Fótbolti

Þor­­steinn kynnti Banda­ríkjafarana

Sindri Sverrisson skrifar
Þorsteinn Halldórsson hefur nú valið landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Bandaríkin, eftir að hafa stýrt liðinu beint inn á EM í Sviss, án þess að þurfa að fara í umspil nú í haust.
Þorsteinn Halldórsson hefur nú valið landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Bandaríkin, eftir að hafa stýrt liðinu beint inn á EM í Sviss, án þess að þurfa að fara í umspil nú í haust. vísir/Anton

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í vináttulandsleikjum ytra síðar í þessum mánuði. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kynnti val sitt á landsliðshópnum og svaraði spurningum fjölmiðla á blaðamannafundi í dag.

Segja má að undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir EM í Sviss á næsta ári sé hafinn. Fyrri leikurinn við Bandaríkin verður fimmtudagskvöldið 24. október í Austin í Texas, og seinni leikurinn sunnudaginn 27. október í Nashville í Tennessee.

Klippa: Blaðamannafundur KSÍ

Þorsteinn hefur nú valið landsliðshóp sinn fyrir Bandaríkjaförina og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. Upptöku af fundinum má sjá að ofan.

Ein breyting er á landsliðshópnum frá síðustu leikjum, þegar Ísland kom sér inn á EM með sigri gegn Þýskalandi í sumar, en Sædís Rún Heiðarsdóttir snýr aftur í hópinn í stað Kristínar Dísar Árnadóttur.

Landsliðshópur Íslands sem mætir Bandaríkjunum.KSÍ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×