Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Maður á fertugsaldri, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í Reykjavík í lok síðustu viku, er á batavegi. Tveir menn sitja í gæsluvarhaldi vegna málsins sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 14.1.2026 22:15
Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist hafa farið bjartari út af fundi með Ingu Sæland mennta- og barnamálaráðherra en hann fór inn á hann. Fundurinn stóð yfir í rúmlega þrjár klukkustundir að hans sögn. Innlent 14.1.2026 21:44
Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Norsk stjórnvöld hafa vegna óvissu í varnar- og öryggismálum kynnt áform um að lög um herlögreglu verði látin gilda á Jan Mayen. Breytingin þýddi að Norðmenn gætu framfylgt herlögum á þessari nágrannaeyju Íslands. Erlent 14.1.2026 21:41
Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Félags- og húsnæðismálaráðherra ákvað að veita Samtökum um karlaathvarf styrk upp á milljónir króna þrátt fyrir að matsaðilar teldu forsvarsmenn samtakanna ekki hæfa til að sinna verkefninu. Samtökin fengu styrk á kostnað verkefnis lögreglunnar á Suðurlandi. Innlent 14.1.2026 16:50
Ræddu undanþágu losunarheimilda Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fundaði í dag með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópráðsins. Fjöldi mála var á dagskrá. Innlent 14.1.2026 16:46
Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða var ekki í samræmi við lög árið 2024. Þá var Bjarkey Olsen matvælaráðherra. Í áliti umboðsmanns segir að stjórnsýslulögum hafi ekki fylgt við meðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða. Innlent 14.1.2026 16:29
Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi hvernig gengi að afleggja hina umdeildu jafnlaunavottun. Þorbjörg Sigríður sagði að það yrði á þessu ári. Innlent 14.1.2026 15:55
Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Eitt af síðustu verkum Ingu Sæland í ráðuneyti húsnæðismála var að skrifa undir breytingu á byggingarreglugerð og bæta við kröfum um ljósvist. Ljósvistarhönnuður sem barist hefur fyrir þessu í mörg ár segir að bjartari tímar séu fram undan. Innlent 14.1.2026 15:30
Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Dómsmálaráðuneytið mun fara yfir niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu og meta hvort og þá með hvaða hætti sé tilefni til frekari úrbóta. Ráðuneytið hefur óskað þess að refsiréttarnefnd taki dóminn til skoðunar. Dómsmálaráðherra segir alla ríkisstjórnina taka niðurstöðu MDE alvarlega en ríkið var fundið brotlegt í öðru málinu. Innlent 14.1.2026 14:52
Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna hér á landi og fyrrverandi þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings grínaðist með það við þingmenn í gær að Ísland yrði 52. ríkið og að hann yrði ríkisstjóri. Í þinginu eru nú stíf fundarhöld um fjárlög þar sem menn róa öllum árum að því að koma í veg fyrir aðra lokun ríkisstofnana. Erlent 14.1.2026 14:29
Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Viðtal við Ingu Sæland, nýjan mennta- og barnamálaráðherra, í Kastljósinu í gærkvöldi, hefur valdið verulegri gremju meðal grunnskólakennara landsins. Rangfærslur og fullyrðingar um einkunnakerfi í grunnskólum vekja hneykslan. Hún er meðal annars sögð fremst í upplýsingaóreiðu. Innlent 14.1.2026 14:22
Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni Árið í fyrra var það þriðja hlýjasta frá upphafi mælinga og undanfarin ellefu ár eru þau ellefu hlýjustu sem um getur. Meðalhitinn í fyrra slagaði hátt í neðri mörk Parísarsamkomulagsins. Erlent 14.1.2026 14:10
32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Þrjátíu og tveir hið minnsta eru látnir og 66 slasaðir eftir að byggingarkrani féll á lest sem var á ferð í Nakhon Ratchasima-héraði í norðausturhluta Taílands fyrr í dag. Erlent 14.1.2026 13:33
Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Spænskir saksóknarar rannsaka nú áskanir um að Julio Iglesias, einn ástsælasti söngvari landsins, hafi beitt tvær fyrrverandi starfskonur sínar kynferðislegu ofbeldi. Iglesias, sem er á níræðisaldri, hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar. Erlent 14.1.2026 13:08
„Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Frumvarp að nýjum búvörulögum er skref í rétta átt að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Hann segir miður að ráðherra virðist hafa látið undan þrýstingi og tekið sé minna skref en þegar frumvarpsdrög voru birt. Innlent 14.1.2026 12:42
Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Stóri-Boli, sem hefur verið veikur frá áramótum, virðist vera að sækja í sig veðrið gegn sterkum Síberíu-Blesa. Þannig virðist von á umpólun þessara megin vetrarhvirfla og mun hæðarhryggur yfir Alaska ýta þarna undir. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinni og boðar útsynning í fyrsta sinn í vetur. En hvað þýðir þetta allt? Innlent 14.1.2026 12:29
Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Þann 30. desember flæddi yfir í keri Tunglsilungs í Tálknafirði með þeim afleiðingum að eldisbleikja komst út í sjó. Innlent 14.1.2026 11:52
Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Um það bil sautján prósent Bandaríkjamanna styðja fyrirætlanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um að sölsa undir sig Grænland. Þá eru fjögur prósent fylgjandi hernaðaríhlutun. Erlent 14.1.2026 11:47
Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Utanríkisráðherrar Grænlands, Danmerkur og Bandaríkjanna, auk varaforseta Bandaríkjanna, munu funda í Washington DC í dag. Þar stendur til að ræða málefni Grænlands en Bandaríkjamenn hafa ekki verið feimnir við að segja að þær girnist Grænland. Donald Trump, forseti, hefur sagt að Bandaríkin muni eignast Grænland með góðu eða illu. Erlent 14.1.2026 11:40
Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Í hádegisfréttum verður rætt við Ingu Sæland menntamálaráðherra sem segist vilja aðgreina börn innan skólanna sem þurfa sérstaka íslenskukennslu frá öðrum. Innlent 14.1.2026 11:39
Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Sigurður Örn Hilmarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður á Rétti, segir alvarlegt að stjórnvöld hafi nú tvívegis á um sex mánuðum gerst brotleg samkvæmt Mannréttindadómstóli Evrópu, MDE. Hann segir dómstólinn gefa gagnlega leiðsögn um íslenska réttarkerfið í dómunum sem birtir voru í gær. Innlent 14.1.2026 11:39
Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Tveir eru látnir eftir að tveir strætisvagnar skullu saman á sveitavegi í Danmörku í morgun. Átta voru fulltrui á sjúkrahús. Erlent 14.1.2026 11:01
Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir endurtekin ofbeldisbrot í nánu sambandi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn játaði brot sín. Innlent 14.1.2026 11:00
Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Ráðamenn í Mið-Austurlöndum eru sagðir hafa reynt að sannfæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að gera ekki árásir gegn klerkastjórninni í Íran. Þeir vilja ekki auka á óöldina á svæðinu og segjast óttast afleiðingarnar sem fall klerkastjórnarinnar gæti haft. Erlent 14.1.2026 10:47