Sport

Haaland þakk­látur mömmu sinni

Erling Haaland er með alvöru íþróttagen sem eflaust hafa hjálpað honum að verða að þeirri markamaskínu sem hann er. Hann kveðst afar þakklátur fyrir mömmu sína, Gry Marita Braut.

Fótbolti

Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag

Ruslan Malinovskyi er klár í slaginn með Úkraínu fyrir leik dagsins við Ísland. Það eru ekki frábærar fréttir fyrir Ísland, en hann er að stíga upp úr meiðslum, hvíldi gegn Frökkum og vonast til að Úkraínumenn endurtaki leikinn frá 5-3 sigrinum í Laugardal í október.

Fótbolti

Ágúst laus úr frysti­kistu í Dan­mörku

Ágúst Elí Björgvinsson, einn þriggja markvarða íslenska handboltalandsliðsins í síðustu leikjum, er í leit að nýju félagsliði eftir að hafa samið við danska félagið Ribe-Esbjerg um riftun samnings.

Handbolti

200 gegn 18 þúsund

Búist er við 18 þúsund manns eða svo í stúkunni er Úkraínumenn og Íslendingar takast á um umspilssæti fyrir HM 2026 í fótbolta í Varsjá síðdegis. Áhugavert verður að sjá hvernig strákarnir okkar mæta til leiks en þjálfarinn lofar breytingum.

Fótbolti

„Það verða breytingar“

„Við vitum hvað bíður okkar. Við vitum hvað við þurfum að gera,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, fyrir leik karlaliðs Íslands í fótbolta við Úkraínu í Varsjá í dag. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í umspili HM.

Fótbolti

Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye

Óhætt er að segja að mögnuð tilþrif hafi sést á fjórða og síðasta stigasöfnunarkvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti, á Bullseye í gær. Sjö af átta keppendum voru með bakið uppi við vegg svo hver píla og hver leggur skipti máli.

Sport

Rebrov: Karakterinn lykil­at­riði

Sergei Rebrov sagði að sínir menn væru með sjálfstraust fyrir úrslitaleikinn um umspilssætið á HM ´26 gegn Íslandi. Hann sagði einnig að bæði lið væru með karakter sem væri lykilatriði í leiknum mikilvæga.

Fótbolti

Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn

New Orleans Pelicans hafa byrjað hörmulega í NBA deildinni í vetur. Liðið hefur unnið tvo af 12 fyrstu leikjum sínum og Joe Dumars hefur fengið nóg. Willie Green hefur verið látinn taka pokann sinn og mun ekki þjálfa liðið lengur.

Körfubolti

Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap

Jón Axel Guðmundsson spilaði 20mínútur fyrir San Pablo Burgos og komst vel frá sínu. Hann gat þó ekki hjálpað sínum mönnum til þess að vinna leikinn en liðið tapaði fyrir MB Andorra 86-93 á heimavelli í ACB deildinni á Spáni.

Körfubolti

Arsenal að missa menn í meiðsli

Landsleikjahlé eru oft sá tími þar sem þjálfara félagsliða þurfa bíða með öndina í hálsinum eftir fréttum af því að sínir menn séu heilir heilsu. Mikel Arteta þarf núna að bíða eftir fréttum af tveimur lykilleikmönnum sem meiddust með landsliðunum sínum um helgina.

Fótbolti

Skotar og Danir spila úr­slita­leik um far­seðil á HM

Síðustu leikjum dagsins í undankeppni HM ´26 er nýlokið og það má með sanni segja að farið verði inn í mikla spennu í síðustu leiki keppninna. Danmörk og Skotar munu spila upp á beina leið í keppnina og Sviss rúllaði Svíum upp í Sviss.

Sport

Vig­dís Lilja á skotskónum

Vigdís Kristjánsdóttir kom Anderlecth yfir á móti Standard Liege fyrr í dag með marki á 24. mínútu. Um var að ræða viðureign fornrna fjenda í belgíska fótboltanum en Anderlecht er í öðru sæti deildarinnar.

Fótbolti

Tumi Rúnars­son með fjögur mörk í sigri

Tumi Steinn Rúnarsson og Hannes Jón Jónsson halda áfram að gera það gott með Alpla HC Hard í austurríska handboltanum. Nú fyrir skömmu var leik þeirr við Linz að ljúka þar sem Hard bar sigurorð úr býtum 33-37 á útivell.

Handbolti

Ómar og Gísli í aðal­hlut­verkum hjá Magdeburg í dag

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon sáu til þess að Magdeburg yfir Flensburg á toppinn í þýska handboltanum í dag. Leikið var í Flensburg. Báðir voru með markahæstu mönnum og Gísli var að auki duglegur að finna sína menn.

Sport

Hákon: Þú vilt spila þessa leiki

Hákon Arnar Haraldsson fyrirliði er klár í slaginn fyrir úrslitastund íslenska landsliðsins í fótbolta gegn Úkraínu á morgun. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn og segir að þetta séu leikirnir sem leikmenn vilja spila.

Fótbolti

Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna

Haukar sóttu Málaga frá Spáni heim í dag í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikars kvenna. Málaga hafði unnið fyrri leikinn sannfærandi og sama var upp á tengingnum í dag. Lokastaðan 27-19 fyrir Málaga sem heldur áfram keppni.

Handbolti

Elvar  með flestar stoð­sendingar í sigri

Elvar Már Friðriksson og félagar í Anwil unnu annan leikinn í röð þegar Twarde voru lagðir af velli í pólsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Leikurinn endaði með 95-101 útisigri Anwil sem er í fjórða sæti deildarinnar.

Körfubolti

ÍBV með öruggan sigur í Garða­bænum

ÍBV jafnaði við ÍR og Val á toppi Olís deildar kvenna í handbolta í dag en leikið var í Garðabæ. Leikurinn var lokaleikur 9. umferðar deildarinnar og endaði 26-36. Stjarnan situr sem fastast á botni deildarinnar.

Handbolti

Åge Hareide glímir við sjúk­dóm

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, Åge Hareide, glímir við sjúkdóm en það kom fram á blaðamannafundi Ståle Solbakken fyrir leik Norðmanna og Ítalíu á morgun. Ekki hefur komið fram hverskonar sjúkdóm Åge glímir við.

Fótbolti

Arna og Sæ­dís spiluðu í sigri Våleranga

Arna Eiríksdóttir og Sædís Heiðarsdóttir byrjuðu báðar inn á þegar Våleranga bar sigurorð af Røa í lokaumferð Toppserien í Noregi í dag. Leikurinn endaði 1-0 fyrir heimakonur í Våleranga sem styrktu stöðu sína í öðru sæti deildarinnar.

Fótbolti

„Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“

Arnar Gunnlaugsson býr sig undir afar krefjandi leik Íslands gegn Úkraínu á morgun, um að komast í HM-umspilið í fótbolta. Hann segir alla sína lærisveina klára í slaginn og að liðið þurfi að sýna betri varnarleik en í Aserbaísjan á fimmtudaginn.

Fótbolti

Sel­foss lagði KA/Þór fyrir norðan

Selfoss vann KA/Þór nokkuð örugglega þegar upp var staðið í 9. umferð Olís deildar kvenna á Akureyri í dag. Lokatölur urðu 23-27 fyrir Selfyssinga sem taka skref frá fallsæti deildarinnar.

Handbolti