Erlent

Rann­sakar Musk vegna fals­frétta í Brasilíu

Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði fyrir um að Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins X, sætti rannsókn fyrir að dreifa falsfréttum og að hindra framgang réttvísinnar. Musk segist ekki ætla að virða tilskipanir brasilískra dómstóla um að loka á nettröll.

Erlent

Etna blæs ó­trú­legum reykhringjum

Eldfjallið Etna á Sikiley, stærsta virka eldfjall í Evrópu, hefur blásið fallegum reykhringjum síðan á miðvikudag. Eldfjallafræðingur segir ekkert fjall hafa blásið jafnmörgum hringjum og Etna gerir nú.

Erlent

Tugir þúsunda mót­mæla Orbán í Búda­pest

Tugir þúsunda mótmæla ríkisstjórn Viktors Orbán í miðbæ Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands. Mótmælendur marséruðu að þinghúsinu og kölluðu „Við erum ekki hrædd“ og „Segðu af þér, Orbán!“

Erlent

Sögu­legur jarð­skjálfti skók austur­ströndina

Íbúar New York og nærliggjandi svæða fundu í dag fyrir sjaldgæfum jarðskjálfta. Jarðskjálfti þessi, sem fannst víða á norðanverðri austurströnd Bandaríkjanna, mældist 4,8 stig og eru upptök hans nærri Lebanon í New Jersey, um áttatíu kílómetra vestur af Manhattan.

Erlent

Starliner á loks að bera geim­fara

Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun.

Erlent

Reka tvo og refsa fleirum vegna á­rása á hjálparstarfsmenn

Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar.

Erlent

Bíræfnir þjófar stálu rúmum fjórum milljörðum

Bíræfnir þjófar stálu allt að þrjátíu milljónum dala úr peningageymslu í Los Angeles um páskana. Ránið er eitt það stærsta í sögu borgarinnar en þjófarnir brutu sér leið inn í bygginguna á páskadag og komust þar inn í stóra peningahvelfingu, án þess að gangsetja þjófavarnarkerfi.

Erlent

Sóða­legum skila­boðum rignir yfir breska þing­menn

Háttsettur þingmaður í Íhaldsmannaflokki Bretlands hefur viðurkennt að senda ókunnugum aðila á stefnumótaforriti persónuupplýsingar þingmanna og annarra. William Wragg, umræddur þingmaður, lét símanúmar annarra þingmanna af hendi eftir að hann sendi nektarmyndir af sjálfum sér á óprútna aðila.

Erlent

Biden krefst tafar­lauss vopna­hlés

Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist tafarlauss vopnahlés í símtali við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í dag. Hann sagði einnig að stuðningur Bandaríkjanna við aðgerðir Ísraelsmanna væri skilyrtur af því að gripið væri til alvöru aðgerða til að verja borgara og hjálparstarfsfólk á Gasasvæðinu.

Erlent

„Rúss­land getur ekki verið skot­mark íslamista“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu.

Erlent

Felldu þrjá slökkvi­liðs­menn með drónum í Karkív

Að minnsta kosti fjórir létu lífið í nótt þegar sjálfsprengidrónum var flogið á tvö fjölbýlishús og orkuver í Karkív, næst stærstu borg Úkraínu. Rússar hafa látið sprengjum rigna yfir borgina á undanförnum vikum og valdið þar miklum skemmdum og mannfalli.

Erlent

Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars.

Erlent

Fyrr­verandi dómarar saka Breta um brot á al­þjóða­lögum

Fyrrverandi dómarar við Hæstarétt Bretlands, þar á meðal fyrrverandi forseti réttarins, eru á meðal 600 lögfræðinga á Bretlandseyjum sem hafa undirritað bréf til stjórnvalda þar sem því er haldið fram að Bretar brjóti alþjóðalög með því að selja Ísraelum vopn.

Erlent