Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Agnar Már Másson skrifar 10. júlí 2025 22:55 Donald Trump skömmu eftir að hann var skotinn í eyrað. Getty Sex starfsmönnum bandarísku öryggisþjónustunnar er vikið tímabundið úr starfi í tengslum við banatilræði gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta í júlí í fyrra. Þetta tilkynnti bandaríska öryggisþjónustan í dag en starfsmennirnir komu allir að öryggisgæslu á kosningafundi þar sem vopnaður maður reyndi að myrða Donald Trump fyrir rétt tæpu ári. New York Times hefur eftir yfirlýsingu frá stofnuninni að starfsmönnunum verði vikið úr starfi í um 10 til 42 daga án launa. Ekki er gefin upp tímasetning á brottvikningunum eða nöfn fulltrúanna sem vikið er tímabundið úr starfi, með vísan til persónuverndarlaga. Allir sex hafi verið settir í takmörkuð störf eftir skotárásina meðan stofnunin framkvæmdi innri skoðun. Ungur lágtsettur fulltrúi sem var í öryggisteymi Trumps fær lengstu brottvísunina, samkvæmt heimildarmönnum Times. Sá fulltrúi sé einnig sá eini í þeirri öryggissveit sem vikið var úr starfi. Stofnunin hefur sætt mikilli gagnrýni síðan 20 ára gömlum manni tókst að skjóta nokkrum skotum að Trump er hann stóð við ræðuhöld á sviði á kosningafundi 13. júlí 2024 í Butler í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna. Þetta var fyrsta banatilræðið síðan 1981 þar sem sitjandi eða fyrrverandi forseti særist en kúla strauk eyra Trumps. Slökkviliðsmaðurinn Corey Comperatore lést í árásinni og tveir aðrir viðstaddir særðust. Árásarmaðurinn var felldur af öryggisþjónumönnum. Yfirmaður stofnunarinnar á þeim tíma, Kimberly A. Cheatle, sagði af sér skömmu síðar. Þingmenn hafa kallað eftir því að leiðtogar stofnunarinnar dragi þá til ábyrgðar sem hana bera. Annað banatilræði beindist að Trump í september, þegar hann var að spila golf í Flórídaríki. „Reynsla mín frá 13. júní hefur verið mér efst í huga,“ er haft eftir Sean M. Curran, forstjóra öryggisþjónustunnar, í yfirlýsingunni en hann var einmitt einn þeirra lífvarða sem stökku fyrir framan forsetann þegar skotárásin var gerð. Trump gerði Curran að forstjóra stofnunarinnar þegar hann steig aftur í embætti forseta. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Þetta tilkynnti bandaríska öryggisþjónustan í dag en starfsmennirnir komu allir að öryggisgæslu á kosningafundi þar sem vopnaður maður reyndi að myrða Donald Trump fyrir rétt tæpu ári. New York Times hefur eftir yfirlýsingu frá stofnuninni að starfsmönnunum verði vikið úr starfi í um 10 til 42 daga án launa. Ekki er gefin upp tímasetning á brottvikningunum eða nöfn fulltrúanna sem vikið er tímabundið úr starfi, með vísan til persónuverndarlaga. Allir sex hafi verið settir í takmörkuð störf eftir skotárásina meðan stofnunin framkvæmdi innri skoðun. Ungur lágtsettur fulltrúi sem var í öryggisteymi Trumps fær lengstu brottvísunina, samkvæmt heimildarmönnum Times. Sá fulltrúi sé einnig sá eini í þeirri öryggissveit sem vikið var úr starfi. Stofnunin hefur sætt mikilli gagnrýni síðan 20 ára gömlum manni tókst að skjóta nokkrum skotum að Trump er hann stóð við ræðuhöld á sviði á kosningafundi 13. júlí 2024 í Butler í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna. Þetta var fyrsta banatilræðið síðan 1981 þar sem sitjandi eða fyrrverandi forseti særist en kúla strauk eyra Trumps. Slökkviliðsmaðurinn Corey Comperatore lést í árásinni og tveir aðrir viðstaddir særðust. Árásarmaðurinn var felldur af öryggisþjónumönnum. Yfirmaður stofnunarinnar á þeim tíma, Kimberly A. Cheatle, sagði af sér skömmu síðar. Þingmenn hafa kallað eftir því að leiðtogar stofnunarinnar dragi þá til ábyrgðar sem hana bera. Annað banatilræði beindist að Trump í september, þegar hann var að spila golf í Flórídaríki. „Reynsla mín frá 13. júní hefur verið mér efst í huga,“ er haft eftir Sean M. Curran, forstjóra öryggisþjónustunnar, í yfirlýsingunni en hann var einmitt einn þeirra lífvarða sem stökku fyrir framan forsetann þegar skotárásin var gerð. Trump gerði Curran að forstjóra stofnunarinnar þegar hann steig aftur í embætti forseta.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira