Alvarleg staða ríki á fákeppnismarkaði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2023 13:30 Ragnar Þór segir alvarlega stöðu ríkja á fákeppnismarkaði. Vísir/vilhelm Alvarleg staða ríkir á fákeppnismarkaði og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja lítil að sögn formanns VR sem segir vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt nokkrum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi, óásættanlegar. Auka verði samkeppni. Í gær greindum við frá því að vísbendingar séu um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi, en í sumum tilfellum var verð hækkað þar sem varan reyndist dýrari annars staðar. Alvarleg staða á fákeppnismarkaði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir slík vinnubrögð óásættanleg. „Þetta sýnir að það er í sjálfu sér ekkert aðhald eða lítið, eða samfélagsábyrgð hjá fyrirtækjunum og það er alveg sama hvort við horfum á olíufélögin, dagvöruna, tryggingafélögin eða bankana, þar eru yfirdráttarvextir allir nákvæmlega þeir sömu þannig hér ríkir bara mjög alvarleg staða á markaði, fákeppnismarkaði.“ Vonast til að fyrirtækin nýti gáttina ekki til vafasamra nota Vinda þurfi ofan af slíku með öllum tiltækum ráðum og auka samkeppni. Verðgáttin var hluti af síðustu kjarasamningum en um er að ræða samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda, með það að markmiði að auka aðhald á neytendamarkaði til að halda verðbólgu í skefjum, en í gáttinni er hægt að sjá í hvaða verslunum matarkarfan er ódýrust. „Auðvitað geta fyrirtækin nýtt sér svona tæki til vafasamra nota með því að nýta það til samráð og annað. Auðvitað vonumst við til að slíkt verði ekki gert og höfum verið að reyna að finna leiðir til að komast hjá því. Við erum farin að gefa þessu miklu meiri gaum, það er að segja hvernig verðlagningin er á lykilkjarnavöru og höfum fundað með stjórnendum dagvörukeðja og Samkeppniseftirlitinu og fleiri aðilum til að sjá hvað við getum gert til að þrýsta á raunverulega samkeppni á markaði.“ Verðlag Matvöruverslun Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Verslun Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Vísbendingar um verðsamráð verslana eftir útgáfu Verðgáttar Vísbendingar eru um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi. Í sumum tilfellum var verð hækkað þar sem varan reyndist dýrari annars staðar. 8. júní 2023 19:12 Tók eftir lækkunum samkeppnisaðila í aðdraganda Verðgáttar Framkvæmdastjóri Bónus segist hafa tekið eftir verðbreytingum hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda birtingu Verðgáttar. Rekstrarstjóri Nettó vísar ásökununum á bug. 8. júní 2023 21:01 Neytendur geta borið saman matvöruverð þriggja verslunarrisa Vefurinn Verðgáttin er nú komin í loftið en hún gerir neytendum kleift að fylgjast með þróun verðlags helstu neysluvara í stærstu matvöruverslunum landsins; Bónus, Krónunni og Nettó. Í Verðgáttinni munu neytendur sjá vöruverð gærdagsins og verðsögu vörunnar. 7. júní 2023 15:38 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
Í gær greindum við frá því að vísbendingar séu um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi, en í sumum tilfellum var verð hækkað þar sem varan reyndist dýrari annars staðar. Alvarleg staða á fákeppnismarkaði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir slík vinnubrögð óásættanleg. „Þetta sýnir að það er í sjálfu sér ekkert aðhald eða lítið, eða samfélagsábyrgð hjá fyrirtækjunum og það er alveg sama hvort við horfum á olíufélögin, dagvöruna, tryggingafélögin eða bankana, þar eru yfirdráttarvextir allir nákvæmlega þeir sömu þannig hér ríkir bara mjög alvarleg staða á markaði, fákeppnismarkaði.“ Vonast til að fyrirtækin nýti gáttina ekki til vafasamra nota Vinda þurfi ofan af slíku með öllum tiltækum ráðum og auka samkeppni. Verðgáttin var hluti af síðustu kjarasamningum en um er að ræða samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda, með það að markmiði að auka aðhald á neytendamarkaði til að halda verðbólgu í skefjum, en í gáttinni er hægt að sjá í hvaða verslunum matarkarfan er ódýrust. „Auðvitað geta fyrirtækin nýtt sér svona tæki til vafasamra nota með því að nýta það til samráð og annað. Auðvitað vonumst við til að slíkt verði ekki gert og höfum verið að reyna að finna leiðir til að komast hjá því. Við erum farin að gefa þessu miklu meiri gaum, það er að segja hvernig verðlagningin er á lykilkjarnavöru og höfum fundað með stjórnendum dagvörukeðja og Samkeppniseftirlitinu og fleiri aðilum til að sjá hvað við getum gert til að þrýsta á raunverulega samkeppni á markaði.“
Verðlag Matvöruverslun Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Verslun Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Vísbendingar um verðsamráð verslana eftir útgáfu Verðgáttar Vísbendingar eru um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi. Í sumum tilfellum var verð hækkað þar sem varan reyndist dýrari annars staðar. 8. júní 2023 19:12 Tók eftir lækkunum samkeppnisaðila í aðdraganda Verðgáttar Framkvæmdastjóri Bónus segist hafa tekið eftir verðbreytingum hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda birtingu Verðgáttar. Rekstrarstjóri Nettó vísar ásökununum á bug. 8. júní 2023 21:01 Neytendur geta borið saman matvöruverð þriggja verslunarrisa Vefurinn Verðgáttin er nú komin í loftið en hún gerir neytendum kleift að fylgjast með þróun verðlags helstu neysluvara í stærstu matvöruverslunum landsins; Bónus, Krónunni og Nettó. Í Verðgáttinni munu neytendur sjá vöruverð gærdagsins og verðsögu vörunnar. 7. júní 2023 15:38 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
Vísbendingar um verðsamráð verslana eftir útgáfu Verðgáttar Vísbendingar eru um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi. Í sumum tilfellum var verð hækkað þar sem varan reyndist dýrari annars staðar. 8. júní 2023 19:12
Tók eftir lækkunum samkeppnisaðila í aðdraganda Verðgáttar Framkvæmdastjóri Bónus segist hafa tekið eftir verðbreytingum hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda birtingu Verðgáttar. Rekstrarstjóri Nettó vísar ásökununum á bug. 8. júní 2023 21:01
Neytendur geta borið saman matvöruverð þriggja verslunarrisa Vefurinn Verðgáttin er nú komin í loftið en hún gerir neytendum kleift að fylgjast með þróun verðlags helstu neysluvara í stærstu matvöruverslunum landsins; Bónus, Krónunni og Nettó. Í Verðgáttinni munu neytendur sjá vöruverð gærdagsins og verðsögu vörunnar. 7. júní 2023 15:38