Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2025 10:00 Hinn úkraínski Vitaliy Mykolenko hefur staðið sig vel í liði Everton. Getty/Chris Brunskill Vitalii Mykolenko verður væntanlega í vörn Everton gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta annað kvöld. Hann byrjar hins vegar daginn líkt og aðra daga, á því að hringja í foreldra sína til Úkraínu. Á meðan að Mykolenko sinnir starfi sínu sem fótboltamaður í Englandi þá eru Olesia mamma hans og Sergei pabbi hans enn búsett í Úkraínu, nærri Kiev. Úkraína þarf enn að verjast árásum Rússlands, nú þegar tæp þrjú ár eru síðan að Rússar réðust inn í Úkraínu, og á meðan að sprengjur eru enn að lenda á úkraínskri jörð er Mykolenko aldrei alveg öruggur þegar hann vaknar á morgnana og hringir í mömmu og pabba. „Ég spyr: Er í lagi með ykkur? Stundum koma slæmar fréttir og þau gátu ekki sofið en stundum er allt í góðu,“ segir Mykolenko í viðtali við Daily Mirror. „Þetta er erfitt fyrir mig en enn erfiðara fyrir þau því þau eru þarna. Þau vita aldrei hvað mun gerast þessa nótt eða næstu nótt, þegar enn er verið að varpa sprengjum á nóttunni. Maður veit aldrei,“ segir Mykolenko. Í grein Mirror segir að pabbi Mykolenkos hafi tekið þátt í stríðinu og að hann eigi einnig marga félaga úr sínu gamla liði Dynamo Kiev. Hann heyri því hryllingssögurnar og að á meðan að heimurinn virðist ekki lengur upptekinn af stríðinu þá geysi það því miður enn. „Vonandi lýkur þessu einn daginn,“ sagði Mykolenko sem hefur þótt standa sig vel með Everton en þessi 25 ára, vinstri bakvörður er á sinni fjórðu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Á meðan að Mykolenko sinnir starfi sínu sem fótboltamaður í Englandi þá eru Olesia mamma hans og Sergei pabbi hans enn búsett í Úkraínu, nærri Kiev. Úkraína þarf enn að verjast árásum Rússlands, nú þegar tæp þrjú ár eru síðan að Rússar réðust inn í Úkraínu, og á meðan að sprengjur eru enn að lenda á úkraínskri jörð er Mykolenko aldrei alveg öruggur þegar hann vaknar á morgnana og hringir í mömmu og pabba. „Ég spyr: Er í lagi með ykkur? Stundum koma slæmar fréttir og þau gátu ekki sofið en stundum er allt í góðu,“ segir Mykolenko í viðtali við Daily Mirror. „Þetta er erfitt fyrir mig en enn erfiðara fyrir þau því þau eru þarna. Þau vita aldrei hvað mun gerast þessa nótt eða næstu nótt, þegar enn er verið að varpa sprengjum á nóttunni. Maður veit aldrei,“ segir Mykolenko. Í grein Mirror segir að pabbi Mykolenkos hafi tekið þátt í stríðinu og að hann eigi einnig marga félaga úr sínu gamla liði Dynamo Kiev. Hann heyri því hryllingssögurnar og að á meðan að heimurinn virðist ekki lengur upptekinn af stríðinu þá geysi það því miður enn. „Vonandi lýkur þessu einn daginn,“ sagði Mykolenko sem hefur þótt standa sig vel með Everton en þessi 25 ára, vinstri bakvörður er á sinni fjórðu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira