar hans hafa neikvæð áhrif á bæði fólkið og jörðina. Hagsmunir barna okkar og ófæddra kynslóða eru í húfi. Ofnýting auðlinda er farin að hafa víðtæk áhrif á náttúru, samfélög og umhverfi. Velsæld framtíðarkynslóða byggir á því að við förum að nýta auðlindir okkar á sjálfbæran hátt með velsæld fólks og jarðarinnar að leiðarljósi. Eitt skref í þá átt er að setja velsældina aftur ofar hagsældinni þannig að hagsældin og hagvöxturinn séu nýtt til að auka velsæld fólks og jarðarinnar en séu ekki markmið í sjálfu sér. Einn af upphafsmönnum nútímahagfræði, Adam Smith, sagði árið 1790 að eini raunverulegi mælikvarði á velgengni stjórnvalda væri hamingja fólksins sem þau þjónuðu. Eftir seinni heimsstyrjöldina tóku hagfræðilegir mælikvarðar, eins og verg þjóðarframleiðsla og hagvöxtur, yfir sem mælikvarðar á velgengni samfélaga en þeir mælikvarðar eru alls ekki góðir til að meta framgang samfélaga. Hagvöxtur eykst með ótal þáttum sem hafa neikvæð áhrif á samfélög líkt ogsala á áfengi og tóbaki, mengandi iðnaður og vopnaframleiðsla . Hagvöxtur er mikilvægur fyrir velsældina en það er mikilvægt að nýta auðlindir okkar á þann hátt að þær leiði til aukinnar velsældar bæði fyrir fólk og jörðina. Þessi ofuráhersla á hagfræðilega mælikvarða er bæði ríkjandi meðal einstaklinga og samfélaga í vestrænum heimi. Margir einstaklingar fórna heilsu sinni til að eignast peninga og verja svo peningunum í að reyna að ná heilsunni aftur. Á sama tíma eru þeir svo uppteknir við að ná markmiðum sínum að þeir ná ekki að njóta augnabliksins. Á málþinginu í dag veltum við upp spurningum eins og: Hvað getum við gert til að njóta lífsins betur? Hvernig sköpum við samfélag þar sem velsæld fólks og jarðarinnar er í fyrirrúmi? Hvað veldur því að velsæld ungs fólks fer dvínandi og einmanaleiki eykst? Hvernig undirbúum við unga fólkið okkar sem best fyrir framtíðina þannig að þau geti lifað hamingjusömu lífi og tekist á uppbyggilegan hátt við áskoranir bæði í eigin lífi sem og í samfélaginu? Velsældarhagkerfið er ein leið til að setja velsældina aftur ofar hagsældinni. Hér að lokum er samantekt vísindamanna í Bretlandi um Fimm leiðir að vellíðan: Myndum tengsl, Hreyfum okkur, Tökum eftir, Höldum áfram að læra, Gefum af okkur Á hamingjuþinginu í dag ætlum við að gera þetta allt, mynda tengsl, hreyfa okkur, taka eftir, læra eitthvað nýtt og gefa af okkur. Málþingið er öllum opið og verður einnig í streymi. Verið öll hjartanlega velkomin! Gleðilegan hamingjudag! Höfundur er sviðsstjóri Lýðheilsu hjá Embætti landlæknis. Í tilefni alþjóðlega hamingjudagsins halda Embætti landlæknis, Festa - miðstöð um sjálfbærni, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Samband íslenskra sveitarfélaga og Endurmenntun Háskóla Íslands málþing um hamingju í hátíðarsal HÍ frá klukkan 13-16 í dag. Yfirskriftmálþingsins er ,,Hamingja unga fólksins“ þar sem lögð verður áhersla á það hvernig við tryggjum hamingju og vellíðan á Íslandi til framtíðar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun