Fótbolti

Åge Hareide: Svartur fimmtu­dagur fyrir Ís­land

Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var að vonum ósáttur við það hvernig leikurinn fór, hvernig frammistaðan var og talaði um svartan dag fyrir liðið sitt. Ísland steinlá fyrir Slóvökum 4-2 en það verður að horfa til þess að íslenska liðið átti í fullu tréi við það slóvaska á Laugardalsvelli fyrr á þessu ári.

Fótbolti

„Upp­skriftin í okkar leikjum í þessum riðli“

Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var að vonum hundsvekktur eftir frammistöðu Íslands í 4-2 tapinu gegn Slóvakíu í Bratislava í kvöld. Tapið þýðir að von Íslands um að komast upp úr J-riðli er endanlega úr sögunni, en Slóvakar fögnuðu EM-sæti.

Fótbolti

Fyrsta tapið kom í Wales

Íslenska U-21 árs landslið drengja í knattspyrna tapaði 1-0 ytra gegn Wales í þriðju umferð undankeppni EM 2025. Ísland hafði unnið fyrstu tvo leiki undankeppninnar.

Fótbolti

„Þessu er ekki lokið“

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, er brattur fyrir leik liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í Bratislava í kvöld. Ísland þarf sigur úr leiknum til að halda möguleikum sínum í riðlinum á EM sæti lifandi fyrir lokaumferðina. Jafntefli eða sigur Slóvakíu tryggir þeim EM sæti.

Fótbolti

„Vonandi getum við skemmt partýið“

Jóhann Berg Guð­munds­son mun bera fyrir­liða­bandið er Ís­land heim­sækir Slóvakíu í undan­keppni EM í fót­bolta í Bratislava í kvöld. Ís­lenska liðið á harma að hefna eftir fyrri leik liðanna fyrr á árinu og ætlar sér að skemma partý­höld Slóvaka sem geta tryggt sér EM sæti með jafn­tefli eða sigri.

Fótbolti