Neytendur

Vara við Sprota-spari­baukum Lands­bankans

Neytendastofa hefur varað við Sprota sparibaukum Landsbankans sem bankinn afhendir börnum. Baukarnir eru sagðir geta verið hættulegir og ekki ætlaðir við leik barna, enda kunni smámynt af detta úr baukunum sem geti valdið köfnunarhættu hjá börnum.

Neytendur

FÍB segir trygginga­fé­lögin sitja á „spik­feitum bóta­sjóði“ frekar en að lækka ið­gjöld

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum.

Neytendur

Neytendastofa bannar auglýsingu Heimkaupa

Auglýsingar Heimkaupa um fría heimsendingu voru villandi þar sem kaupandi þurfti að vera staddur á höfuðborgarsvæðinu og kaupa vörur fyrir lágmarksupphæð. Þetta kemur fram í nýlegri ákvörðun Neytendastofu sem segir Heimkaup hafa brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Neytendur

Bíla­tryggingar hækka mjög á meðan slysum fækkar

Bíla­tryggingar hafa hækkað mjög á síðustu árum á sama tíma og bæði um­ferðar­slysum og slösuðum ein­stak­lingum í um­ferðinni fækkar. Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiða­eig­enda (FÍB) gagn­rýnir tryggingar­fé­lögin, lífeyrissjóðina og fjár­mála­eftir­litið fyrir að leyfa þessari þróun að við­gangast.

Neytendur

Icelandair eykur flug og bætir við á­fanga­stað

Icelandair hefur á­kveðið að bæta við flugi til þriggja á­fanga­staða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Or­lando í Flórída og Tenerife á Kanarí­eyjum. Þá bætist við nýr á­fanga­staður, skíða­borgin Salz­burg í Austurríki.

Neytendur

Ó­á­nægja með skeiðar og rör úr pappa

Nokkurrar ó­­á­­nægju virðist gæta meðal neyt­enda með nýjar pappa­­skeiðar og pappa­r­ör sem hafa komið í stað ein­­nota plastá­halda. Markaðs­­stjóri MS segir fleiri breytingar væntan­­legar á næstunni til að minnka plast í um­­búðum.

Neytendur

Havarti heitir nú Hávarður

Mjólkursamsalan hefur ákveðið að breyta nafni ostanna Havarti og Havarti krydd í Hávarð og Hávarð krydd. Ástæðan er samningur Íslands og Evrópusambandsins um vernd á afurðaheitum.

Neytendur

Hvort er hagkvæmara, hjólhýsi eða hótel?

Á vefsíðu Viðskiptaráðs Íslands er að finna reiknivél sem reiknar út hvort sé hagkvæmara, kaup á hjólhýsi eða gisting á hóteli. Reiknivélin var sett upp í tilefni af því að metsala hefur verið á ferðavögnum síðustu tvö ár.

Neytendur