Sport

„Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“

„Minn fyrsti bikarúrslitaleikur hérna heima, þannig að menn eru spenntir“ segir Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals fyrir úrslitaleikinn gegn Vestra sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld. Hann stefnir á að lyfta báðum titlunum sem eru í boði í íslenska boltanum og vonar að skellurinn gegn ÍBV í síðasta leik lyfti liðinu upp á tærnar.

Íslenski boltinn

„Ég vil hundrað pró­sent sjá hann aftur í New­cast­le-treyju“

Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, harmar þann farveg sem mál Alexanders Isak er komið í en segir að allir í liðinu myndu fagna því ef hann kæmi inn að nýju. Hann verður hins vegar ekki í hópnum gegn Liverpool á mánudagskvöld enda talið líklegast að hann endi hjá Liverpool fyrir lok félagaskiptagluggans 1. september.

Enski boltinn

„Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“

„Ég elska þetta, djöfull er gaman að vinna loksins aftur, búið að vera langt síðan“ sagði Valgeir Valgeirsson eftir 2-1 sigur Breiðabliks gegn Virtus frá San Marínó í umspili Sambandsdeildarinnar. Valgeir var allt í öllu, skoraði jöfnunarmarkið og fiskaði vítaspyrnuna sem vann leikinn.

Fótbolti

Nú fengu Blikabanarnir stóran skell

Pólska félagið Lech Poznan steinlá 1-5 á heimavelli í kvöld í fyrri leik sínum í umspili um sæti í Evrópudeildinni og geta farið að undirbúa sig fyrir að spila í Sambandsdeildinni í vetur.

Fótbolti

Upp­gjörið: Breiða­blik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir

Breiðablik vann 2-1 gegn Virtus frá San Marínó í fyrri umspilsleik liðanna. Blikar voru mun betri aðilinn og hefðu hæglega getað unnið stærri sigur, en gáfu klaufalega vítaspyrnu og nýttu sín færi illa. Einvígið ráðast eftir viku í San Marínó en sæti í Sambandsdeildinni og um hálfur milljarður króna er undir.

Fótbolti

Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin

Haukur Helgi Pálsson brast í grát þegar hann tilkynnti liðsfélögum sínum að hann færi ekki með þeim á komandi Evrópumót karla í körfubolta. Hann er á leið í aðgerð á barka en vonast til að geta stutt liðsfélaga sína af hliðarlínunni í Póllandi.

Körfubolti

Ný dýrasta knattspyrnukona heims

Olivia Smith er ekki lengur dýrasta knattspyrnukona heims. Metið hefur skipt ört um hendur síðustu misseri og nú er það komið í hendurnar á mexíkóskri landsliðskonu aðeins mánuði eftir að Smith eignaðist það.

Fótbolti