Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2025 15:01 Björn Kristjánsson náði sínum besta tíma í tiu kílómetra hlaupi í Adidas Boost-hlaupi þegar hann náði að rjúfa 50 mínútna múrinn. Aðsend/Getty „Það sem mér finnst frábært við hlaupin er að það geta allir sett sér sín persónulegu markmið og unnið sína persónulega sigra. Mér finnst það eitt það fallegasta við almenningshlaup þegar maður sér fólk vera að koma í mark sem algjöra, fullkomna sigurvegara eftir að hafa klárað tíu kílómetra hlaup á áttatíu mínútum eða eitthvað og maður sér stoltið og sigurinn lýsa úr augunum. Það er svo ógeðslega fallegt og frábært við þetta sport.“ Þetta segir Björn Kristjánsson, kennari og liðsmaður sveitarinnar FM Belfast, í nýjasta þætti hlaðvarpsins Tveggja á báti í umsjón þeirra Lindu Heiðarsdóttur og Álfrúnar Tryggvadóttur. Hlaðvarpið er sérstaklega ætlað hinum venjulegu hlaupurum, það er ekki afrekshlaupurum. Í þættinum segir Björn meðal annars frá því hvað varð til þess að hann byrjaði að hlaupa í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar árið 2020, hvernig hann smitaðist af hlaupabakteríunni og Instagram-síðu sinni Hlaupa-Bjössi sem hann hefur haldið úti. Ekki töff að vera í sporti Björn segir að baksgrunni hans í skipulögðum íþróttum hafi lokið þegar hann var um fimmtán ára. „Fram að því æfði ég alls konar íþróttir, ég fór úr einu í annað og að prófa hitt og þetta. Ég var tvö ár í handbolta, tvö ár í karate, eitthvað í badminton. Ég prófaði bara alls konar. Svo byrjaði ég í menntaskóla og þá byrjaði maður að drekka brennivín og reykja sígarettur og vera töff. Það var ekki töff að vera í íþróttum á þessum tíma, á miðjum tíunda áratugnum. Síðan fer ég bara ekkert að hreyfa mig neitt reglulega fyrr en í kringum þrítugt. Þá fór ég aðeins að hlaupa. Fór yfir sumartímann og hljóp nokkrum sinnum í Reykjavíkurmaraþoni. Síðan var það ekkert fyrr en í kringum fyrstu bylgju Covid. Það eru örugglega margir sem eiga það sem einhvers konar upphafspunkt á sínum hlaupum. Bara allt í einu þá gerist eitthvað og ég varð bara „hooked“ á því að hlaupa og hef haldið því áfram síðan.“ Hlaðvarpið Tvær á báti er í umsjón þeirra Lindu Heiðarsdóttur og Álfrúnar Tryggvadóttur. Nokkrar lykilbreytur Björn segir að það hafi verið nokkrar lykilbreytur sem urðu þess valdandi að hann byrjaði að hlaupa reglulega fyrir um fimm árum. „Það fyrsta var að ég var með prógramm í gegnum eitthvað app í símanum. Ég var kominn með svona æfingaprógramm og ekki bara að fara út að hlaupa eitthvað án markmiðs eða bara að reyna að streða í einhvern X tíma eða X marga kílómetra, heldur var ég með fjölbreyttar æfingar. Ég fann hvað það skilaði miklu meiri árangri heldur en að vera bara eitthvað að puða úti. Þegar maður finnur árangur af því sem maður er að gera þá langar mann að halda áfram. Annað var að það var til Messenger-þráður sem hét Hlaupahópurinn LAB, sem var Linda, Auður, Bjössi. Bara það að hafa eitthvað fólk til að tala um hvað maður er að gera í hlaupunum og segja: „Ég var að gera þessa æfingu.“ „Ég var að taka þetta hlaup“. „Djöfull var þetta ógeðslega erfitt“ og svo fá pepp eða klapp á bakið og vera með einhvern sem hafði áhuga á að hlusta á það sem maður var að tala um. Það breytti líka rosalega miklu fyrir mig,“ segir Björn. Björn ánægur eftir að hafa klárað hálfmaraþon í Berlín 2023.Aðsend Missti taktinn Björn segir að hann hafi hlaupið áður, fílað það og langaði að byrja á því aftur. „Ég hafði tekið tímabil í hinu og þessu. Það voru þrír, fjórir mánuðir þar sem maður var duglegur og svo kom bara eitthvað. Páskafrí eða eitthvað og maður missti taktinn og náði honum ekki upp aftur. Það var svolítið mín saga.“ Björn segir að hann hafi í gegnum árin reglulega farið í heilsufarsmælingar og látið tékka á sér, meðal annars þarna í byrjun árs 2020. „Ég fékk að ég væri með hækkuð gildi í langtímablóðsykri og fékk smá gult spjald frá heimilislækninum sem sagði að ég þyrfti að taka mig í gegn, breyta mataræði og vera duglegri að hreyfa mig og svo framvegis. Á þessum tíma – þá var það kannski tilviljun að ég valdi hlaupin á þessum tíma – en ég var kannski extra „mótíveraður“ að halda mér við efnið.“ „Gjörsamlega dauður“ eftir fimm undir þrjátíu Björn náði góðum árangri í hlaupunum sem skilaði sér bæði í bættu líkamlegu atgervi og betri tímum í hlaupunum. Hann segir að fyrsta markmiðið sem hann setti sér – og það hafi verið markmið og draumur mjög lengi – var að hlaupa fimm kílómetra á undir þrjátíu mínútum. „Fyrir fólk sem er að hlusta á hlaupahlaðvarp þá er það bara: „Já ok, bara rólegt hlaup.“ En svo er líka bara fullt af fólki, það er bara mjög stór áfangi fyrir það og hann var það fyrir mig. Það er einhvern tímann í kringum páska 2020 að Linda „héraði“ mig hringinn í kringum Laugardalinn, fimm kílómetra undir þrjátíu mínútum og ég var gjörsamlega dauður eftir það.“ Hlaupa-Bjössi í öllu sínu veldi. Svavar Pétur Eysteinsson Vildi bara meira Björn segir að þarna hafi hann verið í átta vikna prógammi í hlaupasmáforritinu RunKeeper sem miðaði að því að viðkomandi gæti hlaupið fimm kílómetra á undir þrjátíu mínútum þegar hann væri búinn að klára prógrammið. Hann segist alls ekki hafa fundið fyrir tilfinningu á þessum tímapunkti að hætta, að markmiðinu væri á einhvern hátt náð. „Nei, þá vildi ég meira, ná betri árangri og betri tímum. Einhvern tímann fórum við einhvern tíu kílómetra hring og ég var með það markmið að bæta besta tíma minn úr Reykjavíkurmaraþoni sem var 62:30 eða eitthvað svoleiðis. Og Linda hljóp það með mér líka og ég held að hún hafi alltaf verið með það sem markmið – án þess að segja mér – að fara þetta undir klukkutíma. Sem við gerðum. Og mér leið vel allan tímann og aftur var það einhver stór persónulegur sigur,“ segir Björn. Hann segir þetta hafa verið snemma sumars 2020, maí eða byrjun júní. View this post on Instagram A post shared by Björn Kristjánsson (@hlaupabjossi) Persónulegir sigrar Björn segir að sér þyki það svo frábært með hlaupin að það geti allir sett sér sín persónulegu markmið og unnið sína persónulegu sigra. „Mér finnst það eitt það fallegasta við almenningshlaup að þegar maður sér fólk vera að koma í mark sem algjöra, fullkomna sigurvegara eftir að hafa klárað tíu kílómetra hlaup á áttatíu mínútum eða eitthvað og maður sér stoltið og sigurinn lýsa úr augunum. Það er svo ógeðslega fallegt og frábært við þetta sport.“ Hann segir að hlaupin hafi gert sér ótrúlega gott, ekki bara líkamlega heldur er það meira sem spilar inn í. „Jú, bara andlega. Geðið. Sem ég held reyndar að öll hreyfing geri. Ég held að hlaupin séu ekkert sér á báti þar, en ég fann það líka þegar ég var að byrja að komast af stað… Að eiga þetta móment, einn með sjálfum sér, komast út af heimilinu. Ég á þrjú börn og komast aðeins út af heimilinu í hálftíma, klukkutíma og vera einn, utandyra í súrefni að anda einhvern veginn… Það er mikil núvitund og næstum því eins og hugleiðsla,“ segir Björn. Hlusta má á þáttinn og viðtalið við Björn í heild sinni í spilaranum að neðan. Hlaup Heilsa Ástin og lífið Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Þetta segir Björn Kristjánsson, kennari og liðsmaður sveitarinnar FM Belfast, í nýjasta þætti hlaðvarpsins Tveggja á báti í umsjón þeirra Lindu Heiðarsdóttur og Álfrúnar Tryggvadóttur. Hlaðvarpið er sérstaklega ætlað hinum venjulegu hlaupurum, það er ekki afrekshlaupurum. Í þættinum segir Björn meðal annars frá því hvað varð til þess að hann byrjaði að hlaupa í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar árið 2020, hvernig hann smitaðist af hlaupabakteríunni og Instagram-síðu sinni Hlaupa-Bjössi sem hann hefur haldið úti. Ekki töff að vera í sporti Björn segir að baksgrunni hans í skipulögðum íþróttum hafi lokið þegar hann var um fimmtán ára. „Fram að því æfði ég alls konar íþróttir, ég fór úr einu í annað og að prófa hitt og þetta. Ég var tvö ár í handbolta, tvö ár í karate, eitthvað í badminton. Ég prófaði bara alls konar. Svo byrjaði ég í menntaskóla og þá byrjaði maður að drekka brennivín og reykja sígarettur og vera töff. Það var ekki töff að vera í íþróttum á þessum tíma, á miðjum tíunda áratugnum. Síðan fer ég bara ekkert að hreyfa mig neitt reglulega fyrr en í kringum þrítugt. Þá fór ég aðeins að hlaupa. Fór yfir sumartímann og hljóp nokkrum sinnum í Reykjavíkurmaraþoni. Síðan var það ekkert fyrr en í kringum fyrstu bylgju Covid. Það eru örugglega margir sem eiga það sem einhvers konar upphafspunkt á sínum hlaupum. Bara allt í einu þá gerist eitthvað og ég varð bara „hooked“ á því að hlaupa og hef haldið því áfram síðan.“ Hlaðvarpið Tvær á báti er í umsjón þeirra Lindu Heiðarsdóttur og Álfrúnar Tryggvadóttur. Nokkrar lykilbreytur Björn segir að það hafi verið nokkrar lykilbreytur sem urðu þess valdandi að hann byrjaði að hlaupa reglulega fyrir um fimm árum. „Það fyrsta var að ég var með prógramm í gegnum eitthvað app í símanum. Ég var kominn með svona æfingaprógramm og ekki bara að fara út að hlaupa eitthvað án markmiðs eða bara að reyna að streða í einhvern X tíma eða X marga kílómetra, heldur var ég með fjölbreyttar æfingar. Ég fann hvað það skilaði miklu meiri árangri heldur en að vera bara eitthvað að puða úti. Þegar maður finnur árangur af því sem maður er að gera þá langar mann að halda áfram. Annað var að það var til Messenger-þráður sem hét Hlaupahópurinn LAB, sem var Linda, Auður, Bjössi. Bara það að hafa eitthvað fólk til að tala um hvað maður er að gera í hlaupunum og segja: „Ég var að gera þessa æfingu.“ „Ég var að taka þetta hlaup“. „Djöfull var þetta ógeðslega erfitt“ og svo fá pepp eða klapp á bakið og vera með einhvern sem hafði áhuga á að hlusta á það sem maður var að tala um. Það breytti líka rosalega miklu fyrir mig,“ segir Björn. Björn ánægur eftir að hafa klárað hálfmaraþon í Berlín 2023.Aðsend Missti taktinn Björn segir að hann hafi hlaupið áður, fílað það og langaði að byrja á því aftur. „Ég hafði tekið tímabil í hinu og þessu. Það voru þrír, fjórir mánuðir þar sem maður var duglegur og svo kom bara eitthvað. Páskafrí eða eitthvað og maður missti taktinn og náði honum ekki upp aftur. Það var svolítið mín saga.“ Björn segir að hann hafi í gegnum árin reglulega farið í heilsufarsmælingar og látið tékka á sér, meðal annars þarna í byrjun árs 2020. „Ég fékk að ég væri með hækkuð gildi í langtímablóðsykri og fékk smá gult spjald frá heimilislækninum sem sagði að ég þyrfti að taka mig í gegn, breyta mataræði og vera duglegri að hreyfa mig og svo framvegis. Á þessum tíma – þá var það kannski tilviljun að ég valdi hlaupin á þessum tíma – en ég var kannski extra „mótíveraður“ að halda mér við efnið.“ „Gjörsamlega dauður“ eftir fimm undir þrjátíu Björn náði góðum árangri í hlaupunum sem skilaði sér bæði í bættu líkamlegu atgervi og betri tímum í hlaupunum. Hann segir að fyrsta markmiðið sem hann setti sér – og það hafi verið markmið og draumur mjög lengi – var að hlaupa fimm kílómetra á undir þrjátíu mínútum. „Fyrir fólk sem er að hlusta á hlaupahlaðvarp þá er það bara: „Já ok, bara rólegt hlaup.“ En svo er líka bara fullt af fólki, það er bara mjög stór áfangi fyrir það og hann var það fyrir mig. Það er einhvern tímann í kringum páska 2020 að Linda „héraði“ mig hringinn í kringum Laugardalinn, fimm kílómetra undir þrjátíu mínútum og ég var gjörsamlega dauður eftir það.“ Hlaupa-Bjössi í öllu sínu veldi. Svavar Pétur Eysteinsson Vildi bara meira Björn segir að þarna hafi hann verið í átta vikna prógammi í hlaupasmáforritinu RunKeeper sem miðaði að því að viðkomandi gæti hlaupið fimm kílómetra á undir þrjátíu mínútum þegar hann væri búinn að klára prógrammið. Hann segist alls ekki hafa fundið fyrir tilfinningu á þessum tímapunkti að hætta, að markmiðinu væri á einhvern hátt náð. „Nei, þá vildi ég meira, ná betri árangri og betri tímum. Einhvern tímann fórum við einhvern tíu kílómetra hring og ég var með það markmið að bæta besta tíma minn úr Reykjavíkurmaraþoni sem var 62:30 eða eitthvað svoleiðis. Og Linda hljóp það með mér líka og ég held að hún hafi alltaf verið með það sem markmið – án þess að segja mér – að fara þetta undir klukkutíma. Sem við gerðum. Og mér leið vel allan tímann og aftur var það einhver stór persónulegur sigur,“ segir Björn. Hann segir þetta hafa verið snemma sumars 2020, maí eða byrjun júní. View this post on Instagram A post shared by Björn Kristjánsson (@hlaupabjossi) Persónulegir sigrar Björn segir að sér þyki það svo frábært með hlaupin að það geti allir sett sér sín persónulegu markmið og unnið sína persónulegu sigra. „Mér finnst það eitt það fallegasta við almenningshlaup að þegar maður sér fólk vera að koma í mark sem algjöra, fullkomna sigurvegara eftir að hafa klárað tíu kílómetra hlaup á áttatíu mínútum eða eitthvað og maður sér stoltið og sigurinn lýsa úr augunum. Það er svo ógeðslega fallegt og frábært við þetta sport.“ Hann segir að hlaupin hafi gert sér ótrúlega gott, ekki bara líkamlega heldur er það meira sem spilar inn í. „Jú, bara andlega. Geðið. Sem ég held reyndar að öll hreyfing geri. Ég held að hlaupin séu ekkert sér á báti þar, en ég fann það líka þegar ég var að byrja að komast af stað… Að eiga þetta móment, einn með sjálfum sér, komast út af heimilinu. Ég á þrjú börn og komast aðeins út af heimilinu í hálftíma, klukkutíma og vera einn, utandyra í súrefni að anda einhvern veginn… Það er mikil núvitund og næstum því eins og hugleiðsla,“ segir Björn. Hlusta má á þáttinn og viðtalið við Björn í heild sinni í spilaranum að neðan.
Hlaup Heilsa Ástin og lífið Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira