„Ísak er búinn að hjálpa mér mjög mikið“ Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2024 16:15 Valgeir Lunddal Friðriksson með hendur á lofti á æfingu íslenska landsliðins í Kaplakrika. VÍSIR/VILHELM Valgeir Lunddal Friðriksson er búinn að koma sér vel fyrir hjá Düsseldorf í Þýskalandi og ætlar að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu. Liðið á fyrir höndum leiki við Wales og Tyrkland í Þjóðadeildinni, á föstudag og mánudag. Valgeir er í baráttu um bakvarðarstöðu í íslenska landsliðinu og sömuleiðis hjá Düsseldorf en þar hefur hann verið í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum, og komið við sögu í öllum leikjum síðan hann mætti til Þýskalands frá Häcken í Svíþjóð í lok ágúst. Hjá Düsseldorf hitti Valgeir fyrir félaga sinn úr landsliðinu, Ísak Bergmann Jóhannesson, sem hefur reynst honum góður stuðningur. „Þetta er mjög góður staður til að vera á. Ég hafði samband við Ísak áður en ég fór í lengri viðræður við þá og hann sagði bara góða hluti um klúbbinn og staðinn. Í sjálfu sér var því „no brainer“ fyrir mig að fara þangað. Fullkomið næsta skref fyrir mig. Ísak er búinn að hjálpa mér mjög mikið síðan að ég mætti þarna út. Ég er mjög þakklátur fyrir hann,“ sagði Valgeir í samtali við Val Pál Eiríksson á hóteli íslenska landsliðsins hér í Reykjavík. Ísak Bergmann Jóhannesson kom ári á undan Valgeiri til Düsseldorf og hefur hjálpað honum að koma sér fyrir.Getty/Daniel Löb Valgeiri þykir vænt um árin sín í Svíþjóð: „Ég átti mjög góðan tíma í Svíþjóð og við unnum allt sem hægt var að vinna. Skrifuðum söguna fyrir klúbbinn á þessum þremur og hálfu ári. Í sjálfu sér var því erfitt að fara en þetta var ekki lokastaður fyrir mig. Ég vildi að sjálfsögðu taka næsta skref lengra og það er mjög gott að vera kominn í umhverfi eins og hjá Düsseldorf.“ Þurfum að nýta að þeir nenna ekki núll gráðum og vindi Valgeir kom inn á sem varamaður í síðasta landsleik, gegn Tyrklandi ytra í september, og lék þá sinn ellefta A-landsleik. „Ég var búinn að vera svolítið meiddur þegar ég kom hingað heim [í september] og þurfti að vinna mig upp úr því í síðasta landsleikjaglugga. Ég náði því og tók þrjátíu mínútur á móti Tyrklandi. Hefði mögulega getað spilað aðeins meira, en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa spilað þarna og komið mér aðeins aftur inn í landsliðið. Ég er búinn að vera svolítið meiddur, þannig að ég er mjög ánægður með að vera kominn í hópinn og að geta sýnt mig,“ sagði Valgeir sem er núna fullkomlega klár í slaginn og ætlar að festa sér byrjunarliðssæti í landsliðinu: „Algjörlega. Núna er ég kominn á góðan stað, hef verið að spila alla leiki í Þýskalandi og auðvitað er markmiðið alltaf að eiga heima í þessu landsliði. Vonandi get ég sýnt það núna og á næstunni. Við þurfum að hefna fyrir tapið gegn Tyrklandi og helst taka 4-6 stig út úr þessum glugga. Þessi leikur við Wales [á föstudag] verður erfiður, eins og alltaf, en við þurfum að nýta okkur að það nennir enginn að koma hingað í núll gráður og vind. Við þurfum að hamra aðeins á þá.“ Klippa: Valgeir mætir kokhraustur í Dalinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Sjá meira
Valgeir er í baráttu um bakvarðarstöðu í íslenska landsliðinu og sömuleiðis hjá Düsseldorf en þar hefur hann verið í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum, og komið við sögu í öllum leikjum síðan hann mætti til Þýskalands frá Häcken í Svíþjóð í lok ágúst. Hjá Düsseldorf hitti Valgeir fyrir félaga sinn úr landsliðinu, Ísak Bergmann Jóhannesson, sem hefur reynst honum góður stuðningur. „Þetta er mjög góður staður til að vera á. Ég hafði samband við Ísak áður en ég fór í lengri viðræður við þá og hann sagði bara góða hluti um klúbbinn og staðinn. Í sjálfu sér var því „no brainer“ fyrir mig að fara þangað. Fullkomið næsta skref fyrir mig. Ísak er búinn að hjálpa mér mjög mikið síðan að ég mætti þarna út. Ég er mjög þakklátur fyrir hann,“ sagði Valgeir í samtali við Val Pál Eiríksson á hóteli íslenska landsliðsins hér í Reykjavík. Ísak Bergmann Jóhannesson kom ári á undan Valgeiri til Düsseldorf og hefur hjálpað honum að koma sér fyrir.Getty/Daniel Löb Valgeiri þykir vænt um árin sín í Svíþjóð: „Ég átti mjög góðan tíma í Svíþjóð og við unnum allt sem hægt var að vinna. Skrifuðum söguna fyrir klúbbinn á þessum þremur og hálfu ári. Í sjálfu sér var því erfitt að fara en þetta var ekki lokastaður fyrir mig. Ég vildi að sjálfsögðu taka næsta skref lengra og það er mjög gott að vera kominn í umhverfi eins og hjá Düsseldorf.“ Þurfum að nýta að þeir nenna ekki núll gráðum og vindi Valgeir kom inn á sem varamaður í síðasta landsleik, gegn Tyrklandi ytra í september, og lék þá sinn ellefta A-landsleik. „Ég var búinn að vera svolítið meiddur þegar ég kom hingað heim [í september] og þurfti að vinna mig upp úr því í síðasta landsleikjaglugga. Ég náði því og tók þrjátíu mínútur á móti Tyrklandi. Hefði mögulega getað spilað aðeins meira, en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa spilað þarna og komið mér aðeins aftur inn í landsliðið. Ég er búinn að vera svolítið meiddur, þannig að ég er mjög ánægður með að vera kominn í hópinn og að geta sýnt mig,“ sagði Valgeir sem er núna fullkomlega klár í slaginn og ætlar að festa sér byrjunarliðssæti í landsliðinu: „Algjörlega. Núna er ég kominn á góðan stað, hef verið að spila alla leiki í Þýskalandi og auðvitað er markmiðið alltaf að eiga heima í þessu landsliði. Vonandi get ég sýnt það núna og á næstunni. Við þurfum að hefna fyrir tapið gegn Tyrklandi og helst taka 4-6 stig út úr þessum glugga. Þessi leikur við Wales [á föstudag] verður erfiður, eins og alltaf, en við þurfum að nýta okkur að það nennir enginn að koma hingað í núll gráður og vind. Við þurfum að hamra aðeins á þá.“ Klippa: Valgeir mætir kokhraustur í Dalinn
Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Sjá meira