Skoðun

Hjálpum þeim. Já, en hvernig?

Ólafur Ísleifsson skrifar

Hjálpum þeim, lag Axels Einarssonar við texta Jóhanns G. Jóhannssonar í flutningi Hjálparsveitarinnar skipaðri mörgum af helstu stórsöngvarum þjóðarinnar snertir taug í brjósti sérhvers manns.

Skoðun

Sköpum með­vind fyrir konur

Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Hér á landi eru nær allar konur útivinnandi en um þriðjungur þeirra er í hlutastarfi því þær bera enn meginábyrgðina á börnum, öldruðum eða veikum ættingjum og heimilinu. Konur eru enn lengur frá vinnumarkaði en karlar eftir að hafa eignast börn því að þrátt fyrir að fæðingarorlof sé orðið 12 mánuðir er ekki búið að tryggja jafna skiptingu milli foreldra né tekur leikskóli við börnunum strax að því loknu.

Skoðun

Um „rógburð“ og „ærumeiðingar“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Samkvæmt Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda til formanns VR, er grein með fyrirsögninni VR eða VG? sem ég skrifaði á sunnudaginn, „rógburður“ og „ærumeiðingar“.

Skoðun

Bannað að spyrja um eigna­sölu Bjarna

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafa nú beitt meirihlutavaldi á Alþingi til að banna mér að spyrja forseta Alþingis um greinargerð sem fjallar um sölu Bjarna Benediktssonar á tugmilljarða eignum ríkisins í gegnum einkahlutafélagið Lindarhvol ehf.

Skoðun

Endóvika

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Hvað er endóvika? Jú það er vika til vitundavakningar og fræðslu og vekur verðskuldaða athygli á endómetríósu, sem einnig kallast legslímuflakk. Sjúkdóminn sem mátti ekki og var ekki talað um í áranna raðir. Endómetríósa, eða endó til styttingar, hrjáir konur og einstaklinga sem fæðast í kvenlíkama.

Skoðun

Helmingur vinnu­afls starfar eftir virku jafn­launa­kerfi

Hildur Björk Pálsdóttir skrifar

Í dag er alþjóðlegur jafnlaunadagur (e. equal pay day). Dagurinn er haldinn í sögumánuði kvenna (womens history month). Gríðarlegum árangri hefur verið náð hér á landi og helmingur vinnuafls vinnur nú eftir virku jafnlaunakerfi. Þó það fari kannski ekki mikið fyrir þessum degi á Íslandi, er hann afar mikilvægur. Að gefa launajafnrétti pláss með þessum hætti er mikilvægt skref í átt til jafnréttis.

Skoðun

Sjúkra­liðar – eftir­sóttir til vinnu, líka utan heil­brigðis­þjónustunnar

Sandra B. Franks skrifar

Næstkomandi vor munu sjúkraliðar útskrifast af háskólastigi í fyrsta skipið. Slíkt er ekki aðeins mikilvægt fyrir sjúkraliða heldur skiptir þetta einnig miklu máli fyrir heilbrigðiskerfið allt. Það er æ meiri og ríkari krafa um endurmenntun og símenntun innan heilbrigðisþjónustunnar og hafa sjúkraliðar sýnt það í verki að þeir eru tilbúnir í slíkt.

Skoðun

Viltu þá að at­vinnu­leysið verði hér 10%, viltu það í al­vöru Jón Ingi?

Jón Ingi Hákonarson skrifar

Góður félagi minn spurði mig hneykslaður um helgina þegar evruna bar á góma, “viltu þá að hér verði 10% atvinnuleysi eins og í Evrópusambandinu, viltu það í alvöru Jón Ingi”? Ég spurði á móti “af hverju segirðu það”? “Það er bara þannig, við getum ekki haldið atvinnustiginu uppi ef við tökum upp Evru”, sagði hann rétt eins og það væri náttúrulögmál. En er það svo?

Skoðun

Ungt fólk í hús­næðis­vanda

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Ég hef orðið verulegar áhyggjur af húsnæðismarkaðnum hér á landi. Þau tæki sem Seðlabanki Íslands hefur til þess að halda verðbólgu í skefjum og koma í veg fyrir óhóflegar lántökur eru stýrivaxtahækkanir. Stýrivaxtahækkanir hafa leitt til hærri vaxta hjá bönkunum með tilheyrandi gróða.

Skoðun

Evrópu­sam­bands­draugurinn sem fer ekki neitt

Natan Kolbeinsson skrifar

Þann 4.mars skrifaði Ingibjörg Isaksen þingkona framsóknar grein hér á Vísi þar sem hún reynir að kveða niður Evrópusambandsdrauginn, eins og hún kallar hann, sem núna hefur skotið aftur upp kollinum á Íslandi. Grein hennar fer um víðan völl allt frá gengissveiflum evrunnar yfir í pælingar um sjálfstæði þjóðar, með stuttu stoppi í vangaveltum um að aðild að ESB og upptaka evru gæti mögulega verið skaðleg fyrir efnahagslífið á Íslandi.

Skoðun

Hjálpum ung­mennum án skil­yrða – Reset welfare

Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Á meðan heimsfaraldur stóð yfir fékk þögull faraldur að vaxa hér á landi, sem er versnandi geðheilsa og vanlíðan ungmenna. Má til að mynda sjá í lýðheilsuvísum Landlæknis að meira en 40% fólks á aldrinum 18-34 ára líti á andlega heilsu sína sem slæma (sæmilega eða lélega). Sömu gögn sýna mikinn mun á andlegri heilsu þessa hóps frá því fyrir Covid.

Skoðun

Há­skólann vantar milljarð, núna!

Rebekka Karlsdóttir skrifar

Þrátt fyrir ítrekuð áköll stúdenta og starfsfólks til yfirvalda um að bregðast við versnandi fjárhagsvanda opinberra háskóla, er ljóst að stjórnvöld hafa trekk í trekk látið háskólastigið sitja á hakanum og þar með brugðist skyldu sinni hvað varðar eina af grunnstoðum íslensks samfélags. 

Skoðun

Stöðugur ó­stöðug­leiki í leik­skóla­málum

Birgir Smári Ársælsson skrifar

Vaxandi óstöðugleiki hefur plagað leikskólakerfið í það minnsta síðustu tuttugu árin að mati sérfræðinga eins og t.d. Haraldar F. Gíslasonar formanns félags leikskólakennara, Harðar Svavarssonar leikskólastjóra Aðalþings og Dr. Guðrúnar Öldu Harðardóttur doktors í menntavísindum.

Skoðun

Ráðvilltur ríkisendurskoðandi

Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Undanfarið hefur forseti Alþingis flúið úr einu horni í annað undan þeim sem berjast fyrir því að greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu verði birt. Forseti hefur bágan málstað að verja þar sem allir aðrir forsætisnefndarmenn hafa samþykkt birtingu greinargerðarinnar auk þess sem tvö lögfræðiálit liggja fyrir um að birta skuli greinargerðina.

Skoðun

Ó­lög­mæt fram­koma stjórn­valda við fatlað fólk

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Katrín Oddsdóttir skrifa

Það voru miklar gleðifréttir þegar að Alþingi samþykkti stóra aukningu í fjárframlögum til Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA), enda er sú þjónusta ein sterkasta leiðin til að tryggja fötluðu fólki sjálfstætt líf. Í því felst þátttaka í þjóðfélaginu til jafns við aðra til dæmis með atvinnuþátttöku og námi.

Skoðun

Góðir stjórnar­hættir - hvernig og hvers vegna?

Þóranna Jónsdóttir og Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifa

Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja litu fyrst dagsins ljós árið 2004 og byggðu á erlendum fyrirmyndum sem höfðu þá nýlega verið gefnar út, þar á meðal Cadbury code í Bretlandi. 

Skoðun

Ferða­þjónustan og sjálf­bær fram­tíð

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Sævar Kristinsson skrifa

Um síðustu áramót gerðu KPMG, Íslenski ferðaklasinn og Samtök ferðaþjónustunnar árlega viðhorfskönnun meðal íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Er þetta fimmta árið í röð sem þessi könnun er gerð. Helstu þættir sem spurt er um tengjast stöðu og horfum fyrirtækjanna í greininni, helstu áherslum og tækifærum í starfsemi þeirra í nánustu framtíð auk ýmissa annarra þátta eins og nýsköpun, sjálfbærni og mannauðsmálum.

Skoðun

Hvað býr að baki stuðningi Vestur­landa við Ísrael?

Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Þrátt fyrir að Ísrael brjóti ítrekað gegn alþjóðasamningum sem vestræn ríki telja mikilvæga í samskiptum þjóða og viðhaldi mannréttinda, þá er ríkið ósnertanlegt. Ísrael hefur ástundað mannréttindabrot í áratugi - án viðurlaga.

Skoðun

Stað­bundin ný­sköpun í al­þjóð­legum heimi

Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar

Í Breiðholti hefur nú í 9 ár verið starfrækt nýsköpunarmiðstöð sem gengur undir heitinu Fab Lab Reykjavík en hún var opnuð 4. janúar 2014. Markmiðið hefur frá upphafi verið að stuðla að auknum áhuga á tækni, styðja nemendur og skóla við að þróa þekkingu sína á aðferðum nýsköpunar og auðvelda fólki að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.

Skoðun

Á­hyggjur leik­skóla­kennara

Bergljót Hreinsdóttir skrifar

Í töluverðan tíma hef ég haft gríðarlegar áhyggjur af máltöku ungra barna í leikskólum. Eftir 37 ára starf með börnum veit ég hversu mikilvæg máltakan er..hversu mikið vægi hún hefur í daglega lífi lítilla barna og hversu mikill grunnur hún er að framtíð þeirra.

Skoðun

Galin stjórn­sýsla

Magnús Guðmundsson,Benedikta Svavarsdóttir og Sigfinnur Mikaelsson skrifa

Þá er óbreytt strandsvæðaskipulag runnið í gegn hjá Sigurði Inga innviðaráðherra. Það er búið að eyða mikilli vinnu og stórum upphæðum í það. Seyðisfjörður var settur í burðarþolsmat á röngum forsendum skv. svörtu skýrslu Ríkisendurskoðunar, af þáverandi sjávarútvegsráðherra Sigurði Inga Jóhannessyni. Skipulagið er nánast eins og lagt var upp með fyrir fjórum árum. Sjókvíaeldið stjórnaði bæði upphafi og enda.

Skoðun

Hvar er best að búa á Ís­landi?

Sæunn Gísladóttir skrifar

Um þessar mundir er í sýningu á Stöð 2 fjórða serían af hinum frábæru mannlífsþáttum Lóu Pindar Aldísardóttur, Hvar er best að búa? Eins og margir aðrir hef ég notið þess að horfa á þessa þætti ekki einungis til að fá innsýn inn í daglegt líf í framandi löndum á borð við Marokkó eða Indónesíu, heldur til að sjá hversu fjölbreytt tilveran getur verið.

Skoðun

Leyfið mér að kynna ykkur fyrir óvini mínum

Arna Pálsdóttir skrifar

Það eru u.þ.b. 18 mánuðir síðan ég kynnist óvini mínum. Ótrúlegt en satt þá var hann búinn að búa heima hjá mér um nokkurt skeið áður en ég vissi af honum. Ég hafði ekki grænan grun.

Skoðun

Hlutverk talmeinafræðinga í bráðaþjónustu

Ingunn Högnadóttir skrifar

Á hverju ári fagna talmeinafræðingar Evrópudegi talþjálfunar þann 6. mars. Dagurinn er til þess gerður að vekja athygli á fjölbreyttu starfssviði og starfsumhverfi talmeinafræðinga. Árlega hefur dagurinn fyrir fram ákveðið þema og í ár er þemað sótt út á lítt þekktan jaðar starfssviðsins, nefnilega hlutverk talmeinafræðinga í bráðaþjónustu.

Skoðun

Bankasölumálinu er ekki lokið

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Það var haustið 2012 sem ég sem fjármálaráðherra mælti fyrir lögunum um sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum. Ég lagði á það áherslu við stjórnarþingmenn í þáverandi efnahags- og viðskiptanefnd að lögin yrðu afgreidd úr nefndinni til samþykktar í þingsal. Og það gekk eftir. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en Framsókn sat hjá.

Skoðun

Trúin er athvarf fyrir fólk

Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Kirkjan þjónar mörgum hlutverkum í samfélagi okkar, félagslegum, menningarlegum og trúarlegum en það er hin trúarlega vídd sem aðgreinir hana frá öðrum vettvangi í mannlífinu. Hið trúarlega er í senn flókið og framandi, sem byggir á því að Guð er óáþreifanlegur veruleiki, og einfalt í þeirri merkingu að iðkun trúar varðar heilsu manneskjunnar og sálarheill.

Skoðun