Er „Stem“ áherslan í skólakerfinu tímaskekkja? Þorsteinn Siglaugsson skrifar 17. ágúst 2024 07:30 Fyrir skemmstu las ég frásögn af áhyggjum ástralskra háskólakennara yfir því að erlendir nemendur, sem ekki töluðu ensku að neinu gagni væru að ná að útskrifast úr háskólanámi, jafnvel meistaranámi með því að nota gervigreind til að vinna fyrir sig verkefni. Fylgdi sögunni að jafnvel þótt kennarar sæju glöggt hvernig í pottinn væri búið væru þeir oft undir þrýstingi um að hleypa nemendunum í gegn. Skýringin kynni að vera sú að þessir erlendu nemendur stæðu að stærstum hluta undir rekstrarkostnaði háskólanna. Ég prófaði um daginn að láta ChatGPT skrifa fyrir mig stutta ritgerð um frekar sérhæft viðfangsefni í heimspeki. Svo bað ég kunningja minn sem er prófessor í heimspeki að renna yfir ritgerðina og segja mér hvaða einkunn hann myndi gefa höfundinum ef hann væri fyrsta árs nemi í heimspeki. Svarið kom um hæl: Hann fengi fimm. Þessi prófessor var ekki undir neinum þrýstingi, ritgerð gervigreindarlíkansins var einfaldlega nægilega góð til að ná lágmarkseinkunn þótt ekki væri hún svo sem beysin út af fyrir sig. Skipunin sem ég gaf líkaninu var enda stuttaraleg. Með ítarlegri skipun og kröfum um frágang, t.d. heimildavísun hefði ég getað fengið umtalsvert vandaðri niðurstöðu og kunningi minn hefði gefið gervigreindinni betri einkunn fyrir verkefnið. Annar kunningi minn, sem líka er háskólakennari sagði mér um daginn að það sem hefði breyst með tilkomu gervigreindarinnar væri að verkefnin sem hann fengi nú í hendur væru gjarna umtalsvert betur skrifuð en áður. Spurningin sem þessir kennarar og aðrir kennarar standa auðvitað frammi fyrir er sú hvernig meðhöndla eigi verkefni sem nemendur láta gervigreind vinna fyrir sig. Er munur á því að nemandi noti gervigreind til að vinna fyrir sig verkefni og að hann t.d. steli því eða fái annan mann til að vinna það? Í hverju felst þá sá munur? Til að nota gervigreind með árangursríkum hætti er nauðsynlegt að hafa góð tök á viðfangsefninu og geta orðað eigin hugsun bærilega skýrt. Útkoman ræðst af því hversu vönduð og skýr skipunin er og af færni notandans í að leggja mat á útkomuna og eiga samskipti við gervigreindarlíkanið í framhaldinu til að bæta hana og fínpússa. Er þessi hæfni ekki einfaldlega nokkuð sem nauðsynlegt er að efla með nemendum? Talsverð umræða hefur staðið undanfarið um námsmat í grunnskólum, sér í lagi samræmt námsmat. Vissulega er lykilatriði að samræmt námsmat sé framkvæmt. Ástæðan er sú að það er í raun eina leiðin sem skólar hafa til að bera sig saman við aðra, meta eigin stöðu og grípa til úrbóta taki þeir að dragast aftur úr. Því við megum ekki gleyma því að þegar allt kemur til alls er sjálfur tilgangur grunnskólans sá að tryggja öllum börnum sem jöfnust tækifæri, óháð efnahag, stéttarstöðu og uppruna foreldra. En nú þegar gervigreindin hefur hafið innreið sína í skólakerfið af fullum þunga er lykilatriði að þegar samræmt námsmat er útfært verði hæfni í notkun hennar einn þeirra lykilþátta sem mældir eru. Og þá er mikilvægt að hafa í huga að hæfni í notkun gervigreindar er bein afleiðing af málskilningi og hæfni til málnotkunar. Kannski væri réttast í stað þess að auka áherslu á vísinda- og tækninám (STEM greinar) eins og mikið hefur verið rætt undanfarið, að gera fremur tungumálanám, bókmenntir og heimspeki að þungamiðju námsins? Málskilningur, orðaforði og skýr hugsun eru nefnilega grundvallaratriði þegar að því kemur að nýta gervigreind. Getur þá ekki sá sem hefur þetta á valdi sínu sem best látið hana sjá um líkanagerðina og útreikningana? Þessari spurningu er vert að velta fyrir sér. Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Tækni Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu las ég frásögn af áhyggjum ástralskra háskólakennara yfir því að erlendir nemendur, sem ekki töluðu ensku að neinu gagni væru að ná að útskrifast úr háskólanámi, jafnvel meistaranámi með því að nota gervigreind til að vinna fyrir sig verkefni. Fylgdi sögunni að jafnvel þótt kennarar sæju glöggt hvernig í pottinn væri búið væru þeir oft undir þrýstingi um að hleypa nemendunum í gegn. Skýringin kynni að vera sú að þessir erlendu nemendur stæðu að stærstum hluta undir rekstrarkostnaði háskólanna. Ég prófaði um daginn að láta ChatGPT skrifa fyrir mig stutta ritgerð um frekar sérhæft viðfangsefni í heimspeki. Svo bað ég kunningja minn sem er prófessor í heimspeki að renna yfir ritgerðina og segja mér hvaða einkunn hann myndi gefa höfundinum ef hann væri fyrsta árs nemi í heimspeki. Svarið kom um hæl: Hann fengi fimm. Þessi prófessor var ekki undir neinum þrýstingi, ritgerð gervigreindarlíkansins var einfaldlega nægilega góð til að ná lágmarkseinkunn þótt ekki væri hún svo sem beysin út af fyrir sig. Skipunin sem ég gaf líkaninu var enda stuttaraleg. Með ítarlegri skipun og kröfum um frágang, t.d. heimildavísun hefði ég getað fengið umtalsvert vandaðri niðurstöðu og kunningi minn hefði gefið gervigreindinni betri einkunn fyrir verkefnið. Annar kunningi minn, sem líka er háskólakennari sagði mér um daginn að það sem hefði breyst með tilkomu gervigreindarinnar væri að verkefnin sem hann fengi nú í hendur væru gjarna umtalsvert betur skrifuð en áður. Spurningin sem þessir kennarar og aðrir kennarar standa auðvitað frammi fyrir er sú hvernig meðhöndla eigi verkefni sem nemendur láta gervigreind vinna fyrir sig. Er munur á því að nemandi noti gervigreind til að vinna fyrir sig verkefni og að hann t.d. steli því eða fái annan mann til að vinna það? Í hverju felst þá sá munur? Til að nota gervigreind með árangursríkum hætti er nauðsynlegt að hafa góð tök á viðfangsefninu og geta orðað eigin hugsun bærilega skýrt. Útkoman ræðst af því hversu vönduð og skýr skipunin er og af færni notandans í að leggja mat á útkomuna og eiga samskipti við gervigreindarlíkanið í framhaldinu til að bæta hana og fínpússa. Er þessi hæfni ekki einfaldlega nokkuð sem nauðsynlegt er að efla með nemendum? Talsverð umræða hefur staðið undanfarið um námsmat í grunnskólum, sér í lagi samræmt námsmat. Vissulega er lykilatriði að samræmt námsmat sé framkvæmt. Ástæðan er sú að það er í raun eina leiðin sem skólar hafa til að bera sig saman við aðra, meta eigin stöðu og grípa til úrbóta taki þeir að dragast aftur úr. Því við megum ekki gleyma því að þegar allt kemur til alls er sjálfur tilgangur grunnskólans sá að tryggja öllum börnum sem jöfnust tækifæri, óháð efnahag, stéttarstöðu og uppruna foreldra. En nú þegar gervigreindin hefur hafið innreið sína í skólakerfið af fullum þunga er lykilatriði að þegar samræmt námsmat er útfært verði hæfni í notkun hennar einn þeirra lykilþátta sem mældir eru. Og þá er mikilvægt að hafa í huga að hæfni í notkun gervigreindar er bein afleiðing af málskilningi og hæfni til málnotkunar. Kannski væri réttast í stað þess að auka áherslu á vísinda- og tækninám (STEM greinar) eins og mikið hefur verið rætt undanfarið, að gera fremur tungumálanám, bókmenntir og heimspeki að þungamiðju námsins? Málskilningur, orðaforði og skýr hugsun eru nefnilega grundvallaratriði þegar að því kemur að nýta gervigreind. Getur þá ekki sá sem hefur þetta á valdi sínu sem best látið hana sjá um líkanagerðina og útreikningana? Þessari spurningu er vert að velta fyrir sér. Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun