
Fótbolti

Sautján ára stelpa bætti met Ansu Fati
Hin sautján ára gamla Vicky López kom sér í sögubækurnar hjá Barcelona í gær þegar hún skoraði á móti Real Madrid í El Clasico.

Liverpool stjarnan fagnaði EM sætinu með því að skála í stúkunni
Dominik Szoboszlai átti flottan leik í gær þegar Ungverjar tryggðu sér sigur í sínum riðli í undankeppni EM en þeir höfðu þremur dögum fyrr tryggt sér sæti á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar.

Íslendingar halda með Tékkum í kvöld: Umspilið undir
Það er ekki bara mikið undir hjá Tékklandi og Moldóvu í Olomouc í kvöld þegar þjóðirnar mætast í lokaleik sínum í undankeppni EM í fótbolta.

Gerrard skiptir um skoðun og segir Ronaldo besta leikmann allra tíma
Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði Liverpool og núverandi þjálfari Al-Ettifaq, virðist vera búinn að skipta um skoðun á því hver besti leikmaður allra tíma er.

Völdu byrjunarliðið fyrir umspilið: Orri fremstur en ósammála um markmanninn
Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson fengu það verkefni að velja byrjunarlið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir EM-umspilið sem það fer væntanlega í mars á næsta ári.

Kevin De Bruyne: Þetta er ekki ég
Belgíski knattspyrnumaðurinn Kevin De Bruyne neitar því að hafa komið eitthvað nálægt því að semja nýja lagið hjá kanadíska rapparanum Drake.

Skoraði tíu mörk á móti unglingaliði Liverpool
Chido Obi-Martin er nafn sem fótboltaáhugafólk á örugglega eftir að heyra mikið af í framtíðinni.

Hundrað leikmenn meiddir í ensku úrvalsdeildinni
Er of mikið álag á bestu fótboltamönnum heims? Þegar þú skoðar meiðslalistann í ensku úrvalsdeildinni þá blasir svarið eiginlega við.

„Margir góðir vinir mínir búa enn í Grindavík eða eiga fjölskyldu þar“
Landsliðsfyrirliðinn Alfreð Finnbogason á rætur að rekja til Grindavíkur og var spurður út í sinn gamla heimabæ eftir tap Íslands í Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu.

Elísabet neitaði þjálfarastarfi hjá karlaliði í efstu deild í Svíþjóð
Elísabet Gunnarsdóttir veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en hefur áhuga á þjálfunarstarfi í einhverri af stærri deildum Evrópu. Hún hafnaði boði um að gerast aðstoðarþjálfari hjá liði í efstu deild karla í Svíþjóð.

Áfall fyrir ungu stjörnuna hjá Barcelona og spænska landsliðinu
Spænski landsliðsmaðurinn Gavi sleit krossband í leik Spánar og Georgíu í undankeppni EM í gær.

Telur Ísland geta byggt á þessu fyrir mögulegt umspil
„Við höfum verið að reyna mismunandi hluti en ég tel okkur hafa fundið kerfið og hvernig við viljum spila,“ sagði Åge Hareide eftir 2-0 tap Íslands gegn Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM karla í knattspyrnu.

Skotland og Noregi gerðu jafntefli í stórskemmtilegum leik
Leikjum dagsins í undankeppni EM karla í knattspyrnu er nú lokið. Skotland og Noregur gerðu 3-3 jafntefli, Spánn vann 3-1 sigur á Georgíu á meðan Slóvakía og Lúxemborg unnu útisigra í riðli Íslands.

Umfjöllun: Portúgal - Ísland 2-0 | Tap gegn fullkomna liðinu og óvíst hvað tekur við
Ísland lék í kvöld sinn síðasta leik í undankeppninni fyrir EM 2024 í fótbolta er liðið sótti Portúgal heim. Heimamenn unnu 2-0 sigur og áttu því fullkomna undankeppni en þeir unnu alla tíu leiki sína. Ísland endaði í 4. sæti J-riðils með tíu stig.

Jóhann Berg: „Þetta er eitt skref fram á við“
Íslenska landsliðið tapaði 2-0 ytra gegn Portúgal í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2024. Liðið bætti þó heildarframmistöðu sína mjög eftir slakan leik gegn Slóvakíu síðastliðinn fimmtudag.

Sjáðu mörkin sem fullkomnuðu fullkomna undankeppni Portúgals
Portúgal lagði Ísland 2-0 í lokaleik liðanna í undankeppni EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. Portúgal vann alla tíu leiki sína í undankeppninni og lýkur henni því með fullt hús stiga.

Jón Dagur um Ronaldo: „Hann ýtti mér eitthvað“
„Við vorum helvíti þéttir. Auðvitað fengu þeir einhverja sénsa í endann en frammistaðan, sérstaklega varnarleikurinn, er eitthvað sem við getum byggt á,“ sagði Jón Dagur Þorsteinsson, kantmaður Íslands, eftir 2-0 tapið gegn Portúgal í lokaleik undankeppni EM í fótbolta í kvöld.

„Þurfum að halda í það sem við erum góðir í“
„Mér fannst þetta mjög fínt, vörðumst vel og vorum þéttir,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson, varnarmaður Íslands, um 2-0 tap liðsins gegn Portúgal ytra í lokaleik undankeppni EM 2024. Þrátt fyrir tap sagði Guðlaugur Victor að það væru nokkrir ljósir punktar í frammistöðu kvöldsins.

Einkunnir Íslands gegn Portúgal: Hákon Rafn framúrskarandi þrátt fyrir mistök í markinu
Ísland tapaði síðasta leik sínum í undankeppni EM 2024 gegn Portúgal ytra, 2-0. Heilt yfir átti íslenska liðið fínan leik og spilaði mun betur en í síðasta leik gegn Slóvakíu. Tveir menn enduðu jafnir með hæstu einkunn, Hákon Rafn og Arnór Sigurðsson. Báðir áttu þeir frábæran leik, en lækkuðu aðeins í einkunn eftir mistök sem leiddu að marki.

Tapið í Portúgal á Twitter: „Þetta er markmaður númer 1 hjá okkur“
Ísland tapaði 2-0 gegn Portúgal í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2024.

Bayern aftur á toppinn
Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í vörn Bayern München þegar liðið tyllti sér á topp þýsku úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu.

Lukaku skoraði fernu í fyrri hálfleik
Belgía rúllaði Aserbaísjan upp í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024. Þá vann Svíþjóð 2-0 sigur á Eistlandi.

Byrjunarlið Íslands í Portúgal: Sex breytingar
Byrjunarlið Íslands fyrir lokaleik liðsins í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu er klárt.

Man City fór með sigur af hólmi á Old Trafford
Nágrannarnir og fjendurnir í Manchester United og City mættust í stórleik ensku úrvalsdeildar kvenna á Old Trafford í dag. Gestirnir fóru með 3-1 sigur af hólmi.

Þrír sendir heim fyrir leikinn mikilvæga gegn Moldóvu
Tékkland og Moldóva mætast á mánudag í leik sem sker úr um hvor þjóðin kemst á EM 2024 í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi. Tékkland verður án þriggja nokkuð sterkra leikmanna en þremenningarnir voru sendir heim fyrir agabrot.

Segir James óstöðvandi í þessum ham og lét svo rétthafa heyra það
Emma Hayes, þjálfari Englandsmeistara Chelsea, sparaði ekki stóru orðin um Lauren James eftir 5-1 sigur liðsins á Liverpool. Þá lét hún stjórnendur efstu deildar kvenna í Englandi sem og sjónvarpsréttahafa heyra það en leikurinn var sá þriðji á aðeins sex dögum hjá Chelsea.

Ungverjaland og Serbía á EM
Ungverjaland og Serbía eru komin á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024.

Bruno sér hættuna við lið Íslands sem hefur að engu að keppa
Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United og portúgalska landsliðsins, segist eiga von á erfiðum leik við Ísland líkt og hann og liðsfélagar hans upplifðu í Reykjavík fyrr á árinu. Leikurinn verði góð prófraun fyrir Portúgal sem hefur unnið alla sína leik í undankeppni EM til þessa.

Upphitun fyrir Portúgal – Ísland: Á ferð með Gumma Ben í Tuk Tuk um götur Lissabon
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta heimsækir Portúgal á José Alvalade leikvanginum í Lissabon í kvöld. Um er að ræða lokaleik liðsins í undankeppni EM 2024.

Óvissa uppi varðandi þátttöku Arnórs í kvöld
Óvíst er hvort Arnór Ingvi Traustason muni geta tekið þátt í leik Íslands við Portúgal í Lissabon í kvöld í lokaumferð undankeppni EM 2024 í fótbolta.