Eins og þruma úr heiðskíru lofti Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. október 2024 08:01 Gunnar fór allt í einu frá því að vera yngsta barn föður síns yfir í að vera næstyngstur, enda er Anikka heilum 11 árum yngri en hann. Aðsend Dag einn í nóvember árið 2020 fékk Gunnar Theodór Gunnarsson skilaboð á facebook frá ókunnugri konu í Noregi. Umrædd kona var að leita að afkomendum ákveðins íslensks manns, nánar tiltekið föður Gunnars. Þegar líða tók á samtalið kom í ljós að Gunnar hafði í 53 ár átt systur úti í heimi án þess að vita nokkuð um það. Orðrómurinn dó út Þegar foreldrar Gunnars, þau Gunnar Einarsson lögreglumaður og Theodóra Sveinsdóttir tóku fyrst saman seint á fimmta áratugnum, áttu þau bæði börn úr fyrri samböndum. Saman eignuðust þau fjögur börn og þar er Gunnar yngstur í röðinni, fæddur árið 1960. „Það var semsagt þannig að foreldrar mínir voru alltaf að skilja og taka saman aftur. Þetta var svona „on and off“ samband hjá þeim alltaf í gegnum tíðina,” segir Gunnar. Árið 1970 voru foreldrar Gunnars búin að slíta samvistum, ekki í fyrsta og ekki í seinasta skiptið. „Þau semsagt skilja þarna og pabbi flytur út. Hann byrjaði síðan í sambandi með færeyskri konu sem bjó í Reykjavík. Svo slitnar upp úr þeirri sambúð nokkrum mánuðum seinna, og foreldrar mínir tóku svo aftur saman.“ Að sögn Gunnars var lengi vel orðrómur innan fjölskyldunnar um að faðir hans hefði á sínum tíma eignast barn með fyrrnefndri færeyskri konu. Sá orðrómur var hins vegar aldrei staðfestur. „Þetta svona kvisaðist eitthvað út í einhverjum sögusagnabúningi; önnur systir mín þóttist hafa heyrt eitthvað og mamma þóttist hafa heyrt eitthvað. Ég spurði aldrei pabba og hann minntist aldrei á neitt. Og við systkinin töluðum eiginlega aldrei um þetta. Maður vissi aldrei hvað var satt eða logið í þessu og þannig séð tók maður þessu ekki alvarlega. Og eftir því sem árin sem liðu þá dó þetta eiginlega bara út, gleymdist einhvern veginn. Svo lést pabbi árið 1997 og mamma lést nokkrum mánuðum seinna. Þá voru þau búin að vera endanlega skilin í fimmtán ár.“ Óvænt skilaboð Svo liðu árin. Dag einn, í nóvember árið 2020, fékk Gunnar einkaskilaboð á facebook frá ókunnugri konu að nafni Annikka Larsen. Hún sagðist búa í Noregi og vera að leita að afkomendum manns sem hét Gunnar Einarsson. Hún sagðist þó ekki vera með miklar upplýsingar um hann, annað en mynd þar sem gamalt heimilisfang var ritað á bakhliðina. „Með skilaboðunum sendi hún svarthvíta mynd af manni í lögreglubúningi og spurði hvort ég þekkti þennan mann. „Já, sagði ég. „Þetta er faðir minn, um hvað snýst málið?“ Svo sendi hún mér mynd af fæðingarvottorðinu sínu. Og þar var skráður faðir: Gunnar Einarsson, ásamt heimilisfang ömmu minnar og afa í Mávahlíðinni, þar sem pabbi hafði búið í smá tíma eftir að hann og mamma skildu í eitt af mörgum skiptum.“ Hér má sjá myndina sem Anikka sendi Gunnari á facebook, sem sýnir föður þeirra.Aðsend Annikka tjáði Gunnari að hún væri fædd í Reykjavík árið 1971 en hefði verið ættleidd til Noregs þegar hún var nokkurra vikna gömul. Þar hefði hún alist upp sem einkabarn hjá yndislegum fósturforeldrum. Hún hefði vitað það alla tíð að hún væri ættleidd, en það hefði ekki verið fyrr en á seinni árum að hjá henni fóru að vakna spurningar um uppruna hennar. Hún hafði fyrir mörgum árum hitt blóðmóður sína og spurt hana þá um pabba sinn en einungis fengið gefið upp nafnið hans. „Annika sagði mér að hún hefði lagst í rannsóknarvinnu og gúglað nafnið Gunnar Einarsson en fengið haug af niðurstöðum, enda algengt nafn. En síðan fann hún minningargrein á mbl.is um Gunnar Einarsson. Hún sagðist hafa fundið mitt nafn í minningargreininni, sem yngsti sonur hans, og í kjölfarið ákveðið að leita mig uppi á facebook. Þar sem ég er eini Íslendingurinn með mitt nafn þá var ég auðfundinn.“ Ótrúleg tilviljun Í kjölfarið leitaði Annika á Háskólasjúkrahúsið í Osló og skilaði inn sýni til DNA greiningar. Gunnar og eldri systir hans gerðu það sömuleiðis, heima á Íslandi. Og innan nokkurra vikna lá niðurstaðan fyrir. Það kom að vísu engum á óvart að það var augljóst „match.“ Gunnar fór allt í einu frá því að vera yngsta barn föður síns yfir í að vera næstyngstur, enda er Anikka heilum 11 árum yngri en hann. „Þetta var auðvitað voðalega skrítið allt saman, þetta var alveg eins og þruma úr heiðskíru lofti, en ánægjulegt engu að síður. Og það sem var enn furðulegra var að ekki löngu áður þá hafði ég kynnst hálfbróður hennar í móðurætt, semsagt syni þessarar færeysku konu. Hann bjó þá á Hverfisgötu með pabba sínum. Við urðum vinir eitt sumarið; ég hafði ekki hugmynd um að hann væri sonur þessarar konu og hann vissi ekki að ég væri sonur mannsins sem mamma hans hafði einu sinni búið með!“ Ljúf kvöldstund Það var síðan um sumarið 2022 að systkinabörn Gunnars úr föðurætt komu saman á tveggja daga ættarmóti í Grímsnesi. Þangað kom Anikka, og þá hitti Gunnar litlu systur sína í fyrsta skipti. Það fór vel á með Gunnari og Anikku þegar þau hittust í fyrsta skipti.Aðsend „Það var óneitanlega sérstakt þegar ég sá hana þarna fyrst. En svo var svo gaman að sjá að hún var algjörlega með ættarsvipinn, það sást strax að hún sver sig í ættina. Svipurinn með okkur systkinum og henni var svo augljós að við hefðum í raun alveg getað sleppt þessu DNA prófi!“segir Gunnar kímin. Af augljósum ástæðum höfðu þau systkinin margt að ræða og samræðurnar náðu langt fram á nótt. „Þetta var afskaplega ljúf og skemmtileg kvöldstund sem við áttum saman. Við sögðum frá lífi okkar hingað til og það var bara dásamlegt að kynnast þessari yndislegu konu betur. Annikka hafði svo sannarlega frá mörgu áhugaverðu að segja, hún er herprestur og hefur verið í norska hernum lengi og farið víða, meðal annars til Írak. Eiginmaður hennar, sem var með í för var líka herprestur og það var virkilega gaman að hitta hann. Því miður er hann núna látinn; hann lést mjög snögglega í fyrra úr krabbameini og það hefði verið gaman að kynnast honum betur. En ég og Annikka höfum hist tvisvar sinnum eftir þetta, einu sinni á Íslandi og svo hitti ég hana í Noregi í sumar heima hjá annarri systur minni sem býr í suður Noregi.“ Systkinin í aldursröð.Aðsend Brattur og sáttur Í janúar árið 2023 fékk Gunnar að vita að hann væri með krabbamein í heila. Í höfði hans fannst æxli á stærð við litla golfkúlu. Þegar hann spurðist fyrir um lífslíkur var svarið tvö ár. Það vildi reyndar þannig til að þegar Gunnar mætti á fyrrnefnt ættarmót í Grímsnesi var nýkominn úr uppskurði, þar sem læknar náðu að fjarlægja tæp áttatíu prósent af meininu. „Þetta er agressívt mein og það er enginn sem sleppur frá því. Samkvæmt einhverju meðaltali á ég fjóra mánuði eftir. En ég tóri nú enn, og maður veit aldrei hvað getur gerst.“ Hvað sem því líður þá er víst að Gunnar getur kvatt þennan heim vitandi af tilvist systur sinnar í Noregi, systurinnar sem hann „græddi“seint á ævinni. „Svo hafa allir lýst yfir áhuga á að hittast aftur á svona „mini“ ættarmóti eins og síðast. Ef Guð lofar þá mæti ég að sjálfsögðu þar.“ Fjölskyldumál Noregur Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Orðrómurinn dó út Þegar foreldrar Gunnars, þau Gunnar Einarsson lögreglumaður og Theodóra Sveinsdóttir tóku fyrst saman seint á fimmta áratugnum, áttu þau bæði börn úr fyrri samböndum. Saman eignuðust þau fjögur börn og þar er Gunnar yngstur í röðinni, fæddur árið 1960. „Það var semsagt þannig að foreldrar mínir voru alltaf að skilja og taka saman aftur. Þetta var svona „on and off“ samband hjá þeim alltaf í gegnum tíðina,” segir Gunnar. Árið 1970 voru foreldrar Gunnars búin að slíta samvistum, ekki í fyrsta og ekki í seinasta skiptið. „Þau semsagt skilja þarna og pabbi flytur út. Hann byrjaði síðan í sambandi með færeyskri konu sem bjó í Reykjavík. Svo slitnar upp úr þeirri sambúð nokkrum mánuðum seinna, og foreldrar mínir tóku svo aftur saman.“ Að sögn Gunnars var lengi vel orðrómur innan fjölskyldunnar um að faðir hans hefði á sínum tíma eignast barn með fyrrnefndri færeyskri konu. Sá orðrómur var hins vegar aldrei staðfestur. „Þetta svona kvisaðist eitthvað út í einhverjum sögusagnabúningi; önnur systir mín þóttist hafa heyrt eitthvað og mamma þóttist hafa heyrt eitthvað. Ég spurði aldrei pabba og hann minntist aldrei á neitt. Og við systkinin töluðum eiginlega aldrei um þetta. Maður vissi aldrei hvað var satt eða logið í þessu og þannig séð tók maður þessu ekki alvarlega. Og eftir því sem árin sem liðu þá dó þetta eiginlega bara út, gleymdist einhvern veginn. Svo lést pabbi árið 1997 og mamma lést nokkrum mánuðum seinna. Þá voru þau búin að vera endanlega skilin í fimmtán ár.“ Óvænt skilaboð Svo liðu árin. Dag einn, í nóvember árið 2020, fékk Gunnar einkaskilaboð á facebook frá ókunnugri konu að nafni Annikka Larsen. Hún sagðist búa í Noregi og vera að leita að afkomendum manns sem hét Gunnar Einarsson. Hún sagðist þó ekki vera með miklar upplýsingar um hann, annað en mynd þar sem gamalt heimilisfang var ritað á bakhliðina. „Með skilaboðunum sendi hún svarthvíta mynd af manni í lögreglubúningi og spurði hvort ég þekkti þennan mann. „Já, sagði ég. „Þetta er faðir minn, um hvað snýst málið?“ Svo sendi hún mér mynd af fæðingarvottorðinu sínu. Og þar var skráður faðir: Gunnar Einarsson, ásamt heimilisfang ömmu minnar og afa í Mávahlíðinni, þar sem pabbi hafði búið í smá tíma eftir að hann og mamma skildu í eitt af mörgum skiptum.“ Hér má sjá myndina sem Anikka sendi Gunnari á facebook, sem sýnir föður þeirra.Aðsend Annikka tjáði Gunnari að hún væri fædd í Reykjavík árið 1971 en hefði verið ættleidd til Noregs þegar hún var nokkurra vikna gömul. Þar hefði hún alist upp sem einkabarn hjá yndislegum fósturforeldrum. Hún hefði vitað það alla tíð að hún væri ættleidd, en það hefði ekki verið fyrr en á seinni árum að hjá henni fóru að vakna spurningar um uppruna hennar. Hún hafði fyrir mörgum árum hitt blóðmóður sína og spurt hana þá um pabba sinn en einungis fengið gefið upp nafnið hans. „Annika sagði mér að hún hefði lagst í rannsóknarvinnu og gúglað nafnið Gunnar Einarsson en fengið haug af niðurstöðum, enda algengt nafn. En síðan fann hún minningargrein á mbl.is um Gunnar Einarsson. Hún sagðist hafa fundið mitt nafn í minningargreininni, sem yngsti sonur hans, og í kjölfarið ákveðið að leita mig uppi á facebook. Þar sem ég er eini Íslendingurinn með mitt nafn þá var ég auðfundinn.“ Ótrúleg tilviljun Í kjölfarið leitaði Annika á Háskólasjúkrahúsið í Osló og skilaði inn sýni til DNA greiningar. Gunnar og eldri systir hans gerðu það sömuleiðis, heima á Íslandi. Og innan nokkurra vikna lá niðurstaðan fyrir. Það kom að vísu engum á óvart að það var augljóst „match.“ Gunnar fór allt í einu frá því að vera yngsta barn föður síns yfir í að vera næstyngstur, enda er Anikka heilum 11 árum yngri en hann. „Þetta var auðvitað voðalega skrítið allt saman, þetta var alveg eins og þruma úr heiðskíru lofti, en ánægjulegt engu að síður. Og það sem var enn furðulegra var að ekki löngu áður þá hafði ég kynnst hálfbróður hennar í móðurætt, semsagt syni þessarar færeysku konu. Hann bjó þá á Hverfisgötu með pabba sínum. Við urðum vinir eitt sumarið; ég hafði ekki hugmynd um að hann væri sonur þessarar konu og hann vissi ekki að ég væri sonur mannsins sem mamma hans hafði einu sinni búið með!“ Ljúf kvöldstund Það var síðan um sumarið 2022 að systkinabörn Gunnars úr föðurætt komu saman á tveggja daga ættarmóti í Grímsnesi. Þangað kom Anikka, og þá hitti Gunnar litlu systur sína í fyrsta skipti. Það fór vel á með Gunnari og Anikku þegar þau hittust í fyrsta skipti.Aðsend „Það var óneitanlega sérstakt þegar ég sá hana þarna fyrst. En svo var svo gaman að sjá að hún var algjörlega með ættarsvipinn, það sást strax að hún sver sig í ættina. Svipurinn með okkur systkinum og henni var svo augljós að við hefðum í raun alveg getað sleppt þessu DNA prófi!“segir Gunnar kímin. Af augljósum ástæðum höfðu þau systkinin margt að ræða og samræðurnar náðu langt fram á nótt. „Þetta var afskaplega ljúf og skemmtileg kvöldstund sem við áttum saman. Við sögðum frá lífi okkar hingað til og það var bara dásamlegt að kynnast þessari yndislegu konu betur. Annikka hafði svo sannarlega frá mörgu áhugaverðu að segja, hún er herprestur og hefur verið í norska hernum lengi og farið víða, meðal annars til Írak. Eiginmaður hennar, sem var með í för var líka herprestur og það var virkilega gaman að hitta hann. Því miður er hann núna látinn; hann lést mjög snögglega í fyrra úr krabbameini og það hefði verið gaman að kynnast honum betur. En ég og Annikka höfum hist tvisvar sinnum eftir þetta, einu sinni á Íslandi og svo hitti ég hana í Noregi í sumar heima hjá annarri systur minni sem býr í suður Noregi.“ Systkinin í aldursröð.Aðsend Brattur og sáttur Í janúar árið 2023 fékk Gunnar að vita að hann væri með krabbamein í heila. Í höfði hans fannst æxli á stærð við litla golfkúlu. Þegar hann spurðist fyrir um lífslíkur var svarið tvö ár. Það vildi reyndar þannig til að þegar Gunnar mætti á fyrrnefnt ættarmót í Grímsnesi var nýkominn úr uppskurði, þar sem læknar náðu að fjarlægja tæp áttatíu prósent af meininu. „Þetta er agressívt mein og það er enginn sem sleppur frá því. Samkvæmt einhverju meðaltali á ég fjóra mánuði eftir. En ég tóri nú enn, og maður veit aldrei hvað getur gerst.“ Hvað sem því líður þá er víst að Gunnar getur kvatt þennan heim vitandi af tilvist systur sinnar í Noregi, systurinnar sem hann „græddi“seint á ævinni. „Svo hafa allir lýst yfir áhuga á að hittast aftur á svona „mini“ ættarmóti eins og síðast. Ef Guð lofar þá mæti ég að sjálfsögðu þar.“
Fjölskyldumál Noregur Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira