Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Valur Páll Eiríksson skrifar 12. febrúar 2025 11:01 Dwight McNeil og Harvey Elliott takast á síðast þegar liðin mættust á vellinum, í apríl í fyrra. Joe Prior/Visionhaus via Getty Images Grannaslagur Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld verður sá síðasti milli liðanna tveggja á Goodison Park, heimavelli fyrrnefnda liðsins, sem flytur sig um set í sumar. Búist er við sérstakri stemningu vegna þessa. „Ég býst við öðruvísi stemningu. Ég hef upplifað marga mismunandi grannaslagi en fólk hefur sagt mér að þessi sé sérstakur og honum fylgi mikill ákafi. Ákafinn gæti orðið enn meiri vegna þess að þetta er í síðasta skipti sem liðin spila á Goodison Park,“ segir Arne Slot, þjálfari Liverpool, um leik kvöldsins. Hér verður tekist á í kvöld. Everton flytur á nýjan heimavöll sem liggur við Mersey-ána, í sumar.Peter Byrne/PA Images via Getty Images Fram undan er fyrsti grannaslagur Slot í stjórastól Liverpool en leikur kvöldsins átti að fara fram í desember. Honum var frestað vegna stormsins Darragh sem reið yfir Bretlandseyjar og setti, auk fjölda fótboltaleikja, flugsamgöngur í uppnám og olli töluverðum skemmdum. Everton vann síðasta leik liðanna á vellinum 2-0 í apríl í fyrra. Liverpool vann aðeins tvo af sex leikjum liðsins í þeim mánuði sem gerði út um vonir liðsins um að kveðja þáverandi knattspyrnustjóra Jurgen Klopp með Englandsmeistaratitli. Tomorrow we take our final trip to Goodison Park 👊 pic.twitter.com/qUZRWqvkTk— Liverpool FC (@LFC) February 11, 2025 Alls hafa liðin mæst 119 sinnum á Goodison Park. Hvort um sig hafa Everton og Liverpool unnið 41 sinni og 37 sinnum hafa liðin gert jafntefli. Liðið sem vinnur í kvöld mun því hafa yfirhöndina í viðureignum liðanna tveggja á vellinum að eilífu. Everton hefur snúið við blaðinu að undanförnu eftir ráðningu Skotans David Moyes. Hann stýrði Everton áður frá 2002 til 2013 en eftir ráðningu hans hefur liðið unnið þrjá leiki af fimm eftir strembið gengi framan af vetri. Everton þarf frekari stig í baráttu liðsins við falldrauginn en Liverpool getur aftur á móti náð níu stiga forystu á toppi deildarinnar með sigri. Liverpool útbjó sérstakt myndband vegna leiks kvöldsins og sögulegs gildis hans, sem má sjá að ofan. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
„Ég býst við öðruvísi stemningu. Ég hef upplifað marga mismunandi grannaslagi en fólk hefur sagt mér að þessi sé sérstakur og honum fylgi mikill ákafi. Ákafinn gæti orðið enn meiri vegna þess að þetta er í síðasta skipti sem liðin spila á Goodison Park,“ segir Arne Slot, þjálfari Liverpool, um leik kvöldsins. Hér verður tekist á í kvöld. Everton flytur á nýjan heimavöll sem liggur við Mersey-ána, í sumar.Peter Byrne/PA Images via Getty Images Fram undan er fyrsti grannaslagur Slot í stjórastól Liverpool en leikur kvöldsins átti að fara fram í desember. Honum var frestað vegna stormsins Darragh sem reið yfir Bretlandseyjar og setti, auk fjölda fótboltaleikja, flugsamgöngur í uppnám og olli töluverðum skemmdum. Everton vann síðasta leik liðanna á vellinum 2-0 í apríl í fyrra. Liverpool vann aðeins tvo af sex leikjum liðsins í þeim mánuði sem gerði út um vonir liðsins um að kveðja þáverandi knattspyrnustjóra Jurgen Klopp með Englandsmeistaratitli. Tomorrow we take our final trip to Goodison Park 👊 pic.twitter.com/qUZRWqvkTk— Liverpool FC (@LFC) February 11, 2025 Alls hafa liðin mæst 119 sinnum á Goodison Park. Hvort um sig hafa Everton og Liverpool unnið 41 sinni og 37 sinnum hafa liðin gert jafntefli. Liðið sem vinnur í kvöld mun því hafa yfirhöndina í viðureignum liðanna tveggja á vellinum að eilífu. Everton hefur snúið við blaðinu að undanförnu eftir ráðningu Skotans David Moyes. Hann stýrði Everton áður frá 2002 til 2013 en eftir ráðningu hans hefur liðið unnið þrjá leiki af fimm eftir strembið gengi framan af vetri. Everton þarf frekari stig í baráttu liðsins við falldrauginn en Liverpool getur aftur á móti náð níu stiga forystu á toppi deildarinnar með sigri. Liverpool útbjó sérstakt myndband vegna leiks kvöldsins og sögulegs gildis hans, sem má sjá að ofan.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira