Tók eftir lækkunum samkeppnisaðila í aðdraganda Verðgáttar Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júní 2023 21:01 Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Bónus segist hafa tekið eftir verðbreytingum hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda birtingu Verðgáttar. Rekstrarstjóri Nettó vísar ásökununum á bug. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var fjallað um vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en Verðgáttin var gerð aðgengileg almenningi. Í Verðgáttinni er hægt að bera saman verð nokkurra vara í verslunum Bónus, Krónunnar og Nettó. Sagði þar Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, að gögnin bentu á svokallaða verðþjöppun í verði á umræddum vörum áður en Verðgáttin fór í loftið. „Ég vil byrja á því að benda á að við fengum sendan þennan lista með þessum vörum sirka mánuði síðan. Ég tók eftir því að frá því að listinn kom út að samkeppnisaðilar fóru að lækka verð sín á þessum vörum og færðu sig nær Bónus,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, en gögnin sýna að oftar en ekki var verð sem benti til verðþjöppunar aðlagað að verði Bónus. Hann bendir á að vörurnar sem finna má í Verðgáttinni samsvari af tíu prósent af heildarveltu Bónus. Þá sé framleiðni þessara vara einnig um tíu prósent. „Það segir okkur það að Bónus ber ábyrgð á tíu prósent af endanlegu útsöluverði vörunnar. Tæplega níutíu prósent skýrast af öðrum þáttum eins og álagningu birgja og álagningu framleiðanda,“ segir Guðmundur. Klippa: Tók eftir lækkun hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda Verðgáttarinnar Í skriflegu svari til fréttastofu vísar Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó, ásökunum um verðsamráð á bug. Forsvarsmenn verslunarinnar séu mjög ánægðir með Verðgáttina þar sem hún auðveldi neytendum að gera verðsamanburð með einföldum hætti. „Markmið okkar hjá Nettó er ávallt að uppfylla þjónustuloforð okkar til viðskiptavina sem er að bjóða samkeppnishæf verð og við vinnum að því alla daga – það þýðir að verðin okkar taka stöðugum breytingum og við fylgjumst vel með samkeppninni til þess að tryggja að við séum að ná markmiðum okkar um að vera samkeppnishæf. Tíðar verðbreytingar endurspegla þvert á móti raunverulega og mjög virka samkeppni á markaðnum,“ segir í svari Heiðars. Fjármál heimilisins Verslun Neytendur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var fjallað um vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en Verðgáttin var gerð aðgengileg almenningi. Í Verðgáttinni er hægt að bera saman verð nokkurra vara í verslunum Bónus, Krónunnar og Nettó. Sagði þar Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, að gögnin bentu á svokallaða verðþjöppun í verði á umræddum vörum áður en Verðgáttin fór í loftið. „Ég vil byrja á því að benda á að við fengum sendan þennan lista með þessum vörum sirka mánuði síðan. Ég tók eftir því að frá því að listinn kom út að samkeppnisaðilar fóru að lækka verð sín á þessum vörum og færðu sig nær Bónus,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, en gögnin sýna að oftar en ekki var verð sem benti til verðþjöppunar aðlagað að verði Bónus. Hann bendir á að vörurnar sem finna má í Verðgáttinni samsvari af tíu prósent af heildarveltu Bónus. Þá sé framleiðni þessara vara einnig um tíu prósent. „Það segir okkur það að Bónus ber ábyrgð á tíu prósent af endanlegu útsöluverði vörunnar. Tæplega níutíu prósent skýrast af öðrum þáttum eins og álagningu birgja og álagningu framleiðanda,“ segir Guðmundur. Klippa: Tók eftir lækkun hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda Verðgáttarinnar Í skriflegu svari til fréttastofu vísar Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó, ásökunum um verðsamráð á bug. Forsvarsmenn verslunarinnar séu mjög ánægðir með Verðgáttina þar sem hún auðveldi neytendum að gera verðsamanburð með einföldum hætti. „Markmið okkar hjá Nettó er ávallt að uppfylla þjónustuloforð okkar til viðskiptavina sem er að bjóða samkeppnishæf verð og við vinnum að því alla daga – það þýðir að verðin okkar taka stöðugum breytingum og við fylgjumst vel með samkeppninni til þess að tryggja að við séum að ná markmiðum okkar um að vera samkeppnishæf. Tíðar verðbreytingar endurspegla þvert á móti raunverulega og mjög virka samkeppni á markaðnum,“ segir í svari Heiðars.
Fjármál heimilisins Verslun Neytendur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira