Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Fegurðardrottning, gasgrímur og sérsveitin við gosið

Vilhelm Gunnarsson fréttaljósmyndari Vísis hefur farið nokkrar ferðir að eldgosinu í Geldingadölum þessa fyrstu viku eldgossins. Það hefur verið stöðug örtröð göngufólks að gosstöðvum og björgunarsveitarfólk hefur haft í nógu að snúast.

Lífið
Fréttamynd

Veður­fræðingur og náttúru­vá­r­sér­fræðingur beina því til fólks að fara ekki að gosinu í dag

Hraunflæði úr gosinu í Geldingadölum hefur verið stöðugt í nótt. „Við sáum í gær að það hefur lokast af þarna svæði við gíginn sem hafði áður verði hægt að ganga að og hraunið rann aðeins meira í áttina að stikuðu gönguleiðinni. Annars hefur rennslið bara verið tiltölulega jafnt,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur um stöðuna á gosinu.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert úti­vistar­veður á gos­stöðvunum

Það er spáð ansi leiðinlegu veðri á gosstöðvunum í Geldingadal í dag og í raun er þar ekkert útivistarveður. Svæðinu var lokað í gær af lögreglunni á Suðurnesjum vegna versnandi veðurs og hefur ekki borist nein tilkynning um að það hafi verið opnað aftur.

Innlent
Fréttamynd

Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs

Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit.

Innlent
Fréttamynd

Gossvæðinu lokað í kvöld

Svæðinu við eldgosið í Geldingadal hefur verið lokað í kvöld vegna versnandi veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum á níunda tímanum.

Innlent
Fréttamynd

Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu

Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga.

Innlent
Fréttamynd

Gasmengun leggur yfir stikuðu gönguleiðina

Guðmundur Eyjólfsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ráðleggur fólki að bíða með að leggja af stað í átt að gosstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar sem leggur yfir stikuðu gönguleiðina.

Innlent
Fréttamynd

Göngufólki hleypt af stað inn í Geldingadal

Lörgeglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadal. Veðurskilyrði fara batnandi og fylgist Veðurstofa Íslands með veðrinu í rauntíma þökk sé veðurstöð sem komið hefur verið upp í dalnum. Unnið er að því að efla rauntímamælingar á gasi við hraunjaðra.

Innlent
Fréttamynd

Gosið aldrei sést jafnvel frá Hafnarfirði

Eldgosið í Geldingadal sést óvenjuvel frá höfuðborginni í kvöld. Náttúruvársérfræðingur segir engin merki um að gosið hafi aukist. Skyggni og veðurskilyrði í kvöld séu einfaldlega betri en síðustu daga en þó geti verið að minni gígarnir tveir hafi sameinast í einn.

Innlent