Er „Stem“ áherslan í skólakerfinu tímaskekkja? Þorsteinn Siglaugsson skrifar 17. ágúst 2024 07:30 Fyrir skemmstu las ég frásögn af áhyggjum ástralskra háskólakennara yfir því að erlendir nemendur, sem ekki töluðu ensku að neinu gagni væru að ná að útskrifast úr háskólanámi, jafnvel meistaranámi með því að nota gervigreind til að vinna fyrir sig verkefni. Fylgdi sögunni að jafnvel þótt kennarar sæju glöggt hvernig í pottinn væri búið væru þeir oft undir þrýstingi um að hleypa nemendunum í gegn. Skýringin kynni að vera sú að þessir erlendu nemendur stæðu að stærstum hluta undir rekstrarkostnaði háskólanna. Ég prófaði um daginn að láta ChatGPT skrifa fyrir mig stutta ritgerð um frekar sérhæft viðfangsefni í heimspeki. Svo bað ég kunningja minn sem er prófessor í heimspeki að renna yfir ritgerðina og segja mér hvaða einkunn hann myndi gefa höfundinum ef hann væri fyrsta árs nemi í heimspeki. Svarið kom um hæl: Hann fengi fimm. Þessi prófessor var ekki undir neinum þrýstingi, ritgerð gervigreindarlíkansins var einfaldlega nægilega góð til að ná lágmarkseinkunn þótt ekki væri hún svo sem beysin út af fyrir sig. Skipunin sem ég gaf líkaninu var enda stuttaraleg. Með ítarlegri skipun og kröfum um frágang, t.d. heimildavísun hefði ég getað fengið umtalsvert vandaðri niðurstöðu og kunningi minn hefði gefið gervigreindinni betri einkunn fyrir verkefnið. Annar kunningi minn, sem líka er háskólakennari sagði mér um daginn að það sem hefði breyst með tilkomu gervigreindarinnar væri að verkefnin sem hann fengi nú í hendur væru gjarna umtalsvert betur skrifuð en áður. Spurningin sem þessir kennarar og aðrir kennarar standa auðvitað frammi fyrir er sú hvernig meðhöndla eigi verkefni sem nemendur láta gervigreind vinna fyrir sig. Er munur á því að nemandi noti gervigreind til að vinna fyrir sig verkefni og að hann t.d. steli því eða fái annan mann til að vinna það? Í hverju felst þá sá munur? Til að nota gervigreind með árangursríkum hætti er nauðsynlegt að hafa góð tök á viðfangsefninu og geta orðað eigin hugsun bærilega skýrt. Útkoman ræðst af því hversu vönduð og skýr skipunin er og af færni notandans í að leggja mat á útkomuna og eiga samskipti við gervigreindarlíkanið í framhaldinu til að bæta hana og fínpússa. Er þessi hæfni ekki einfaldlega nokkuð sem nauðsynlegt er að efla með nemendum? Talsverð umræða hefur staðið undanfarið um námsmat í grunnskólum, sér í lagi samræmt námsmat. Vissulega er lykilatriði að samræmt námsmat sé framkvæmt. Ástæðan er sú að það er í raun eina leiðin sem skólar hafa til að bera sig saman við aðra, meta eigin stöðu og grípa til úrbóta taki þeir að dragast aftur úr. Því við megum ekki gleyma því að þegar allt kemur til alls er sjálfur tilgangur grunnskólans sá að tryggja öllum börnum sem jöfnust tækifæri, óháð efnahag, stéttarstöðu og uppruna foreldra. En nú þegar gervigreindin hefur hafið innreið sína í skólakerfið af fullum þunga er lykilatriði að þegar samræmt námsmat er útfært verði hæfni í notkun hennar einn þeirra lykilþátta sem mældir eru. Og þá er mikilvægt að hafa í huga að hæfni í notkun gervigreindar er bein afleiðing af málskilningi og hæfni til málnotkunar. Kannski væri réttast í stað þess að auka áherslu á vísinda- og tækninám (STEM greinar) eins og mikið hefur verið rætt undanfarið, að gera fremur tungumálanám, bókmenntir og heimspeki að þungamiðju námsins? Málskilningur, orðaforði og skýr hugsun eru nefnilega grundvallaratriði þegar að því kemur að nýta gervigreind. Getur þá ekki sá sem hefur þetta á valdi sínu sem best látið hana sjá um líkanagerðina og útreikningana? Þessari spurningu er vert að velta fyrir sér. Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Tækni Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu las ég frásögn af áhyggjum ástralskra háskólakennara yfir því að erlendir nemendur, sem ekki töluðu ensku að neinu gagni væru að ná að útskrifast úr háskólanámi, jafnvel meistaranámi með því að nota gervigreind til að vinna fyrir sig verkefni. Fylgdi sögunni að jafnvel þótt kennarar sæju glöggt hvernig í pottinn væri búið væru þeir oft undir þrýstingi um að hleypa nemendunum í gegn. Skýringin kynni að vera sú að þessir erlendu nemendur stæðu að stærstum hluta undir rekstrarkostnaði háskólanna. Ég prófaði um daginn að láta ChatGPT skrifa fyrir mig stutta ritgerð um frekar sérhæft viðfangsefni í heimspeki. Svo bað ég kunningja minn sem er prófessor í heimspeki að renna yfir ritgerðina og segja mér hvaða einkunn hann myndi gefa höfundinum ef hann væri fyrsta árs nemi í heimspeki. Svarið kom um hæl: Hann fengi fimm. Þessi prófessor var ekki undir neinum þrýstingi, ritgerð gervigreindarlíkansins var einfaldlega nægilega góð til að ná lágmarkseinkunn þótt ekki væri hún svo sem beysin út af fyrir sig. Skipunin sem ég gaf líkaninu var enda stuttaraleg. Með ítarlegri skipun og kröfum um frágang, t.d. heimildavísun hefði ég getað fengið umtalsvert vandaðri niðurstöðu og kunningi minn hefði gefið gervigreindinni betri einkunn fyrir verkefnið. Annar kunningi minn, sem líka er háskólakennari sagði mér um daginn að það sem hefði breyst með tilkomu gervigreindarinnar væri að verkefnin sem hann fengi nú í hendur væru gjarna umtalsvert betur skrifuð en áður. Spurningin sem þessir kennarar og aðrir kennarar standa auðvitað frammi fyrir er sú hvernig meðhöndla eigi verkefni sem nemendur láta gervigreind vinna fyrir sig. Er munur á því að nemandi noti gervigreind til að vinna fyrir sig verkefni og að hann t.d. steli því eða fái annan mann til að vinna það? Í hverju felst þá sá munur? Til að nota gervigreind með árangursríkum hætti er nauðsynlegt að hafa góð tök á viðfangsefninu og geta orðað eigin hugsun bærilega skýrt. Útkoman ræðst af því hversu vönduð og skýr skipunin er og af færni notandans í að leggja mat á útkomuna og eiga samskipti við gervigreindarlíkanið í framhaldinu til að bæta hana og fínpússa. Er þessi hæfni ekki einfaldlega nokkuð sem nauðsynlegt er að efla með nemendum? Talsverð umræða hefur staðið undanfarið um námsmat í grunnskólum, sér í lagi samræmt námsmat. Vissulega er lykilatriði að samræmt námsmat sé framkvæmt. Ástæðan er sú að það er í raun eina leiðin sem skólar hafa til að bera sig saman við aðra, meta eigin stöðu og grípa til úrbóta taki þeir að dragast aftur úr. Því við megum ekki gleyma því að þegar allt kemur til alls er sjálfur tilgangur grunnskólans sá að tryggja öllum börnum sem jöfnust tækifæri, óháð efnahag, stéttarstöðu og uppruna foreldra. En nú þegar gervigreindin hefur hafið innreið sína í skólakerfið af fullum þunga er lykilatriði að þegar samræmt námsmat er útfært verði hæfni í notkun hennar einn þeirra lykilþátta sem mældir eru. Og þá er mikilvægt að hafa í huga að hæfni í notkun gervigreindar er bein afleiðing af málskilningi og hæfni til málnotkunar. Kannski væri réttast í stað þess að auka áherslu á vísinda- og tækninám (STEM greinar) eins og mikið hefur verið rætt undanfarið, að gera fremur tungumálanám, bókmenntir og heimspeki að þungamiðju námsins? Málskilningur, orðaforði og skýr hugsun eru nefnilega grundvallaratriði þegar að því kemur að nýta gervigreind. Getur þá ekki sá sem hefur þetta á valdi sínu sem best látið hana sjá um líkanagerðina og útreikningana? Þessari spurningu er vert að velta fyrir sér. Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun