Bretar hætta flugi yfir Sínaí Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. nóvember 2015 07:00 Ættingjar í Moskvu syrgja við jarðarför eins farþeganna, sem fórst með rússnesku Airbus-vélinni í Egyptalandi um síðustu helgi. Fréttablaðið/EPA Bresk og írsk stjórnvöld hafa bannað allt flug yfir Sínaískaga í Egyptalandi. Bandaríkin hafa sömuleiðis bannað bandarískum flugvélum að fljúga þarna yfir. Með þessu er brugðist við grun um að rússneska farþegaþotan, sem hrapaði þar um helgina, hafi verið sprengd niður. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að meiri líkur en minni séu nú til þess að sprengja hafi grandað þotunni. „Við vitum ekki fyrir víst að þetta hafi verið hryðjuverkasprengja, en það eru miklar líkur á því,“ sagði Cameron í gær. Hann sagði nauðsynlegt að bíða niðurstöðu rannsóknar á flugvélarhrapinu, sem nú er unnið að í Egyptalandi. Hann sagðist að vísu hafa mikla samúð með Egyptum, enda sé ferðaþjónustan mikilvæg í efnahagslífi Egyptalands. Hins vegar eigi hann ekki annars kost en að láta öryggi breskra ferðamanna hafa forgang. Egypsk stjórnvöld vara menn eindregið við því að hrapa að ályktunum áður en rannsókninni er lokið og segja flugbannið vera allt of harkaleg viðbrögð. Rússnesk stjórnvöld hafa einnig sagt að of snemmt sé að fullyrða nokkuð um það, hvort þarna hafi hryðjuverkamenn verið að verki. „Það er ekki hægt að útiloka neina eina kenningu, en sem stendur er engin ástæða til að segja bara eina kenningu vera áreiðanlega,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta við blaðamenn í Moskvu í gær. Flugvélin hrapaði á laugardaginn í Sínaíeyðimörkinni stuttu eftir flugtak frá ferðamannabænum Sharm el-Sheikh. Með henni fórust 224 manns, allir farþegar vélarinnar og áhöfnin. Öfgasamtökin Íslamska ríkið lýstu fljótlega yfir ábyrgð sinni á hrapinu, en egypsk stjórnvöld hafa ekki séð ástæðu til að taka mark á þeirri yfirlýsingu og segja liðsmenn samtakanna ekki færa um að skjóta niður farþegaflugvél með þessum hætti. Undanfarin misseri hafa fleiri svæði í heiminum þótt ótrygg til almenns flugs vegna átaka þar. Þar á meðal má nefna svæði í austanverðri Úkraínu og nokkur svæði í Afríku. Nú hefur Sínaískagi bæst við. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Bresk og írsk stjórnvöld hafa bannað allt flug yfir Sínaískaga í Egyptalandi. Bandaríkin hafa sömuleiðis bannað bandarískum flugvélum að fljúga þarna yfir. Með þessu er brugðist við grun um að rússneska farþegaþotan, sem hrapaði þar um helgina, hafi verið sprengd niður. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að meiri líkur en minni séu nú til þess að sprengja hafi grandað þotunni. „Við vitum ekki fyrir víst að þetta hafi verið hryðjuverkasprengja, en það eru miklar líkur á því,“ sagði Cameron í gær. Hann sagði nauðsynlegt að bíða niðurstöðu rannsóknar á flugvélarhrapinu, sem nú er unnið að í Egyptalandi. Hann sagðist að vísu hafa mikla samúð með Egyptum, enda sé ferðaþjónustan mikilvæg í efnahagslífi Egyptalands. Hins vegar eigi hann ekki annars kost en að láta öryggi breskra ferðamanna hafa forgang. Egypsk stjórnvöld vara menn eindregið við því að hrapa að ályktunum áður en rannsókninni er lokið og segja flugbannið vera allt of harkaleg viðbrögð. Rússnesk stjórnvöld hafa einnig sagt að of snemmt sé að fullyrða nokkuð um það, hvort þarna hafi hryðjuverkamenn verið að verki. „Það er ekki hægt að útiloka neina eina kenningu, en sem stendur er engin ástæða til að segja bara eina kenningu vera áreiðanlega,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta við blaðamenn í Moskvu í gær. Flugvélin hrapaði á laugardaginn í Sínaíeyðimörkinni stuttu eftir flugtak frá ferðamannabænum Sharm el-Sheikh. Með henni fórust 224 manns, allir farþegar vélarinnar og áhöfnin. Öfgasamtökin Íslamska ríkið lýstu fljótlega yfir ábyrgð sinni á hrapinu, en egypsk stjórnvöld hafa ekki séð ástæðu til að taka mark á þeirri yfirlýsingu og segja liðsmenn samtakanna ekki færa um að skjóta niður farþegaflugvél með þessum hætti. Undanfarin misseri hafa fleiri svæði í heiminum þótt ótrygg til almenns flugs vegna átaka þar. Þar á meðal má nefna svæði í austanverðri Úkraínu og nokkur svæði í Afríku. Nú hefur Sínaískagi bæst við.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira