Reyna aftur að sigla til Gasa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. júlí 2025 14:44 Aðgerðasinnarnir tólf sem voru um borð í skútunni Madleen þegar Ísraelsher stöðvaði för þeirra. Nú reyna þau aftur að komast til Gasa. Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. „Við siglum af stað á ný. 13. júlí 2025 mun báturinn okkar Handala fara frá Siracusa á Ítalíu til að rjúfa ólöglegu herkví Ísraels. Þetta verkefni okkar er fyrir börnin á Gasa,“ segir í færslu á reikningi hópsins á X. Siglt var af stað fyrr í dag á bátnum Handala sem er nefndur eftir samnefndri palestínskri teiknimyndafíguru sem er berfætt flóttabarn sem snýr baki sínu gegn ójafnrétti. Hópurinn reyndi áður að sigla yfir til Gasa þann 1. júní en er þau nálguðust landið níu dögum síðar voru þau stöðvuð af Ísraelsher sem sendi hópinn aftur til síns heima. Þar á meðal var Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, heimsþekkt fyrir skólaverkföllin sín í þágu loftslagsaðgerða. Ekki liggur fyrir hvort að hún sé með í för að þessu sinni. Alvarlegt ástand á Gasa Alvarlegt ástand er á Gasaströndinni. Tíu manns létust í árás Ísraela er þau voru að reyna fylla brúsa af drykkjarvatni, þar af voru sex börn. Sextán manns særðust í árásinni. Nítján aðrir létust í dag er Ísraelsher gerði árás á íbúðarhúsnæði á miðri Gasaströndinni. Vitni sagði að um hafi verið að ræða drónaáras sem skaut á fólk í biðröð eftir vatni. Ísraelski herinn segir að árásin hafi verið vegna „tæknilegrar villu“ en áætlunin hafi verið að ráðast á hryðjuverkamenn. Vegna villunnar hafi árásin óvart beinst gegn almennum íbúum. Málið sé til skoðunar innanhúss. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem íbúar Gasa hafa verið drepnir í árásum er þau leita sér neyðaraðstoðar. 24 létust í samskonar aðstæðum í gær en þau voru í matarleit. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sögðu að hingað til hefðu að minnsta kosti 789 einstaklingar látist á meðan þau voru að leita sér mannúðaraðstoðar. Að auki hafi 183 látist nálægt slíkum stöðum. Gaza Humanitarian Foundation (GHF) hefur séð um að útdeila neyðaraðstoð á ákveðnum stöðum en eru samtökin rekin af Bandaríkjunum og Ísrael. Þau segja tölur Sameinuðu þjóðanna „falskar og misvísandi.“ Samkvæmt umfjöllun BBC er talið að rúmlega níutíu prósent heimila hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst. Þá er mikill skortur á öllum nauðsynjavörum, svo sem mat, drykkjarvatni, olíu og lyfjum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Sjá meira
„Við siglum af stað á ný. 13. júlí 2025 mun báturinn okkar Handala fara frá Siracusa á Ítalíu til að rjúfa ólöglegu herkví Ísraels. Þetta verkefni okkar er fyrir börnin á Gasa,“ segir í færslu á reikningi hópsins á X. Siglt var af stað fyrr í dag á bátnum Handala sem er nefndur eftir samnefndri palestínskri teiknimyndafíguru sem er berfætt flóttabarn sem snýr baki sínu gegn ójafnrétti. Hópurinn reyndi áður að sigla yfir til Gasa þann 1. júní en er þau nálguðust landið níu dögum síðar voru þau stöðvuð af Ísraelsher sem sendi hópinn aftur til síns heima. Þar á meðal var Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, heimsþekkt fyrir skólaverkföllin sín í þágu loftslagsaðgerða. Ekki liggur fyrir hvort að hún sé með í för að þessu sinni. Alvarlegt ástand á Gasa Alvarlegt ástand er á Gasaströndinni. Tíu manns létust í árás Ísraela er þau voru að reyna fylla brúsa af drykkjarvatni, þar af voru sex börn. Sextán manns særðust í árásinni. Nítján aðrir létust í dag er Ísraelsher gerði árás á íbúðarhúsnæði á miðri Gasaströndinni. Vitni sagði að um hafi verið að ræða drónaáras sem skaut á fólk í biðröð eftir vatni. Ísraelski herinn segir að árásin hafi verið vegna „tæknilegrar villu“ en áætlunin hafi verið að ráðast á hryðjuverkamenn. Vegna villunnar hafi árásin óvart beinst gegn almennum íbúum. Málið sé til skoðunar innanhúss. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem íbúar Gasa hafa verið drepnir í árásum er þau leita sér neyðaraðstoðar. 24 létust í samskonar aðstæðum í gær en þau voru í matarleit. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sögðu að hingað til hefðu að minnsta kosti 789 einstaklingar látist á meðan þau voru að leita sér mannúðaraðstoðar. Að auki hafi 183 látist nálægt slíkum stöðum. Gaza Humanitarian Foundation (GHF) hefur séð um að útdeila neyðaraðstoð á ákveðnum stöðum en eru samtökin rekin af Bandaríkjunum og Ísrael. Þau segja tölur Sameinuðu þjóðanna „falskar og misvísandi.“ Samkvæmt umfjöllun BBC er talið að rúmlega níutíu prósent heimila hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst. Þá er mikill skortur á öllum nauðsynjavörum, svo sem mat, drykkjarvatni, olíu og lyfjum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Sjá meira