Lífið

„Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukk­óttar“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Eldri kona sem hringdi inn í Reykjavík síðdegis lýsti því þegar hún uppgötvaði að maður geti orðið hrukkóttur í kringum munninn við að sjúga lítil typpi.
Eldri kona sem hringdi inn í Reykjavík síðdegis lýsti því þegar hún uppgötvaði að maður geti orðið hrukkóttur í kringum munninn við að sjúga lítil typpi. Getty

Kona á áttræðisaldri sem hringdi inn í símatíma á Bylgjunni í gær vakti heldur betur lukku þegar hún fór að ræða kynlíf, munnmök og áhrif þess að sjúga lítil typpi. Ekki er ljóst hvort um háþróaðan símahrekk er að ræða eða óvenju opinskáa eldri konu.

Útvarpsþátturinn Reykjavík síðdegis er gjarnan með símatíma þar sem hlustendur geta hringt inn og rætt málefni líðandi stundar eða lýst skoðun sinni á hinu og þessu. Fyrsti innhringjandi gærdagsins var býsna óvenjulegur.

„Helga heiti ég og vil tala um kynfræðsluna. Ég ætla að byrja á því að segja að ég er á áttræðisaldri og þegar ég var í skóla var ekki mikil kynfræðsla,“ sagði hún en kynfræðsla sem hluti af fermingarfræðslu hefur verið milli tannanna hjá ýmsu fólki undanfarið.

Helga lýsti því síðan að kynfræðslan í hennar ungdómi hafi falist í einni skýringarmynd á hálfri blaðsíðu í líffræðibók. 

„Það var ein mynd og hún sýndi hvaðan barnið kom út sem var mjög fróðlegt fyrir okkur, það gat alveg eins komið út um nefið, við vissum það ekki þá. Við vissum það þegar við fengum að sjá þessa mynd, þá opnuðust augun, það var eitthvað þarna fyrir neðan sem átti að nota,“ sagði Helga. 

Gat varla horft á foreldra sína fyrir skömm

Helga rifaði í kjölfarið upp hvernig hún upplifði skömm í tengslum við kynlíf og frjósemi foreldra sinna.

„Við erum tólf systkinin og vinkona mín, þau voru þrjú, og hún gat núið mér það um nasir og sett salt í sárin og allt hvað pabbi minn og mamma mín væru miklir dónar, þau væru búin að gera það tólf sinnum en pabbi hennar og mamma gerðu það bara þrisvar,“ sagði Helga.

„Ég skammaðist mín svo og varla gat horft á foreldra mína fyrir skömm.“

Sjá einnig: Kyn­fræðsla ekki endi­lega for­gangs­at­riði í fermingar­fræðslu

Ertu með öðrum orðum að segja að þér finnist í lagi að fræða börn um kynlíf?

„Mér finnst að það eigi að fræða börn um þetta. Ég veit að sex og sjö ára börn vita ýmislegt,“ sagði hún.

En á þetta að vera í fermingarfræðslu?

„Af hverju ekki?“ spurði Helga á móti.

Enn að fræðast á áttræðisaldri

Helga rifjaði síðan upp þegar hún fór í sextán ára afmæli barnabarns síns nýverið. Hún hafi farið inn í herbergi til að ræða við þrjú barnabarna sinna, sextán ára afmælisbarnið, átján ára dreng og annan 22 ára.

„Ég fór inn í herbergið til að spjalla við þau og vera aðeins með þeim á þeirra nótum,“ sagði Helga um afmælisveisluna. 

Hún hafi svo spurt strákana: „Eru þið ekki farnir að horfa á stelpur?“ Svörin voru misjöfn, sá elsti kannaðist við slíkt meðan stúlkan gaf lítið fyrir gláp strákanna.

Krakkarnir fræddu ömmu sína síðan um það að fólk væri orðið „lögríða“ þegar það næði átján ára aldri. 

„Ég er kominn á áttræðisaldur og er enn að fræðast,“ sagði Helga.

„Þessi helvítis typpi“ séu kannski misstór

Til marks um það hvað hún sé enn að læra um nýja hluti hafi hún nýverið verið með vinkonum sínum og lært um heldur óvenjulega skýringu á hrukkumyndun.

„Djöfull er ég að fá mikið af hrukkum í kringum munninn,“ hafi Helga sagt við vinkonurnar.

Hrukkótt eldri kona sem hefur lifað tímana tvenna.Getty

„Veistu ekki af hverju það er?“ hafi ein vinkonan svarað.

„Nei.“

„Það er af því þú hefur sogið svo mjóa,“ sagði vinkonan þá. 

Helga fattaði ekki hvað vinkonan meinti fyrr en hún hlustaði á Bítið þar sem var rætt við lýtalækni um typpastækkanir og typpalengingar.

„Já, þeir eru kannski mismunandi á stærð, þessi helvítis typpi,“ sagði Helga þá við þáttastjórnendurna.

Það er margt í þessu Helga.

„Þetta er ýmislegt sem má fræða börnin um. Það á til dæmis að segja stelpunum: ,Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar',“ sagði hún að lokum og batt annar þáttastjórnenda endi á samtalið í kjölfarið.

Hægt er að hlusta á símatíma gærdagsins í heild sinni hér að neðan en Helga er fyrsti innhringjandinn:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.