Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. september 2025 07:25 Ítrekað kom til átaka milli mótmælenda og löggæsluyfirvalda í Los Angeles í sumar, þar sem aðgerðum yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum var mótmælt. Getty/Anadolu/Tayfun Coskun Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur aflétt takmörkunum sem neðra dómstig hafði sett á eftirlit með ólöglegum innflytjendum í Los Angeles. Ákvörðunin hefur það í för með sér að yfirvöld geta haldið áfram að stöðva fólk og handtaka vegna kynþáttar og málnotkunar. „Ég vil að öll þjóðin hlusti á mig þegar ég segi að þetta er ekki bara árás á íbúa Los Angeles, heldur á alla íbúa allra borga þessa lands,“ sagði Karen Bass, borgarstjóri Los Angeles, í gær. Hún sagði ákvörðun Hæstaréttar myndu hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mannréttindasamtök segja þúsundir einstaklinga hafa verið stöðvaða og handtekna í aðgerðum stjórnvalda gegn ólöglegum innflytjendum. Fólk hafi verið stöðvað fyrir það eitt að vera af rómönskum uppruna, tala bjagaða ensku eða vinna ákveðin störf. Nokkrir einstaklingar höfðuðu mál og í kjölfarið ákvað dómarinn Maame E. Frimpong að takmarka heimildir yfirvalda í Los Angeles og nágrenni. Þau mætti ekki lengur stöðva fólk á grundvelli kynþáttar, tungumálanotkunar, atvinnu eða veru þeirra á ákveðnum stöðum. .@realDonaldTrump's hand-picked SCOTUS majority just became the Grand Marshal for a parade of racial terror in LA.His administration is targeting Latinos — and anyone who doesn’t look or sound like @StephenM's idea of an American — to deliberately harm our families and economy. https://t.co/ESdEQF4XLW— Governor Gavin Newsom (@CAgovernor) September 8, 2025 Hæstaréttardómarinn Brett M. Kavanaugh segir hins vegar í áliti sínu að íbúasamsetning borgarinnar réttlæti aðgerðir innflytjendayfirvalda; um tíu prósent íbúa séu ólöglegir innflytjendur. Þá sé réttlætanlegt að stöðva einstaklinga á grundvelli kynþáttar, málnotkunar og starfa, þar sem margir ólöglegir innflytjendur í Los Angeles komi frá Mexíkó eða Mið-Ameríku, tali ekki mikla ensku og vinni við ákveðin störf. Hæstaréttadómararnir Sonia Sotomayor, Elena Kagan og Ketanji Brown Jackson voru á öndverðum meiði og sögðu Bandaríkjamenn ekki eiga þurfa að búa við það að yfirvöld gætu stöðvað fólk og handtekið bara fyrir það hvernig það liti út eða talaði, eða fyrir það að vinna láglaunastörf. Sotomayor sagði stjórnvöld og meirihluta Hæstaréttar hafa allt að því lýst því yfir að allir af rómönskum uppruna sem ynnu láglaunastörf gætu nú átt það á hættu að verða stöðvaðir og haldið þar til þeir gætu sannað að þeir væru leyfilega í landinu. Hún gagnrýndi sérstaklega þá fullyrðingu Kavanaugh að aðeins væri um að ræða stutt stopp af löggæsluyfirvöldum og sagði fjölda fólks hafa lýst því að hafa verið gripið, kastað í götuna og handjárnað. Allt á grundvelli útlits, hreims eða starfa. Hér má finna umfjöllun New York Times um málið. Bandaríkin Donald Trump Innflytjendamál Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Sjá meira
„Ég vil að öll þjóðin hlusti á mig þegar ég segi að þetta er ekki bara árás á íbúa Los Angeles, heldur á alla íbúa allra borga þessa lands,“ sagði Karen Bass, borgarstjóri Los Angeles, í gær. Hún sagði ákvörðun Hæstaréttar myndu hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mannréttindasamtök segja þúsundir einstaklinga hafa verið stöðvaða og handtekna í aðgerðum stjórnvalda gegn ólöglegum innflytjendum. Fólk hafi verið stöðvað fyrir það eitt að vera af rómönskum uppruna, tala bjagaða ensku eða vinna ákveðin störf. Nokkrir einstaklingar höfðuðu mál og í kjölfarið ákvað dómarinn Maame E. Frimpong að takmarka heimildir yfirvalda í Los Angeles og nágrenni. Þau mætti ekki lengur stöðva fólk á grundvelli kynþáttar, tungumálanotkunar, atvinnu eða veru þeirra á ákveðnum stöðum. .@realDonaldTrump's hand-picked SCOTUS majority just became the Grand Marshal for a parade of racial terror in LA.His administration is targeting Latinos — and anyone who doesn’t look or sound like @StephenM's idea of an American — to deliberately harm our families and economy. https://t.co/ESdEQF4XLW— Governor Gavin Newsom (@CAgovernor) September 8, 2025 Hæstaréttardómarinn Brett M. Kavanaugh segir hins vegar í áliti sínu að íbúasamsetning borgarinnar réttlæti aðgerðir innflytjendayfirvalda; um tíu prósent íbúa séu ólöglegir innflytjendur. Þá sé réttlætanlegt að stöðva einstaklinga á grundvelli kynþáttar, málnotkunar og starfa, þar sem margir ólöglegir innflytjendur í Los Angeles komi frá Mexíkó eða Mið-Ameríku, tali ekki mikla ensku og vinni við ákveðin störf. Hæstaréttadómararnir Sonia Sotomayor, Elena Kagan og Ketanji Brown Jackson voru á öndverðum meiði og sögðu Bandaríkjamenn ekki eiga þurfa að búa við það að yfirvöld gætu stöðvað fólk og handtekið bara fyrir það hvernig það liti út eða talaði, eða fyrir það að vinna láglaunastörf. Sotomayor sagði stjórnvöld og meirihluta Hæstaréttar hafa allt að því lýst því yfir að allir af rómönskum uppruna sem ynnu láglaunastörf gætu nú átt það á hættu að verða stöðvaðir og haldið þar til þeir gætu sannað að þeir væru leyfilega í landinu. Hún gagnrýndi sérstaklega þá fullyrðingu Kavanaugh að aðeins væri um að ræða stutt stopp af löggæsluyfirvöldum og sagði fjölda fólks hafa lýst því að hafa verið gripið, kastað í götuna og handjárnað. Allt á grundvelli útlits, hreims eða starfa. Hér má finna umfjöllun New York Times um málið.
Bandaríkin Donald Trump Innflytjendamál Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Sjá meira