Lífið

Life of Pi á risaskjá í Laugardalslaug

Stærsti sundbíóviðburður RIFF hingað til verður haldinn 25. ágúst næstkomandi. Myndin Life of Pi verður sýnd á 100 fermetra skjá sem er sá stærsti sem settur hefur verið upp utandyra á Íslandi.

Lífið

Vinnur hvert afrekið á fætur öðru fjörutíu kílóum léttari

Jóna Björk Sigurjónsdóttir 42 ára hjúkrunarfræðingur hefur undanfarin ár hlaupið Laugaveginn, orðið Landvættur og skráð sig í krefjandi nám. Allt eftir að hún ákvað að fara í magaermisaðgerð og byrja að hreyfa sig. Hún segir fitufordóma víða í samfélaginu þótt ljóst sé að það sé ekki hollt að vera í ofþyngd.

Lífið

„Augna­blik sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi“

„Kvíðahnúturinn leystist upp og breyttist í eitthvað allt annað. Ég greip í höndina á manninum mínum og kyssti hann. Svo fór ég að hágráta. Það var eins og allir erfiðleikarnir, allt strögglið væri tekið frá okkur á augabragði og eftir stóð bara frelsistilfinning og gleði,“ rifjar fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson upp í samtali við blaðamann um Gleðigönguna.

Lífið

Urðu ást­fangin í Marokkó

Listaparið Snæfríður Ingvarsdóttir og Högni Egilsson eru óumdeilanlega eitt heitasta par landsins. Þau hafa verið saman um nokkurra ára skeið en vita fátt betra en að taka frá tíma til að vera bara tvö saman. 

Lífið

Hlýleg og nútímaleg miðbæjarperla

Á vinsælum stað í hjarta Reykjavíkur má finna sjarmerandi 60 fermetra íbúð á þriðju hæð. Húsið er byggt árið 1980 en íbúðin var öll endurnýjuð að innan árið 2021. 

Lífið

Kóróna og laglína Prins Póló á nýrri treyju Víkings

Ný góðgerðartreyja Víkings í samstarfi við hönnuðinn Hildi Yeoman heiðrar minningu tónlistarmannsins Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, sem lést langt fyrir aldur fram í september í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Allur ágóði sölunnar rennur til Ljóssins. 

Lífið

Alexandra og Gylfi nutu lífsins á Norðurlandi

Hjónin Alexandra Helga Ívarsdóttir verslunareigandi og Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður eru á meðal þeirra sem hafa verið á faraldsfæti um landið undanfarna daga. Alexandra Helga og Gylfi skelltu sér með dóttur sína norður í landi og nutu þess sem Húsavík hefur upp á að bjóða.

Lífið

Stjörnulífið: Þjóðhátíð, Barbie útibíó og ást á Ítalíu

Íslensku stjörnurnar halda áfram að njóta sumarsins hvort sem það er erlendis eða úti á landi. Liðin vika einkenndist af ferðalögum á einni stærstu ferðahelgi ársins, en sumarfríum landsmanna fer senn að ljúka. Útihátíðir voru vinsælar um helgina, þá sérstaklega Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Lífið

„Það á ekki að vera ströggl að koma út úr skápnum“

„Frá því ég var lítill hef ég vitað að ég sker mig einhvern veginn úr. Ég fann að ég var öðruvísi,“ segir raunveruleikastjarnan Brynjar Steinn, jafnan þekktur sem Binni Glee. Blaðamaður hitti hann í kaffi og fékk að heyra hans sögu, meðal annars frá því hvernig hann kom út úr skápnum, hvernig það er að vera hinsegin fyrirmynd í íslensku samfélagi, að spegla sig í öðrum og átta sig á því hver og hvernig maður er.

Lífið

Kynntu „sifja­spellaapp“ Ís­lendinga fyrir er­lendum skátum

Mikið hefur gengið á hjá 140 manna hópi íslenskra skáta sem tók þátt í Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu á dögunum. Eftir hitabylgju, úrhellisrigningu, skordýrabit og skipulagsvandræði var tekin ákvörðun um að hópurinn kæmi fyrr heim en mótsvæðið verður rýmt á morgun vegna fellibylsins Kahun.

Lífið

Fyrsta mamman í fegurðar­sam­keppni hér á landi

Strangar reglur hafa ríkt varðandi þátttöku kvenna í fegurðarsamkeppnum. Ein af þeim er að keppendur megi ekki hafa eignast börn. Nýskipaður eigandi keppninnar braut þó blað í sögunni nýverið. Fyrsti íslenski keppandinn, María Monica Luisa segist fagna breytingunni enda beri hún stolt þann titil að vera móðir samhliða því að keppast um titilinn Miss Universe Iceland.  

Lífið

Býður þeim sem ekki komast úr bænum á tón­leika

Björn Thoroddsen, einn besti gítarleikari landsins og þó víðar væri leitað, blæs til tónleika í dag og annað kvöld við gömlu höfnina í Reykjavík. Ekkert verður rukkað inn á tónleikana og markmiðið er að þeir sem ekki komast út úr bænum um helgina geti gert sér glaðan dag.

Lífið

And­látið markaði skrifin mikið

Eva Björg Sigurðardóttir barnabókahöfundur, kennari og margra barna móðir er óneitanlega upptekin kona. Samhliða fullu starfi stefnir hún á að skrifa fimm barnabækur sem sjálfstætt starfandi útgefandi en hún segir andlát föður síns markað skrif sín mikið.

Lífið

Pálmi ætlar að breyta heiminum

Tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarsson gaf út lagið Ég skal breyta heiminum í dag. Lagið var samið af syni Pálma, Sigurði Helga Pálmasyni og textann samdi tónlistamaðurinn og textasmiðurinn Bragi Valdimar Skúlason.

Lífið