Fréttir

Fréttamynd

Láta banda­rískan gísl lausan

Hamasliðar tilkynntu í dag að þeir hygðust leysa Bandaríkjamanninn Edan Alexander úr haldi. Hann er síðasti eftirlifandi gíslinn í þeirra haldi með bandarískt ríkisfang en hann er búinn að vera í gíslingu á Gasaströndinni frá sjöunda október 2023.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mótor­hjóla­samtök að­stoða börn sem hafa orðið fyrir of­beldi

Bikers against child abuse (BACA) eru alþjóðleg góðgerðarsamtök sem starfa í þeim tilgangi að búa börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi öruggara umhverfi. Íslandsarmur samtakanna starfar með vitund opinberra aðila og stofnana á borð við Kvennaathvarfið. Árlegur fjáröflunarakstur samtakanna verður á laugardaginn næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Hækka þurfi veiði­gjald í skrefum

Breytingar á veiðigjaldi þurfa að eiga sér stað í skrefum og með samtali. Sjávarútvegurinn er tilbúinn í umræðu um hækkun þess með slíkum hætti segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Innlent
Fréttamynd

230 í­búðir í byggingu í Þor­láks­höfn

Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil uppbygging í Þorlákshöfn og um þessar mundir en í dag eru þar 230 íbúðir í byggingu. Þá er búði að stækka höfnina á staðnum og það er verið að byggja við sundlaugina og byggja við grunnskólann svo eitthvað sé nefnt.

Innlent
Fréttamynd

Vilja leggja réttarríkið til hliðar

Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi.

Erlent
Fréttamynd

Vopna­hlé og í beinni frá Basel og Öskju­hlíð

Mikilvæg skref hafa verið stigin í átt að vopnahléi í Úkraínu síðustu daga, að sögn utanríkisráðherra. Rússar segjast tilbúnir til viðræðna en Úkraína og bandalagsþjóðir hafa gert kröfu um fyrst verði skilyrðislaust vopnahlé. Við ræðum við Þorgerði Katrínu í hádegisfréttum Bylgjunnar og mögulegar vendingar í stríðinu.

Innlent
Fréttamynd

Vopna­hléið heldur en vígahugur ríkir enn

Vopnahlé milli Indlands og Pakistan virðist hafa haldið velli í nótt, þó ráðamenn ríkjanna hafi sakað hvorn annan um að brjóta gegn því. Nokkrum klukkustundum eftir að vopnahléið tók gildi í gær sökuðu Indverjar og Pakistanar hvorn annan um árásir.

Erlent
Fréttamynd

Hafnar aftur al­mennu vopna­hléi og leggur til við­ræður

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til.

Erlent
Fréttamynd

Starfs­maður verslunar sleginn

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst  í gærkvöldi tilkynning um líkamsárás þar sem starfsmaður verslunar á höfuðborgarsvæðinu hafði verið sleginn. Þegar lögregluþjóna bar að garði var gerandinn þó farinn af vettvangi og ekki fylgir sögunni í dagbók lögreglu hvort hann hafi verið gómaður seinna meir eða ekki.

Innlent
Fréttamynd

Einn fluttur á sjúkra­hús vegna reykeitrunar

Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum voru sendir að fjölbýlishúsi í Breiðholti þar sem eldur kviknaði í fjölbýlishúsi. Einn var sendur á slysadeild vegna reykeitrunar en slökkvistarfið mun þó hafa gengið mjög vel.

Innlent
Fréttamynd

„Vand­ræða­legt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þing­fund

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair hættir rekstri stærstu flug­véla sinna

Ráðamenn Icelandair hafa tekið þá ákvörðun að hætta breiðþoturekstri og nota eingöngu mjóþotur í millilandafluginu. Þá er framundan að ákveða hvort aðeins verði reknar Airbus-þotur eða hvort Boeing Max-þoturnar verði áfram í flotanum.

Innlent
Fréttamynd

Veittu eftir­för í Ár­bæ

Lögreglan veitti ökumanni eftirför í Árbæ þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, en til stóð að sekta ökumanninn vegna hraðaksturs. Þegar ökumaður stöðvaði loksins bílinn hljóp hann undan lögreglunni, sem hafði þó fljótlega upp á honum. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt ís­lenskt hundaleikfang slær í gegn

Notaður tennisbolti, endurnýtt fiskinet og íslenskt þorskroð er nýjasta leikfang hunda og kallast „Urri“. Heiðurinn af leikfanginu eiga fimm nemendur í Menntaskólanum við Sund, sem unnu frumkvöðlakeppni hér heima og munu keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðlegri frumkvöðlakeppni í Grikklandi í sumar.

Innlent
Fréttamynd

„Hreint og tært mál­þóf í sinni skýrustu mynd“

Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 

Innlent
Fréttamynd

Lengstu fyrstu um­ræðu í sögu Al­þingis lokið

Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar.

Innlent