Erlent

Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Trump virðist hafa gælt við þá hugmynd að þvinga Pútín að samningaborðinu með valdi.
Trump virðist hafa gælt við þá hugmynd að þvinga Pútín að samningaborðinu með valdi. Getty/Win McNamee

Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa spurt Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta að því á dögunum hvort Úkraínumenn gætu gert árás á Moskvu eða St. Pétursborg.

Frá þessu greindi Financial Times.

„Algjörlega, ef þú getur séð okkur fyrir vopnum,“ er Selenskí sagður hafa svarað.

Um var að ræða símasamtal milli Trump og Selenskí þann 4. júlí síðastliðinn en samkvæmt Financial Times virtist fyrrnefndi opinn fyrir hugmyndinni um að láta Rússana „finna fyrir því“ til að þvinga þá að samningaborðinu.

Trump gerði hins vegar lítið úr spurningum sínum til Selenskí í gær og sagði aðspurður að Úkraínumenn ættu ekki að gera atlögu að Moskvu. Þá ætluðu Bandaríkjamenn ekki að leggja þeim til langdræg vopn.

„Við ætlum að sjá hvað gerist með Pútín. Hingað til hefur hann valdið mér vonbrigðum. Ég hef stöðvað mörg stríð á síðustu þremur mánuðum en mér hefur ekki tekist að stöðva þetta. Þetta er Biden-stríð, þetta er ekki Trump-stríð. Ég er hérna til að reyna að klóra okkur út úr þessu klúðri,“ sagði forsetinn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×