Fótbolti

Balotelli í hörðum á­rekstri í gær­kvöldi

Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli er engum líkur og honum tókst að koma sér tvisvar í fréttirnar í gær. Balotelli byrjaði daginn á því að kalla eftir því að hann fengi annað tækifæri með ítalska landsliðinu en endaði daginn hins vegar á því að klessa bílinn sinn.

Fótbolti

Vill að Sun Jun-ho verði leystur úr haldi

Hinn þýski Jürgen Klinsmann, þjálfari Suður-Kóreu í knattspyrnu, hefur óskað eftir því að leikmaðurinn Sun Jun-ho verði leystur úr haldi Kínverja fyrir jól en leikmanninum hefur verið haldið þar í landi frá því síðasta sumar.

Fótbolti

Litlar sem engar líkur taldar á EM sæti Ís­lands

Töl­fræði­veitan Foot­ball Meets Data hefur reiknað út líkur þeirra liða, sem taka þátt í um­spili um laust sæti á EM 2024 í fót­bolta, á að tryggja sér sæti á EM í gegnum um­spilið. Ís­land er á meðal þátt­töku­þjóða í um­spilinu.

Fótbolti

Þjálfari FCK orðaður við Ajax

Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, hefur verið orðaður við Ajax en lítið sem ekkert hefur gengið hjá hollenska stórveldinu það sem af er leiktíð. Nicolai Boilesen, leikmaður FCK, lék áður með Ajax og segir liðið í raun þurfa á þjálfara eins og Neestrup að halda.

Fótbolti

Þjálfari Júlíusar sak­felldur

Mikkjal Thomas­sen, þjálfari norska knatt­spyrnu­fé­lagsins Fredrikstad, hefur verið dæmdur í þrjá­tíu daga skil­orðs­bundið fangelsi af dóm­stóli í Fær­eyjum í kjöl­far hótunar sem hann beindi að knatt­spyrnu­manni í Fær­eyjum í fyrra.

Fótbolti

Åge hefur trú á Ís­landi í um­spilinu: „Í fót­bolta er ekkert ó­mögu­legt“

Age Hareide, lands­liðs­þjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta lýst vel á mögu­leika liðsins í um­spili fyrir EM. Ís­land mætir Ísrael í undan­úr­slitum um­spilsins og hefur Hareide trú á því að liðið geti tryggt sér sæti á EM. Hann vonast til að allir bestu og reyndustu leik­menn Ís­lands verði klárir í bar­áttuna í mars.

Fótbolti

„Leikur gegn Ísrael mjög á­lit­legur kostur fyrir okkur“

Jóhannes Karl Guð­jóns­son, að­stoðar­lands­liðs­þjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta, segir leið liðsins að EM sæti í gegnum um­spil í mars á næsta ári vera leið sem hægt sé að sætta sig við. Ís­land mun mæta Ísrael í undan­úr­slitum um­spilsins.

Fótbolti

Ekkert Há­tíðar­laufa­brauð í ár

Fótboltatímabil Höskuldar Gunnlaugssonar, fyrirliða Breiðabliks, hefur lengst um nokkra mánuði sökum þátttöku Blika í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu og því mun hann ekki geta sinnt hliðarstarfi sínu, að steikja Hátíðarlaufabrauð, fyrir komandi jólahátíð.

Íslenski boltinn