Hlaup

Fréttamynd

Reykja­víkur­mara­þonið í beinni á Vísi

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í fertugasta sinn í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála.

Sport
Fréttamynd

Rigning og rok í methlaupi

Veðurspáin fyrir morgundaginn aftrar ekki metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Nú hafa yfir sextán þúsund skráð sig til þátttöku sem slær fyrra met frá árinu 2014 sem stóð í 15.552.  Siggi stormur segir að það gæti orðið allhvasst og rigning þegar flugeldasýningin fer fram um kvöldið.

Innlent
Fréttamynd

Mamman grét, eigin­maðurinn fraus en Veru var létt

25 ára kona sem greindist með bráðahvítblæði fyrir tveimur árum segir níu mánaða dóttur sína hafa verið sinn allra mest drifkraft í gegnum erfiða lyfjagjöf í lengri tíma. Hún hefur nú lokið meðferð og er orðin tveggja barna móðir eftir að hafa óvænt orðið ófrísk.

Lífið
Fréttamynd

„Bara heilt mara­þon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“

Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár.

Sport
Fréttamynd

Stutt í að upp­selt verði í heilt og hálft

Alls hafa um 11 þúsund manns skráð sig til leiks í hinum ýmsu vegalengdum Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Af þeim eru tæplega þrjú þúsund erlendir hlauparar frá 97 mismunandi löndum.

Lífið
Fréttamynd

„Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“

Elísa Kristinsdóttir kom sá og sigraði í Gyðjuhlaupinu, fjallahlaupi við Akureyri, um helgina. Hún bætti fyrra met í hlaupinu um heilar 90 mínútur. Hún trúði því vart hversu góður tími hennar var.

Sport
Fréttamynd

Hand­tekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra

Spretthlauparinn Sha‘Carri Richardson var handtekin um síðustu helgi fyrir að lemja kærasta sinn á flugvellinum í Seattle, Bandaríkjunum. Hún var í gæsluvarðhaldi í tæpan sólarhring en hreinsuð af öllum ásökunum eftir að kærastinn neitaði að leggja fram kæru.

Sport
Fréttamynd

Skot­held og skemmti­leg hlauparáð

Útihlaup eru gríðarlega vinsæl og eru sífellt fleiri farnir að stunda hlaup af miklu kappi. Eflaust eru ófáir að stefna á Reykjavíkurmaraþonið sem er haldið eftir mánuð en við undirbúning er margt sem er mikilvægt að hafa í huga. Lífið á Vísi ræddi við Björn Þór Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Bjöddi, sem lumar á ýmsum góðum ráðum í undirbúningnum fyrir hlaup.

Lífið
Fréttamynd

Kátína í Kenía og kvalir í Köben

Hlaupadrottningin Andrea Kolbeinsdóttir fagnaði sigri í Laugavegshlaupinu fimmta árið í röð síðustu helgi og hefur átt viðburðaríkt ár. Eftir að hafa æft með stórstjörnum í Kenía, grátið í maraþoni í Kaupmannahöfn og bætt Íslandsmet í Slóveníu tekur nú við stíf æfingatörn fyrir HM í haust.

Sport
Fréttamynd

„Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“

„Ég er sextán ára þegar allt fer algjörlega á flug. Mér leið eins og ég væri tilbúinn því ég var búinn að vera svo lengi að undirbúa þetta,“ segir sjarmatröllið, rapparinn og nú íþróttamaðurinn Aron Can. Það eru liðin níu ár frá því að ungur og efnilegur rappari skaust upp á stjörnuhimininn og líf hans átti eftir að gjörbreytast.

Lífið
Fréttamynd

Telur að 511 kíló­metra hlaupið styrki hlauparann

Karlotta Ósk Óskarsdóttir lauk hinu svokallaða Gotlandshlaupi, sem telur 511 kílómetra, í Svíþjóð á laugardaginn. Hún segist enn eiga í erfiðleikum með svefn eftir hlaupið, sem hún telur þó að styrki hlauparann. 

Lífið
Fréttamynd

Sigur­vegarinn Þor­steinn: „Það má ekki á Ís­landi“

„Mér líður bara mjög vel núna. Ég er búinn að fara í sturtu og drekka einhverja sex lítra af vökva, eftir það er ég góður,“ segir Þorsteinn Roy Jóhannsson, sigurvegari Laugavegshlaupsins í ár, eftir glimrandi frammistöðu í dag. Hann varði titil sinn frá því í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum

Miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir fór af velli í hálfleik í fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM. Eftir leik kom í ljós að hún hætti keppni vegna niðurgangs. Glódís Perla er þó alls ekki fyrsti íþróttamaðurinn sem lendir í slíkum vandræðum í miðjum leik.

Sport