Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Valur Páll Eiríksson skrifar 12. febrúar 2025 13:47 Gianni Infantino má að líkindum ekki fá sér í glas í Sádi-Arabíu, líkt og hann gat þökk sé undanþágum á HM í Katar. Harold Cunningham - FIFA/FIFA via Getty Images Engin áfengisneysla verður heimiluð á HM 2034 í Sádi-Arabíu samkvæmt sendiherra landsins í Bretlandi. Engar undanþágur verði gefnar í kringum mótið. Sádi-Arabía mun halda HM karla í fótbolta árið 2034. Það var tilkynnt í lok síðasta árs en þá hafði verið ljóst um hríð að aðrir mótshaldarar kæmu ekki til greina eftir snilldarlega fléttu Gianni Infantino, forseta FIFA. Sádar verða annað ríkið í Miðausturlöndum til að halda heimsmeistaramót en Katar hélt mótið árið 2022. Katarar gerðu undantekningar á lögum ríkisins um áfengisneyslu í kringum það mót. Áfengisneysla er ólögleg í Sádi-Arabíu og samkvæmt sendiherra Sádi-Arabíu í Bretlandi munu Sádar ekki fara sömu leið og Katarar. Engar undantekningar verði gefnar. „Það verður ekkert áfengi leyfilegt,“ segir prins Khalid bin Bandar Al Saud, sendiherra Sáda í Bretlandi, í samtali við breska miðilinn LBC. Hann segir enn fremur að neysla áfengis verði bönnuð á hótelum, veitingastöðum sem og knattspyrnuleikvöngum. Segir samkynhneigða velkomna Mannréttindastaða í Sádi-Arabíu hefur sætt gagnrýni og ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins, að veita ríkinu rétt til að halda HM þrátt fyrir það. Samkvæmt mannréttindasamtökunum Amnesty International hafa sádi-arabísk stjórnvöld ekki tekið fleiri af lífi síðan 1990 en í ár. Í september höfðu sádísk stjórnvöld tekið 198 manns af lífi, þar af 53 vegna eiturlyfjaneyslu. Einnig hefur fólk verið tekið af lífi vegna samkynhneigðar. Aðspurður um hvort samkynhneigðir verði velkomnir á mótið eftir níu ár segir áðurnefndur Al Saud: „Allir verða boðnir velkomnir til Sádi. Þetta er ekki sádískur viðburður, þetta er heimsviðburður. Að stórum hluta munum við bjóða alla velkomna sem vilja koma.“ Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn HM 2034 í fótbolta FIFA Mannréttindi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Sádi-Arabía mun halda HM karla í fótbolta árið 2034. Það var tilkynnt í lok síðasta árs en þá hafði verið ljóst um hríð að aðrir mótshaldarar kæmu ekki til greina eftir snilldarlega fléttu Gianni Infantino, forseta FIFA. Sádar verða annað ríkið í Miðausturlöndum til að halda heimsmeistaramót en Katar hélt mótið árið 2022. Katarar gerðu undantekningar á lögum ríkisins um áfengisneyslu í kringum það mót. Áfengisneysla er ólögleg í Sádi-Arabíu og samkvæmt sendiherra Sádi-Arabíu í Bretlandi munu Sádar ekki fara sömu leið og Katarar. Engar undantekningar verði gefnar. „Það verður ekkert áfengi leyfilegt,“ segir prins Khalid bin Bandar Al Saud, sendiherra Sáda í Bretlandi, í samtali við breska miðilinn LBC. Hann segir enn fremur að neysla áfengis verði bönnuð á hótelum, veitingastöðum sem og knattspyrnuleikvöngum. Segir samkynhneigða velkomna Mannréttindastaða í Sádi-Arabíu hefur sætt gagnrýni og ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins, að veita ríkinu rétt til að halda HM þrátt fyrir það. Samkvæmt mannréttindasamtökunum Amnesty International hafa sádi-arabísk stjórnvöld ekki tekið fleiri af lífi síðan 1990 en í ár. Í september höfðu sádísk stjórnvöld tekið 198 manns af lífi, þar af 53 vegna eiturlyfjaneyslu. Einnig hefur fólk verið tekið af lífi vegna samkynhneigðar. Aðspurður um hvort samkynhneigðir verði velkomnir á mótið eftir níu ár segir áðurnefndur Al Saud: „Allir verða boðnir velkomnir til Sádi. Þetta er ekki sádískur viðburður, þetta er heimsviðburður. Að stórum hluta munum við bjóða alla velkomna sem vilja koma.“
Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn HM 2034 í fótbolta FIFA Mannréttindi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira