Bretar hætta flugi yfir Sínaí Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. nóvember 2015 07:00 Ættingjar í Moskvu syrgja við jarðarför eins farþeganna, sem fórst með rússnesku Airbus-vélinni í Egyptalandi um síðustu helgi. Fréttablaðið/EPA Bresk og írsk stjórnvöld hafa bannað allt flug yfir Sínaískaga í Egyptalandi. Bandaríkin hafa sömuleiðis bannað bandarískum flugvélum að fljúga þarna yfir. Með þessu er brugðist við grun um að rússneska farþegaþotan, sem hrapaði þar um helgina, hafi verið sprengd niður. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að meiri líkur en minni séu nú til þess að sprengja hafi grandað þotunni. „Við vitum ekki fyrir víst að þetta hafi verið hryðjuverkasprengja, en það eru miklar líkur á því,“ sagði Cameron í gær. Hann sagði nauðsynlegt að bíða niðurstöðu rannsóknar á flugvélarhrapinu, sem nú er unnið að í Egyptalandi. Hann sagðist að vísu hafa mikla samúð með Egyptum, enda sé ferðaþjónustan mikilvæg í efnahagslífi Egyptalands. Hins vegar eigi hann ekki annars kost en að láta öryggi breskra ferðamanna hafa forgang. Egypsk stjórnvöld vara menn eindregið við því að hrapa að ályktunum áður en rannsókninni er lokið og segja flugbannið vera allt of harkaleg viðbrögð. Rússnesk stjórnvöld hafa einnig sagt að of snemmt sé að fullyrða nokkuð um það, hvort þarna hafi hryðjuverkamenn verið að verki. „Það er ekki hægt að útiloka neina eina kenningu, en sem stendur er engin ástæða til að segja bara eina kenningu vera áreiðanlega,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta við blaðamenn í Moskvu í gær. Flugvélin hrapaði á laugardaginn í Sínaíeyðimörkinni stuttu eftir flugtak frá ferðamannabænum Sharm el-Sheikh. Með henni fórust 224 manns, allir farþegar vélarinnar og áhöfnin. Öfgasamtökin Íslamska ríkið lýstu fljótlega yfir ábyrgð sinni á hrapinu, en egypsk stjórnvöld hafa ekki séð ástæðu til að taka mark á þeirri yfirlýsingu og segja liðsmenn samtakanna ekki færa um að skjóta niður farþegaflugvél með þessum hætti. Undanfarin misseri hafa fleiri svæði í heiminum þótt ótrygg til almenns flugs vegna átaka þar. Þar á meðal má nefna svæði í austanverðri Úkraínu og nokkur svæði í Afríku. Nú hefur Sínaískagi bæst við. Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Sjá meira
Bresk og írsk stjórnvöld hafa bannað allt flug yfir Sínaískaga í Egyptalandi. Bandaríkin hafa sömuleiðis bannað bandarískum flugvélum að fljúga þarna yfir. Með þessu er brugðist við grun um að rússneska farþegaþotan, sem hrapaði þar um helgina, hafi verið sprengd niður. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að meiri líkur en minni séu nú til þess að sprengja hafi grandað þotunni. „Við vitum ekki fyrir víst að þetta hafi verið hryðjuverkasprengja, en það eru miklar líkur á því,“ sagði Cameron í gær. Hann sagði nauðsynlegt að bíða niðurstöðu rannsóknar á flugvélarhrapinu, sem nú er unnið að í Egyptalandi. Hann sagðist að vísu hafa mikla samúð með Egyptum, enda sé ferðaþjónustan mikilvæg í efnahagslífi Egyptalands. Hins vegar eigi hann ekki annars kost en að láta öryggi breskra ferðamanna hafa forgang. Egypsk stjórnvöld vara menn eindregið við því að hrapa að ályktunum áður en rannsókninni er lokið og segja flugbannið vera allt of harkaleg viðbrögð. Rússnesk stjórnvöld hafa einnig sagt að of snemmt sé að fullyrða nokkuð um það, hvort þarna hafi hryðjuverkamenn verið að verki. „Það er ekki hægt að útiloka neina eina kenningu, en sem stendur er engin ástæða til að segja bara eina kenningu vera áreiðanlega,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta við blaðamenn í Moskvu í gær. Flugvélin hrapaði á laugardaginn í Sínaíeyðimörkinni stuttu eftir flugtak frá ferðamannabænum Sharm el-Sheikh. Með henni fórust 224 manns, allir farþegar vélarinnar og áhöfnin. Öfgasamtökin Íslamska ríkið lýstu fljótlega yfir ábyrgð sinni á hrapinu, en egypsk stjórnvöld hafa ekki séð ástæðu til að taka mark á þeirri yfirlýsingu og segja liðsmenn samtakanna ekki færa um að skjóta niður farþegaflugvél með þessum hætti. Undanfarin misseri hafa fleiri svæði í heiminum þótt ótrygg til almenns flugs vegna átaka þar. Þar á meðal má nefna svæði í austanverðri Úkraínu og nokkur svæði í Afríku. Nú hefur Sínaískagi bæst við.
Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Sjá meira