Skjálftavirkni fer vaxandi Skjálftavirkni við Sundhnúksgíga fer hægt vaxandi og gert er ráð fyrir að eldgos geti hafist með skömmum fyrirvara. Samkvæmt Veðurstofunni sýna mælingar að hægt hefur á landrisi á undanförnum vikum. Innlent 25.2.2025 18:16
Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í dag stærstu aukningu í fjárútlátum til varnarmála frá tímum kalda stríðsins. Bretar ætla sér að verja 2,5 prósentum af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2027 en það er fyrr en áður stóð til og á hlutfallið að fara í þrjú prósent eftir það. Erlent 25.2.2025 18:07
Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Minnst fimm kennarar við Flataskóla og einn við Garðaskóla hafa sagt starfi sínu lausu vegna stöðunnar í kjaradeilu kennara og fleiri hugsa sig um. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við eina þeirra sem hefur lagt fram uppsagnarbréf. Þá ræðum við einnig við fulltrúa samninganefnda í kennaradeilunni sem funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag og lýsa miklum vonbrigðum með stöðu mála. Innlent 25.2.2025 18:02
„Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari er enn og aftur kominn undir nálarauga Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara eftir að henni barst ábending um „like“ sem Helgi Magnús setti á Facebook. Helgi Magnús skilur ekki hvaða frétt þetta er. Innlent 25.2.2025 15:33
Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Héraðsdómur telur konu ekki hafa gerst seka um líkamsárás með því að fá erlendan sérfræðing til að skera forhúð af getnaðarlim sautján mánaða sonar hennar. Innlent 25.2.2025 15:02
Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. Innlent 25.2.2025 14:42
Leita að línunni Fundur samninganefnda í kennaradeildunni er að hefjast nú klukkan þrjú, en það var Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sem boðaði til hans. Innlent 25.2.2025 14:40
Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Formaður Eflingar á rétt á sex mánaða launagreiðslum við starfslok samkvæmt ráðningasamningi sínum. Sólveig Anna Jónsdóttir segir að hún þægi ekki þau laun næði hún sæti sem kjörinn fulltrúi. Innlent 25.2.2025 14:23
Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Kennarar eru vonsviknir eftir atburðarásina fyrir helgi þegar sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram sem kennarar höfðu samþykkt. Innlent 25.2.2025 13:02
Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum vita nú vart í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, eftir að hafa fengið afar misvísandi skilaboð frá stjórnvöldum og yfirmönnum sínum. Erlent 25.2.2025 12:30
Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á stjórnsýslulega framkvæmd og úrvinnslu ráðuneytisins vegna verklags í tengslum við greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eftir að ljóst varð um ágalla á framkvæmd greiðslna. Innlent 25.2.2025 12:25
Diljá Mist boðar til fundar Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til fundar annað kvöld. Fastlega er gert ráð fyrir að hún tilkynni framboð til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á fundinum. Innlent 25.2.2025 11:51
Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Í hádegisfréttum verður meðal annars rætt við Ragnar Þór Ingólfsson fyrrverandi formann VR. Innlent 25.2.2025 11:39
Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn felldu nýgerðan kjarasamning og formaður landssambands þeirra telur óánægjuna snúa að vaktafyrirkomulagi og vinnuumhverfi fremur en launum. Hann er vongóður um lausn áður en hugað verður að verkfallsaðgerðum að nýju. Innlent 25.2.2025 11:37
Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Móðir hefur verið sýknuð af ákæru fyrir stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi með því að hafa látið umskera sautján mánaða gamlan son sinn. Sonurinn endaði á sjúkrahúsi eftir umskurðinn. Innlent 25.2.2025 11:32
Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður VR, segir biðlaun sem hann fékk greidd frá verkalýðsfélaginu fara í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Framlínufólk verkalýðsbaráttunnar eigi oft erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin. Innlent 25.2.2025 11:15
Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til áfrýjunar Hvammsvirkjunarmálsins beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. Innlent 25.2.2025 10:53
Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá máli Brimbrettafélags Íslands, sem kærði ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss að samþykkja umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gerð landfyllingar við Suðurvararbryggju. Innlent 25.2.2025 10:52
Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Nýjar athuganir benda til þess að líkurnar á því að smástirni sem grannt hefur verið fylgst með rekist á jörðina séu nánast engar. Um tíma voru líkurnar á árekstri metnar þær mestu sem nokkru sinni hafa mælst fyrir smástirni af þessari stærð. Erlent 25.2.2025 10:42
Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst yfir stuðningi við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannskjöri sem fram fer á landsfundi um næstu helgi. Innlent 25.2.2025 10:29
„Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, gagnrýnir Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og ráðherra harðlega og segir hana hvergi svara gagnrýni málefnalega. Formaður BÍ segir Ingu feta í vafasöm fótspor Trump Bandaríkjaforseta. Innlent 25.2.2025 10:13
Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins. Innlent 25.2.2025 09:52
Fundað á ný í kennaradeilu Samninganefndir í kjaradeilu kennara hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 15 í dag. Ekki hefur verið fundað í deilunni síðan sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sáttasemjara á föstudag og ríkið tók ekki afstöðu til hennar. Innlent 25.2.2025 09:44
Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. Innlent 25.2.2025 09:05