Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2025 07:30 Úlfur Arnar Jökulsson var í tvígang nálægt því að koma Fjölni aftur upp í Bestu deildina. vísir/Diego Fótboltaþjálfaranum Úlfi Arnari Jökulssyni, sem síðustu tvö ár hefur verið með Fjölni í harðri baráttu um sæti í Bestu deild karla, var í gær óvænt vikið úr starfi. Knattspyrnudeild Fjölnis greindi frá því í gærkvöld að búið væri að rifta ráðningarsamningi við Úlf og er honum þar þakkað fyrir áralangt samstarf. Tímasetning ákvörðunarinnar vekur sérstaklega athygli en fjórir og hálfur mánuður eru síðan að síðustu leiktíð lauk hjá Fjölnismönnum sem töpuðu samtals 3-1 gegn Aftureldingu í undanúrslitum umspils um að komast upp í Bestu deildina. Í frétt Fótbolta.net um málið er haft eftir heimildamanni að „ákveðin deyfð hafi verið yfir liðinu, stemningsleysi og óánægja með umgjörð. Stjórnin hafi talið sig knúna til að taka þessa ákvörðun.“ Úlfur stýrði Fjölni í tvö tímabil og fyrra árið endaði liðið í 3. sæti Lengjudeildarinnar en tapaði svo fyrir Vestra í undanúrslitum umspils um að komast í Bestu deildina, samtals 2-1. Í fyrra endaði liðið tveimur stigum á eftir toppliði ÍBV, sem komst beint upp í Bestu deildina, eftir að hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum. Liðið féll svo út í umspili gegn Aftureldingu eins og fyrr segir. Í frétt Fótbolta.net segir að „Herra Fjölnir“, Gunnar Már Guðmundsson, sé líklegastur til að taka við Fjölnisliðinu en hann er þjálfari Þróttar í Vogum. Gunnar lék lengi með Fjölni og tók þátt í að koma liðinu upp allar deildir Íslandsmótsins og hefur einnig þjálfað hjá félaginu. Björgvin Jón Bjarnason, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, segir í tilkynningu í gærkvöld: „Við viljum þakka Úlla áralangt samstarf. Undir hans stjórn hefur fjöldi ungra pilta úr Grafarvogi fengið tækifæri með meistaraflokki félagsins. Þá hefur árangur liðsins verði með ágætum. Honum fylgja bestu óskir um gæfu í því sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Úlfur Arnar segir í sömu tilkynningu: „Ég vil þakka öllum leikmönnum, þjálfarateymi og öðrum sem hafa verið hluti af þessu verkefni fyrir frábært samstarf. Mér hefur þótt heiður að vinna með þessum hópi, og ég er stoltur af þeirri vegferð sem við höfum verið á saman, sérstaklega með ungu leikmennina sem hafa vaxið og þróast innan félagsins. Ég óska Fjölni alls hins besta í framtíðinni og hlakka til næstu áskorana á mínum þjálfaraferli.“ Fjölnir Lengjudeild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim Sjá meira
Knattspyrnudeild Fjölnis greindi frá því í gærkvöld að búið væri að rifta ráðningarsamningi við Úlf og er honum þar þakkað fyrir áralangt samstarf. Tímasetning ákvörðunarinnar vekur sérstaklega athygli en fjórir og hálfur mánuður eru síðan að síðustu leiktíð lauk hjá Fjölnismönnum sem töpuðu samtals 3-1 gegn Aftureldingu í undanúrslitum umspils um að komast upp í Bestu deildina. Í frétt Fótbolta.net um málið er haft eftir heimildamanni að „ákveðin deyfð hafi verið yfir liðinu, stemningsleysi og óánægja með umgjörð. Stjórnin hafi talið sig knúna til að taka þessa ákvörðun.“ Úlfur stýrði Fjölni í tvö tímabil og fyrra árið endaði liðið í 3. sæti Lengjudeildarinnar en tapaði svo fyrir Vestra í undanúrslitum umspils um að komast í Bestu deildina, samtals 2-1. Í fyrra endaði liðið tveimur stigum á eftir toppliði ÍBV, sem komst beint upp í Bestu deildina, eftir að hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum. Liðið féll svo út í umspili gegn Aftureldingu eins og fyrr segir. Í frétt Fótbolta.net segir að „Herra Fjölnir“, Gunnar Már Guðmundsson, sé líklegastur til að taka við Fjölnisliðinu en hann er þjálfari Þróttar í Vogum. Gunnar lék lengi með Fjölni og tók þátt í að koma liðinu upp allar deildir Íslandsmótsins og hefur einnig þjálfað hjá félaginu. Björgvin Jón Bjarnason, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, segir í tilkynningu í gærkvöld: „Við viljum þakka Úlla áralangt samstarf. Undir hans stjórn hefur fjöldi ungra pilta úr Grafarvogi fengið tækifæri með meistaraflokki félagsins. Þá hefur árangur liðsins verði með ágætum. Honum fylgja bestu óskir um gæfu í því sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Úlfur Arnar segir í sömu tilkynningu: „Ég vil þakka öllum leikmönnum, þjálfarateymi og öðrum sem hafa verið hluti af þessu verkefni fyrir frábært samstarf. Mér hefur þótt heiður að vinna með þessum hópi, og ég er stoltur af þeirri vegferð sem við höfum verið á saman, sérstaklega með ungu leikmennina sem hafa vaxið og þróast innan félagsins. Ég óska Fjölni alls hins besta í framtíðinni og hlakka til næstu áskorana á mínum þjálfaraferli.“
Fjölnir Lengjudeild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim Sjá meira