Veislan hófst með fordrykk á Gilligogg og Benna B Ruff á græjunum. Hún hélt svo áfram á Vinnustofu Kjarval þar sem boðið var upp á geggjaðan mat. Jón Gunnar segist í samtali við Vísi fyrst og fremst þakklátur fyrir sína viðburðarhirð eins og hann nefnir hana.
„Ég hefði ekki getað þetta án Skreytingarþjónustunnar, Balún, Rent a Party og Kokkarnir.is, það er þvílíkur munur að vinna með þeim Láru, Þórdísi, Rúnari og Matta, þetta er alvöru fagfólk,“ segir Jón Gunnar hlæjandi.
„Talandi um mína viðburða-hirð þá hefur DJ Margeir verið minn „go2“ plötusnúður enda enginn betri í að skapa réttu stemninguna og hann fékk Steingrím Teague úr Moses Hightower með sér í lið og tók það andrúmsloft á móti gestum. Stemningin óx svo eftir því sem á leið og náði hámarki þegar söngkonan Matthildur og Daníel Ágúst mættu á sviðið - það var gjörsamlega sturlað augnablik og ætlaði allt um koll að keyra þegar afmælisbarnið endaði uppi á borði dansandi með Daníeli í brjáluðum GusGus gír!“










