Harry og Meghan séu ekki að skilja Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2024 11:03 Harry og Meghan sjást í síauknum mæli í sitthvoru lagi. EPA-EFE/ERNESTO GUZMAN Frægustu hjón veraldar, hertogahjónin Harry og Meghan, eru ekki að skilja jafnvel þó að athygli hafi vakið að þau séu nú farin að gera hluti meira í sitthvoru lagi. Þetta segir Guðný Ósk Laxdal, sérlegur sérfræðingur í málum konungsfjölskyldunnar. Tilefnið eru umfjallanir erlendra slúðurmiðla þar sem því er veitt athygli að hjónin séu farin að sjást æ oftar opinberlega í sitthvoru lagi. Harry er nú staddur í Afríku við góðgerðarstörf sín á meðan hefur Meghan meðal annars látið sjá sig á barnaspítala í Los Angeles svo eftir hefur verið tekið. Ekkert að gerast „Það er ekkert að gerast hjá Harry og Meghan en þau selja rosalega vel. Þau eru fyrirsögnin sem fólk klikkar á,“ segir Guðný Ósk Laxdal í Bítinu á Bylgjunni. Hún hefur undanfarin ár haldið úti Instagram reikningnum Royal Icelander og fylgist meira með málum konungsfjölskyldunnar heldur en flestir. „Ef það er frétt um Harry og Meghan, fólk er forvitið um þau. Það er ekkert að gerast hjá þeim núna, þau eru ekki að gagnrýna konungsfjölskylduna og þá er það búið til.“ Guðný bendir á að flest hjón vinni í sitthvoru lagi í nútímasamfélagi. Harry hafi alltaf haft sterk tengsl í Afríku og sé þar að sinna sínum góðgerðarstörfum. Meghan sé að vinna að ýmsu, sem mismikil leynd ríki yfir. Hún hafi meðal annars gert samning við umboðsskrifstofu í Bandaríkjunum. Þau vinni bæði að því að bæta ímynd sína. „Harry og Meghan eiga svolítið ekki sjéns. Þau eiga líka í smá stríði við fjölmiðla, sérstaklega í Bretlandi. Það er erfitt að taka mark á því sem er skrifað um Harry og Meghan af því að það er alltaf slæmt,“ segir Guðný. Hún segist spá því að þau muni halda áfram saman, að þau muni ekki skilja. Það styrki þau líklega hvað heimurinn virðist oft vera á móti þeim. Bítið Kóngafólk Bandaríkin Bretland Harry og Meghan Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Tilefnið eru umfjallanir erlendra slúðurmiðla þar sem því er veitt athygli að hjónin séu farin að sjást æ oftar opinberlega í sitthvoru lagi. Harry er nú staddur í Afríku við góðgerðarstörf sín á meðan hefur Meghan meðal annars látið sjá sig á barnaspítala í Los Angeles svo eftir hefur verið tekið. Ekkert að gerast „Það er ekkert að gerast hjá Harry og Meghan en þau selja rosalega vel. Þau eru fyrirsögnin sem fólk klikkar á,“ segir Guðný Ósk Laxdal í Bítinu á Bylgjunni. Hún hefur undanfarin ár haldið úti Instagram reikningnum Royal Icelander og fylgist meira með málum konungsfjölskyldunnar heldur en flestir. „Ef það er frétt um Harry og Meghan, fólk er forvitið um þau. Það er ekkert að gerast hjá þeim núna, þau eru ekki að gagnrýna konungsfjölskylduna og þá er það búið til.“ Guðný bendir á að flest hjón vinni í sitthvoru lagi í nútímasamfélagi. Harry hafi alltaf haft sterk tengsl í Afríku og sé þar að sinna sínum góðgerðarstörfum. Meghan sé að vinna að ýmsu, sem mismikil leynd ríki yfir. Hún hafi meðal annars gert samning við umboðsskrifstofu í Bandaríkjunum. Þau vinni bæði að því að bæta ímynd sína. „Harry og Meghan eiga svolítið ekki sjéns. Þau eiga líka í smá stríði við fjölmiðla, sérstaklega í Bretlandi. Það er erfitt að taka mark á því sem er skrifað um Harry og Meghan af því að það er alltaf slæmt,“ segir Guðný. Hún segist spá því að þau muni halda áfram saman, að þau muni ekki skilja. Það styrki þau líklega hvað heimurinn virðist oft vera á móti þeim.
Bítið Kóngafólk Bandaríkin Bretland Harry og Meghan Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira