Sport

Gera grín að Jürgen Klopp

Jürgen Klopp var einu sinni stærsta hetjan í þýsku borginni Mainz en nú gera heimamenn bara grín að þessum fyrrum knattspyrnustjóra og leikmanni aðalfélags borgarinnar.

Fótbolti

Víkingar skipta um gír

Sölvi Geir Ottesen gengur stoltur frá fyrsta verkefni sínu sem þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta. Evrópudraumurinn er nú úti og leikmenn liðsins skipta um gír. Þeir snúa sér að undirbúningi fyrir komandi Íslandsmót.

Íslenski boltinn

Hinn reynslu­mikli Staf­ford eftir­sóttur

Ef það er eitthvað sem lið í NFL-deildinni elska þá eru það reynslumiklir leikstjórnendur. Hinn 37 ára gamli Matthew Stafford fellur í þann flokk og er talið að fleiri en eitt og fleiri en tvö lið renni hýru auga til leikmannsins sem er í dag samningsbundinn Los Angeles Rams.

Sport

„Settum í sjötta gír í seinni hálf­leik“

Elín Klara Þorkelsdóttir dró vagninn í sóknarleik Hauka þegar liðið tryggði sér farseðil í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í handbolta með sigri sínum gegn Gróttu í undanúrslitum keppninnar að Ásvöllum í kvöld. 

Handbolti

„Getum gengið stoltar frá borði“

Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir, fyrirliði Gróttu, skoraði sex mörk fyrir lið sitt þegar það laut í lægra haldi fyrir Haukum í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handbolta kvenna að Ásvöllum í kvöld. Karlotta gat fundið jákvæða punkta við frammistöðu Gróttuliðsins í leiknum þrátt fyrir tapið.

Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti

West Ham United lagði Leicester City nokkuð örugglega 2-0 í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Hamrarnir lyftu sér þar með upp við hlið Manchester United og Tottenham Hotspur í töflunni á meðan Refirnir eru áfram í fallsæti.

Enski boltinn

Bologna kom til baka gegn AC Milan

Bologna lagði AC Milan 2-1 í eina leik kvöldsins í Serie A, efstu deild karla á Ítalíu. Um var að ræða sjöunda tap Mílanó-manna á leiktíðinni og er liðið í 8. sæti sem stendur, átta stigum frá Meistaradeildarsæti.

Fótbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París

Íslensku landsliðsmennirnir lögðu sitt á vogarskálarnar þegar Veszprém hélt góðu gengi sínu í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta áfram með góðum útisigri á París Saint-Germain.

Handbolti

Magnaður Sig­valdi sökkti Mag­deburg

Sigvaldi Björn Guðjónsson fór mikinn þegar Kolstad lagði Magdeburg óvænt í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Þá átti Janus Daði Smárason góðan leik þegar Pick Szeged gerði jafntefli við Barcelona.

Handbolti

Eche­verri má loks spila fyrir Man City

Argentíski táningurinn Claudio Echeverri má nú spila fyrir enska knattspyrnuliðið Manchester City sem festi kaup á honum fyrir rúmu ári. Síðan þá hefur hann verið á láni hjá River Plate í heimalandinu.

Enski boltinn

Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar

Spánverjinn Andrés Iniesta er í hópi bestu og sigursælustu miðjumanna sögunnar. Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona og að tryggja Spánverjum heimsmeistaratitilinn árið 2010. Hann hefur líka mjög sérstakar skoðanir á hver sé besti fótboltamaður sögunnar.

Fótbolti

Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM

Fimm Íslendingar kepptu í sprettgöngu á HM í skíðagöngu í Noregi í dag. Einn þeirra, Fróði Hymer, lenti í vægast sagt leiðinlegu atviki því annar keppandi stal skíðunum hans.

Sport

„Litla höggið í sjálfs­traustið“

„Það er mikil tilhlökkun í hópnum og spenna fyrir þessum leik. Það er svolítið síðan við vorum þarna síðast svo það er auka spenna í loftinu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem mætir Val í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna að Ásvöllum klukkan 18:00 í kvöld.

Handbolti