Sport

Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki

Svíar nötra af reiði og upplifa sig niðurlægða eftir að hafa aðeins náð í eitt stig gegn Slóveníu og Kósovó í fyrstu tveimur leikjunum í undankeppni HM. Stjörnum prýtt liðið er í hættu á að komast ekki á næsta stórmót en þrátt fyrir áhættusaman leikstíl er starf danska þjálfarans Jons Dahl Tomasson ekki í hættu.

Fótbolti

Ég á þetta mark

„Það er bara gaman að hugsa til þessa að við séum að fara spila við bestu leikmenn heims svo þetta er bara gaman,“ segir Kristian Nökkvi Hlynsson sem skoraði eitt mark gegn Aserum á föstudagskvöldið. En ekki eru allir sammála um að hann hafi skorað markið.

Fótbolti

„Stefnum á stig“

„Það er mjög erfitt að spila hér og við töpuðum í bæði skiptin,“ segir Hákon Arnar Haraldsson fyrirliði landsliðsins og leikmaður Lille í Frakklandi.

Fótbolti

Blaða­menn fleiri en Ís­lendingar

Ekki er útlit fyrir að Frakkar fylli Parc des Princes, heimavöll PSG, er Ísland sækir Frakkland heim í undankeppni HM 2026 í París í kvöld. Örfáir Íslendingar verða á leiknum.

Fótbolti

Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum

J.J. McCarthy spilaði sinn fyrsta leik í NFL deildinni í nótt og leiddi Minnesota Vikings að 27-24 endurkomusigri gegn Chicago Bears, liðinu sem hann hélt með sem krakki. Hann kastaði fyrir tveimur snertimörkum og hljóp þriðja snertimarkinu sjálfur yfir línuna í fjórða leikhluta.

Sport

„Við getum ekkert verið litlir“

„Það er mikill spenningur í hópnum og það er bara tilhlökkun að mæta svona heimsklassaleikmönnum. Þeir eru með bestu leikmenn heim í öllum stöðum,“ segir Stefán Teitur Þórðarson landsliðsmaður fyrir leikinn í kvöld.

Fótbolti

„Saga sem verður sögð síðar“

Alexander Isak spilaði sinn fyrsta leik síðan á síðasta tímabili í gærkvöldi, hann ræddi við blaðamenn eftir á og sagðist ánægður með að vera loks orðinn leikmaður Liverpool, en var ekki tilbúinn að ræða nánar ósætti sitt við Newcastle.

Fótbolti

Nuno rekinn frá Forest

Nuno Espirito Santo var seint í gærkvöldi rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni, eftir aðeins þrjá leiki á þessu tímabili. Brottreksturinn kemur í kjölfar rifrilda við eiganda félagsins.

Enski boltinn