Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2025 19:17 Hin 25 ára Radhika Yadav var efnileg tenniskona fyrir nokkrum árum en þurfti að leggja skóna á hilluna vegna meiðsli og stofnaði þá tennisakademíu. Indverska tenniskonan Radhika Yadav var skotin til bana af föður sínum, Deepak Yadav, meðan hún eldaði morgunmat á heimili þeirra í þorpinu Wazirabad á Indlandi á fimmtudag. Radhika hlaut þrjú skotsár á baki og lést af sárum sínum áður en hún komst á spítala. Indverska lögreglan greinir frá andláti Yadav og fjallað er um málið í The Independent. Deepak skaut fimm sinnum úr skammbyssu sinni á dótturina og hæfðu þrjár kúlnanna hana í bakið. Atvikið átti sér stað um 10:30 að staðartíma og kom Kuldeep Yadav, föðurbróðir Radhiku, að henni hreyfingarlausri á gólfinu eftir að hafa heyrt skothljóðin gegnum loftið í íbúðinni fyrir neðan. „Sonur minn og ég fórum samstundis með hana á spítalann en hún var þá þegar farin,“ sagði Deepak við lögreglu en Radhika var tilkynnt látin við komuna á Marengo Asia-spítalann í borginni Gurugram, sem er staðsett í jaðri Nýju-Delíar. Vildi að dóttirin lokaði akademíunni Hinn 49 ára Deepak játaði að hafa myrt dóttur sína við lögreglu og sagði háðsglósur þopsbúa í Wazirabad um að hann lifði á tekjum dóttur sinnar hafa lagst þungt á sig. Sagði hann fólk hafa efast um heilindi dótturinnar vegna þessa og hann því beðið hana um að loka tennisakademíunni en hún neitað. Deepak er enn í gæsluvarðhaldi og hefur verið ákærður fyrir morð. Radhika var efnilegur tennisspilari og spilaði fyrir hönd Indlands á ýmsum alþjóðlegum mótum. Hún lagði skóna á hilluna vegna meiðsla og einbeitti sér þá að því að þjálfa yngri leikmenn í akademíu sinni í Gurugram. Lögregla segir fjárhagslegt sjálfstæði hennar eftir stofnun akademíunnar, viðveru á samélagsmiðlum og leik í tónlistarmyndbandi hafa reynt á fjölskylduböndin. Lögregluþjónninn Vinod Kumar útilokaði í samtali við CNN-News18 að um sæmdarmorð væri að ræða. Manju Yadav, móðir Radhiku, hafði lokað að sér í öðru herbergi vegna veikinda og varð ekki vitni að morðinu. Hún neitað að gefa frá sér skriflega yfirlýsingu. Indland Erlend sakamál Tennis Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Indverska lögreglan greinir frá andláti Yadav og fjallað er um málið í The Independent. Deepak skaut fimm sinnum úr skammbyssu sinni á dótturina og hæfðu þrjár kúlnanna hana í bakið. Atvikið átti sér stað um 10:30 að staðartíma og kom Kuldeep Yadav, föðurbróðir Radhiku, að henni hreyfingarlausri á gólfinu eftir að hafa heyrt skothljóðin gegnum loftið í íbúðinni fyrir neðan. „Sonur minn og ég fórum samstundis með hana á spítalann en hún var þá þegar farin,“ sagði Deepak við lögreglu en Radhika var tilkynnt látin við komuna á Marengo Asia-spítalann í borginni Gurugram, sem er staðsett í jaðri Nýju-Delíar. Vildi að dóttirin lokaði akademíunni Hinn 49 ára Deepak játaði að hafa myrt dóttur sína við lögreglu og sagði háðsglósur þopsbúa í Wazirabad um að hann lifði á tekjum dóttur sinnar hafa lagst þungt á sig. Sagði hann fólk hafa efast um heilindi dótturinnar vegna þessa og hann því beðið hana um að loka tennisakademíunni en hún neitað. Deepak er enn í gæsluvarðhaldi og hefur verið ákærður fyrir morð. Radhika var efnilegur tennisspilari og spilaði fyrir hönd Indlands á ýmsum alþjóðlegum mótum. Hún lagði skóna á hilluna vegna meiðsla og einbeitti sér þá að því að þjálfa yngri leikmenn í akademíu sinni í Gurugram. Lögregla segir fjárhagslegt sjálfstæði hennar eftir stofnun akademíunnar, viðveru á samélagsmiðlum og leik í tónlistarmyndbandi hafa reynt á fjölskylduböndin. Lögregluþjónninn Vinod Kumar útilokaði í samtali við CNN-News18 að um sæmdarmorð væri að ræða. Manju Yadav, móðir Radhiku, hafði lokað að sér í öðru herbergi vegna veikinda og varð ekki vitni að morðinu. Hún neitað að gefa frá sér skriflega yfirlýsingu.
Indland Erlend sakamál Tennis Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira