Fréttir

Fréttamynd

Skjálfta­virkni fer vaxandi

Skjálftavirkni við Sundhnúksgíga fer hægt vaxandi og gert er ráð fyrir að eldgos geti hafist með skömmum fyrirvara. Samkvæmt Veðurstofunni sýna mælingar að hægt hefur á landrisi á undanförnum vikum.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Eykur fjár­út­lát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í dag stærstu aukningu í fjárútlátum til varnarmála frá tímum kalda stríðsins. Bretar ætla sér að verja 2,5 prósentum af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2027 en það er fyrr en áður stóð til og á hlutfallið að fara í þrjú prósent eftir það.

Erlent
Fréttamynd

Kjafts­högg, falin hætta og deila um ís­lenska at­riðið

Minnst fimm kennarar við Flataskóla og einn við Garðaskóla hafa sagt starfi sínu lausu vegna stöðunnar í kjaradeilu kennara og fleiri hugsa sig um. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við eina þeirra sem hefur lagt fram uppsagnarbréf. Þá ræðum við einnig við fulltrúa samninganefnda í kennaradeilunni sem funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag og lýsa miklum vonbrigðum með stöðu mála.

Innlent
Fréttamynd

Leita að línunni

Fundur samninganefnda í kennaradeildunni er að hefjast nú klukkan þrjú, en það var Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sem boðaði til hans.

Innlent
Fréttamynd

Vill að Ríkis­endur­skoðun rann­saki styrkjamálið

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á stjórnsýslulega framkvæmd og úrvinnslu ráðuneytisins vegna verklags í tengslum við greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eftir að ljóst varð um ágalla á framkvæmd greiðslna.

Innlent
Fréttamynd

Diljá Mist boðar til fundar

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til fundar annað kvöld. Fastlega er gert ráð fyrir að hún tilkynni framboð til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á fundinum.

Innlent
Fréttamynd

Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn felldu nýgerðan kjarasamning og formaður landssambands þeirra telur óánægjuna snúa að vaktafyrirkomulagi og vinnuumhverfi fremur en launum. Hann er vongóður um lausn áður en hugað verður að verkfallsaðgerðum að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjöl­skyldunnar

Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður VR, segir biðlaun sem hann fékk greidd frá verkalýðsfélaginu fara í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Framlínufólk verkalýðsbaráttunnar eigi oft erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin.

Innlent
Fréttamynd

Kom ekki ná­lægt innanhússtillögu sátta­semjara

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Fundað á ný í kennaradeilu

Samninganefndir í kjaradeilu kennara hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 15 í dag. Ekki hefur verið fundað í deilunni síðan sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sáttasemjara á föstudag og ríkið tók ekki afstöðu til hennar.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar mót­mæla við bæjarráðsfund

Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag.

Innlent