Fréttir

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Minnst 93 eru látnir og hundrað særðir eftir skotárás í tónleikahöll í Moskvu í gærkvöld. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en árásarmennirnir fjórir eru allir í haldi lögreglu. Sérfræðingur í málefnum Rússlands býst við að Rússar bregðist við árásinni af hörku.

Innlent

Hesta­mis­þyrmingar fyrir ís­lenska kvik­mynda­fram­leiðslu

Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu.

Innlent

Minnst 133 látnir og fjórir grunaðir hand­teknir

Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið ellefu í kjölfar skotárásarinnar sem gerð var í tónleikahöll í Moskvu í gærkvöldi. Fjórir þeirra handteknu eru grunaðir um aðild að árásinni, en í henni létust að minnsta kosti 133. 

Erlent

Karl og Harry tjá sig um veikindi Katrínar

Karl III Bretakonungur og Harry prins eru meðal þeirra sem hafa tjáð sig í kjölfar þess að Katrín prinsessa af Wales greindi frá því að hún hefði greinst með krabbamein og hafið fyrirbyggjandi lyfjameðferð.

Erlent

„Al­gjör­lega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi“

Þingmaður Viðreisnar segir kaldhæðnislegt að í sömu viku vinni Alþingi að því að ríkisvæða tryggingarfélag og útrýma samkeppni á búvörumarkaði. Hann telur að fólk átti sig ekki á hversu slæmar afleiðingar breytingarnar á búvörulögunum muni hafa, bæði á bændur og neytendur. 

Innlent

ISIS lýsir yfir á­byrgð á á­rásinni í Moskvu

Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu í kvöld. Níutíu og þrír eru sagðir látnir og rúmlega hundrað eru særðir, eftir að hópur þungvopnaðra manna gekk inn í Crocus-tónleikahöllina og skaut þar á fólk af handahófi.

Erlent

Meta hvort hægt sé að nota hluta námunnar aftur

Undirbúningur fyrir hækkun varnargarðanna norðan við Grindavík hefur staðið yfir í dag. Þá ætla sérfræðingar einnig að leggja mat á hvort hægt verði að sækja til þess efni í Melhólsnámu, eftir að hraun flæddi inn í hana í gær.

Innlent

Katrín prinsessa greindist með krabba­mein

Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar.

Erlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna um fyrirhuguð kaup á TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar.

Innlent

Lóan er komin

Lóan er komin til landsins að kveða burt snjóinn og leiðindin. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur staðfestir það í samtali við fréttastofu.

Innlent

Ellefu manns ó­vart í fram­boði

Að minnsta kosti ellefu manns hófu meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð á Ísland.is fyrir slysni. Þau ætluðu öll að mæla með öðrum frambjóðenda en stofnuðu svo sjálf til meðmælasöfnunnar.

Innlent

Aukin hætta vegna gasmengunar

Aukin hætta er vegna gasmengunar á öllum svæðum við eldstöðvarnar við Sundhnúk. Hætt er við því að gasmengun muni berast yfir Grindavík og önnur nærliggjandi svæði um helgina.

Innlent

„Við höfum ekki séð svona áður“

Ísak Finnbogason hefur á undanförnum árum verið iðinn við að sýna frá eldgosum á Íslandi í beinni útsendingu með drónum. Í gær fangaði hann hraun flæða inn í Melhólsnámu og fylgdust þúsundir með útsendingunni.

Innlent

Þriggja ára nauðgunardómur mildaður í Lands­rétti

Ómar Örn Reynisson, 27 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs ára fangelsi fyrir að nauðga konu sem var gestur á heimili hans árið 2020. Ómar Örn hafði áður verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í héraði, en Landsréttur mildaði dóminn.

Innlent

Spáir því að Katrín til­kynni um forsetaframboð á næstu dögum

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir alla innan raða Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar nú velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar að hún muni gera það og verða kjörin næsti forseti lýðveldisins. 

Innlent