EM 2017 í Hollandi

Fréttamynd

Einum þýðingarlitlum lokaleik frá fullkomnun

Íslensku stelpurnar komust í fyrsta sinn inn á EM án þess að þurfa að fara í gegnum umspilsleiki. Íslenska liðið vann riðil sinn í fyrsta sinn og var meira að segja komið inn á EM fyrir tvo síðustu leiki sína. Ísland átti líka markahæsta leikmann riðilsins og undankeppninnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Meira hvatning en pressa

Fanndís Friðriksdóttir er á leiðinni á sitt þriðja EM. Hún var aðeins nítján ára þegar hún var fyrst með á EM í Finnlandi fyrir átta árum og segir hlutverk sitt í liðinu hafa breyst mikið síðan. "Ég hefði alveg verið til í að hafa svona sýnilegar fyrirmyndir þegar ég var lítil,“ segir Fanndís um alla athyglina sem stelpurnar fá.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjóðin áfram í partígír

Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, fyllist þjóðar­stolti við að sjá áhugann á stelpunum okkar fyrir EM. Er klár í fyrsta leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Slagirnir utan vallar

Það er himinn og haf milli launa kvenna og karla í fótbolta. Þeim er sagt að þær séu minna virði. Þær togi inn minni tekjur. Það sé minna áhorf. Gunnhildur Yrsa, Hallbera og Glódís Perla landsliðsmenn ræða um boltann og slagina utan vallar.

Lífið
Fréttamynd

Fagnar stærra ábyrgðarhlutverki

Sif Atladóttir er á leiðinni á sitt þriðja stórmót með íslenska kvennalandsliðinu. Hún tekur kynslóðaskiptum í landsliðinu vel og segist ætla að halda áfram eins lengi og líkaminn leyfir.

Íslenski boltinn