Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Þingmenn Demókrata í Texas í Bandaríkjunum eru margir búnir að yfirgefa ríkið til að koma í veg fyrir að hægt sé að kalla saman þing til að samþykkja drög að nýrri kjördæmaskipan. Erlent 3.8.2025 23:30
Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Hamasliðar segja að þeir séu tilbúnir að vinna með Rauða krossinum til að flytja hjálpargögn til gíslanna sem þeir hafa í haldi sínu á Gasa að því gefnu að Ísraelsmenn uppfylli nokkur skilyrði. Erlent 3.8.2025 22:46
Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins „Hæ mamma, þetta er nýja númer mitt. Sendu mér skilaboð á WhatsApp.“ Innlent 3.8.2025 22:04
„Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Fjöldi Þjóðhátíðargesta lenti í því að eyðileggja síma sína í rigningunni á föstudagskvöld. Allir símar seldust upp í kjölfarið hjá raftækjaversluninni Heimaraf. Innlent 3.8.2025 16:04
Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun „Við þurfum ekki að loka landamærum en við þurfum kannski aðeins að opna augun. Opna augun fyrir því á hvaða stefnu byggir fólksfjölgun á Íslandi. Þegar ég hef verið að skoða þetta á fyrstu mánuðum í embætti, þá hefur stefnuleysið komið mér á óvart og hversu lítið ákvarðanir og hversu lítið lagasetning er byggð á gögnum.“ Innlent 3.8.2025 16:01
Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Eldfjallið Krasheninnikov á Kamtjakkaskaga í Rússlandi byrjaði að gjósa í morgun, í fyrsta sinn um sex hundruð ár. Er það eftir gífurlega kröftugan jarðskjálfta fyrr í vikunni og fleiri eftirskjálfta. Erlent 3.8.2025 14:42
Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna. Innlent 3.8.2025 14:14
„Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Banaslysið í Reynisfjöru í gær er það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu fyrir nokkrum árum. Ferðamálastjóri segir tilefni til að leggjast yfir það hvernig megi bæta öryggi á svæðinu enn frekar, en er ekki hlynntur því að fjörunni verði alfarið lokað fyrir aðgengi ferðamanna. Innlent 3.8.2025 13:38
Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Það mun allt iða af líf og fjöri á ánni Litlu Laxá á Flúðum í dag því þar fer fram furðubátakeppni þar sem allskonar heimasmíðaðir bátar af svæðinu munu sigla niður ána. Innlent 3.8.2025 13:04
Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Stúlkan sem lést eftir að hafa farið í sjóinn við Reynisfjöru í gær var níu ára og frá Þýskalandi. Innlent 3.8.2025 12:44
Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir. Erlent 3.8.2025 12:17
Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt, og tvær slíkar tilkynningar hafa borist lögreglunni á Akureyri um helgina. Heilt yfir hafa hátíðarhöld víðast hvar gengið vel fyrir sig það sem af er helgi samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum um landið. Innlent 3.8.2025 12:06
Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Vinnsla hefur verið stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka nálægt inntaksmannvirkjum stöðvarinnar. Verið er að tæma inntakslónið svo hægt sé að greina ástæður lekans. Til skamms tíma mun lokunin ekki hafa áhrif á framboð raforku en langtímaáhrif eru ekki enn ljós. Innlent 3.8.2025 11:59
Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Ferðamálastjóri segir tilefni til að auka öryggi við Reynisfjöru enn frekar. Hann er ekki hlynntur því að fjörunni verði lokað fyrir ferðamönnum. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum. Innlent 3.8.2025 11:42
Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Ben Gvir, mjög svo umdeildur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, leiddi í dag hóp gyðinga í bæn á Musterishæðinni í Jerúsalem. Þetta var fordæmalaus bænastund en ísraelskur ráðherra hefur aldrei áður beðið á svæðinu, sem hefur um árabil ítrekað hrundið af stað deilum milli múslima og gyðinga. Erlent 3.8.2025 11:22
Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Rannsókn sem var upprunalega meistaraverkefni Kristínar Rós Sigurðardóttir endaði sem grein í virta tímaritinu Lancet. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem fjallar um einhverf börn og börn með ADHD og, eru einstakar á heimsvísu vegna nákvæmni þeirra. Innlent 3.8.2025 10:02
Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Stór eldur kviknaði í olíugeymslu í Sochi í Rússlandi í nótt eftir drónaárás Úkraínumanna. Loka þurfti flugvellinum í borginni, sem liggur við strendur Svartahafs, vegna eldsins og börðust á annað hundrað slökkviliðsmenn gegn honum. Erlent 3.8.2025 09:58
Herjólfur siglir í dag Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag samkvæmt áætlun. Fella þurfti niður síðustu tvær ferðir ferjunnar síðdegis í gær vegna „aðstæðna í höfninni“. Innlent 3.8.2025 09:37
Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“. Erlent 3.8.2025 08:37
Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Umræðuþátturinn Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 3.8.2025 08:32
Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Lögregluþjónar stöðvuðu í gærkvöldi ökumann sem reyndist bæði réttindalaus og undir áhrifum fíkniefna. Var hann stöðvaður eftir að hann hafði valdið slysi og var hann vistaður í fangaklefa í nótt. Innlent 3.8.2025 07:49
Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum virðist hafa gengið vel fyrir sig í gærkvöldi eftir að Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti. Var það eftir að slagviðri fór yfir eyjuna í fyrrinótt og olli þar usla. Innlent 3.8.2025 07:34
Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Búist er við því að gosmengun frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni muni í dag berast í átt að höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Suðvestlæg átt var við gosstöðvarnar í nótt og hefur brennisteinsdíoxíð mælst í loftinu á höfuðborgarsvæðinu og í Hvalfirði. Innlent 3.8.2025 07:21
Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Lögreglan í Bandaríkjunum leitar að vopnuðum manni sem er grunaður um að hafa myrt nánast heila fjölskyldu að undanskildu sjö mánaða ungabarni sem hann skildi eftir á lífi. Fimmtán ára barn er meðal fórnarlambanna. Erlent 2.8.2025 23:38