Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Skilinn eftir nær dauða en lífi á nær­buxum einum klæða

Þrír karlmenn sem ákærðir eru fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í mars síðastliðnum munu svara spurningum saksóknara og verjenda þegar aðalmeðferð í Gufunesmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Suðurland á mánudagsmorgun. Þeir gætu átt yfir sér þunga dóma verði þeir fundnir sekir en lýsingar á ofbeldi þeirra eru hrottafengnar. Vísir mun fylgjast með því sem fram fer í dómssal.

Innlent
Fréttamynd

Met­að­sókn og söfnunarmet slegið

Metaðsókn var í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fór fram á laugardaginn. Skráðir þátttakendur voru 17.786, sem eru rúmlega þrjú þúsund fleiri en á síðasta ári. Þegar þetta er ritað hafa safnast yfir 321 milljónir, og er það söfnunarmet. Enn er hægt að heita á hlaupara fram á miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Mynd­skeið af rallýslysi, sjálf­stæð Úkraína og brennan á Berg­þórs­hvoli

Úkraína fagnar sjálfstæði í dag í skugga innrásarstríðs Rússa. Á þessum degi árið 1991 lýstu Úkraínumenn yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum og þess var minnst víða um landið í dag. Stuðningur Íslands við Úkraínu frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa í febrúar 2022 hefur numið rúmum þrettán milljörðum en nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar á eftir.

Innlent
Fréttamynd

Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi

Magnús Bjarki Snæbjörnsson smiður leitar nú logandi ljósi að kofa sem hann keypti af sveitarfélaginu Bláskógabyggð og ætlaði að flytja að sumarhúsi frændfólks síns og gera upp. Kofann keypti hann síðustu mánaðamót af Bláskógabyggð, en þegar hann fór að sækja hann í dag var hann horfinn.

Innlent
Fréttamynd

Vest­firðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“

Bikarmeisturum Vestra verður vel fagnað á Silfurtorgi á Ísafirði í kvöld þar sem til stendur að heiðra liðið sem tryggði sér titilinn með sigri á Valsmönnum á Laugardalsvelli á föstudaginn. Sigurinn er sögulegur fyrir félagið en Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, hvetur alla sem geta til að fjölmenna á Silfutorg á eftir.

Innlent
Fréttamynd

Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipu­lags­leysis og „rugls í ræsingu“

Töluverðrar óánægju gætir inn­an hlaupa­sam­fé­lags­ins með fram­kvæmd Reykja­vík­ur­m­araþons Íslands­banka í gær. Skipting í almennan flokk og keppnisflokk tókst ekki betur en svo að fyrri hópurinn teppti fyrir þeim seinni. Íslandsmeistari í maraþoni segir mistök brautarstarfsmanns mögulega hafa kostað sig sigur.

Innlent
Fréttamynd

Þrjár líkams­á­rásir og yfir tuttugu ung­menni í at­hvarf

Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á menningarnótt og nokkuð var um minni pústra. Sjö gistu í fangaklefa og voru um 140 mál skráð í kerfi lögreglu. Sérstakt eftirlit var haft með unglingadrykkju og voru ríflega tuttugu ungmennum undir lögaldri færð í unglingaathvarf. 

Innlent
Fréttamynd

Evrópu­sam­bandið, mennta­mál, stýrivextir og Gasa í Sprengi­sandi

Það er fjölbreytt dagskrá að vanda í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Fyrstur kemur Davíð Þór Björgvinsson, prófessor í lögfræði, og ræðir um fullveldishugtakið í tengslum við hugsanlega aðildarumsókn að ESB og fer meðal annars yfir nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá sem verða að eiga sér stað í slíku ferli.

Innlent
Fréttamynd

Von á leifum felli­bylsins Erin til landsins

Hæð yfir Norðursjó og lægðarsvæði vestur og suðvestur af Íslandi beinir hlýju og röku lofti til landsins í dag. Því verður sunnan og suðaustan stinningsgola en sums staðar má búast við strekking og rigningu með köflum. Nokkuð hlýtt verður, eða á bilinu þrettán til 22 stig.

Veður
Fréttamynd

„Heilt yfir“ frið­sam­leg Menningar­nótt en nokkrir ofbeldisfullir

Menningarnótt gekk „heilt yfir“ friðsamlega fyrir sig en samt sinnti lögregla þónokkrum málum og hafði afskipti af nokkrum mönnum í annarlegu ástandi sem veittust ýmist að vegfarendum eða lögreglu. Þá var maður tilkynntur „til ama“ við félagslegt úrræði sem reyndist vera góðkunningi lögreglu og var með tvo hnífa í fórum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Möl­braut rúðu í Þjóð­leik­húsinu

Rúða var brotin í Þjóðleikhúsinu seint í kvöld með þeim afleiðingum að glerbrotum rigndi yfir gólf og gesti. Að sögn sjónarvotts kastaði einhver járnstöng inn um rúðuna með þeim afleiðingum að hún mölbrotnaði.

Innlent
Fréttamynd

Al­gjört hrun í fálkastofninum

Fálkar hafa ekki verið færri á Íslandi síðan mælingar hófust fyrir fjörutíu og fjórum árum. Fuglafræðingur segir fuglaflensu líklega einu skýringuna, en síðan 2021 hefur meira en helmingur dauðra fálka sem borist hafa til Náttúrufræðistofnunar, verið sýktir af fuglaflensu.

Innlent
Fréttamynd

Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn

Húsnæðismálaráðherra segir þéttingarstefnuna sem rekin hafi verið hér á landi ekki hafa slegið í gegn. Hún segir að skoða þurfi greiðslumatskerfi vegna íbúðakaupa og segir lánveitendur fá belti, axlabönd og björgunarbát á meðan öll áhætta sé á þeim sem leita þurfi til þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Jökul­hlaupið í hægum vexti

Jökulhlaup sem hófst í gær úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls er enn í gangi, og enn mælist vöxtur á vatnshæð. Áin virðist enn vera rísa rétt fyrir ofan Húsafell en en vöxturinn er mun hægari en í síðasta stóra hlaupi á svæðinu árið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Nýi brennslu­ofn göngugarpsins mættur á Sól­heima

Kristján Atli Sævarsson, sem er íbúi á Sólheimum í Grímsnesi ræður sér vart yfir kæti þessa dagana því nýi leirbrennsluofninn, sem hann safnaði fyrir í Vestfjarðagöngu sinni i sumar er komin á Sólheima. Kristján sérhæfir sig að útbúa rjúpur og uglur þar sem doppurnar hans eru aðalskrautið á fuglunum.

Innlent