Virknin liggur of djúpt til að mæla kvikuhreyfingar Þorgils Jónsson skrifar 30. september 2021 19:50 Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, fór yfir stöðuna á Reykjanesi með Kolbeini Tuma Daðasyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ýmislegt bendir til þess að jarðskjálftar sem hafa fundist á Reykjanesi undanfarið orsakist af kvikuhreyfingum neðanjarðar. Þetta sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Á annað þúsund skjálfta fundust á Reykjanesi í dag. Sá stærsti, að stærðinni 3,7, reið yfir í nótt, en einn sem var upp á 3,5, mældist um kl. 14 í dag. „Þessi virkni er enn á meira en 5 km dýpi og ef þetta er kvika, liggur hún of djúpt til að við getum séð það með aflögunarmælingum. En við ætlum að fylgjast mjög vel með næstu dagana og sjá hvernig þetta fer,“ sagði Kristín. Aðspurð hvort þessir skjálftar geti verið undanfari stærri skjálfta sagði hún að þessi hrina væri ólíkt staðbundnari þeirri sem var fyrir gosið í Geldingadölum. Virknin væri nú alveg nyrst í ganginum sem myndaðist í febrúar og mars. Klippa: Keilir nötrar „Það er auðvitað ekki óhugsandi að þarna geti orðið skjálftar og þarna geta skjálftar orðið allt að 6,5. Ég held að á meðan þessi virkni er í gangi megum við búast við því að finna svona einn og einn annað slagið, en við skulum vona að þeir verði ekki svona stórir, þó að auðvitað sé ekki sé hægt að útiloka það.“ Ef gosop myndi myndast á þessu svæði er viðbúið að íbúar í nágrenninu, í Vogum á Vatnsleysuströnd og norður af Hvassahrauni yrðu verulega vör við það, en Kristín segir stöðuna ekki komna á það stig að það þurfi að hafa áhyggjur af því. Íbúar hefðu reynslu af skjálftunum og ættu að muna hvernig ástandið var í aðdraganda gossins. „En ef það fer að flæða eitthvað hraun þarna, þá mun það taka langan tíma og verður að vera ansi kröftugt gos til þess að það renni út að Reykjanesbraut. En við erum ekkert komin þangað ennþá.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jarðskjálfti af stærð 3,5 fannst vel í höfuðborginni Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 14 og fannst hann vel víða á suðvesturhorninu. Jarðskjálftinn átti upptök sín tæpum kílómetra suðvestur af Keili en þar hefur jarðskjálftahrina riðið yfir undanfarna daga. 30. september 2021 14:29 Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. 30. september 2021 11:56 Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30. september 2021 02:17 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Á annað þúsund skjálfta fundust á Reykjanesi í dag. Sá stærsti, að stærðinni 3,7, reið yfir í nótt, en einn sem var upp á 3,5, mældist um kl. 14 í dag. „Þessi virkni er enn á meira en 5 km dýpi og ef þetta er kvika, liggur hún of djúpt til að við getum séð það með aflögunarmælingum. En við ætlum að fylgjast mjög vel með næstu dagana og sjá hvernig þetta fer,“ sagði Kristín. Aðspurð hvort þessir skjálftar geti verið undanfari stærri skjálfta sagði hún að þessi hrina væri ólíkt staðbundnari þeirri sem var fyrir gosið í Geldingadölum. Virknin væri nú alveg nyrst í ganginum sem myndaðist í febrúar og mars. Klippa: Keilir nötrar „Það er auðvitað ekki óhugsandi að þarna geti orðið skjálftar og þarna geta skjálftar orðið allt að 6,5. Ég held að á meðan þessi virkni er í gangi megum við búast við því að finna svona einn og einn annað slagið, en við skulum vona að þeir verði ekki svona stórir, þó að auðvitað sé ekki sé hægt að útiloka það.“ Ef gosop myndi myndast á þessu svæði er viðbúið að íbúar í nágrenninu, í Vogum á Vatnsleysuströnd og norður af Hvassahrauni yrðu verulega vör við það, en Kristín segir stöðuna ekki komna á það stig að það þurfi að hafa áhyggjur af því. Íbúar hefðu reynslu af skjálftunum og ættu að muna hvernig ástandið var í aðdraganda gossins. „En ef það fer að flæða eitthvað hraun þarna, þá mun það taka langan tíma og verður að vera ansi kröftugt gos til þess að það renni út að Reykjanesbraut. En við erum ekkert komin þangað ennþá.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jarðskjálfti af stærð 3,5 fannst vel í höfuðborginni Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 14 og fannst hann vel víða á suðvesturhorninu. Jarðskjálftinn átti upptök sín tæpum kílómetra suðvestur af Keili en þar hefur jarðskjálftahrina riðið yfir undanfarna daga. 30. september 2021 14:29 Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. 30. september 2021 11:56 Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30. september 2021 02:17 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Jarðskjálfti af stærð 3,5 fannst vel í höfuðborginni Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 14 og fannst hann vel víða á suðvesturhorninu. Jarðskjálftinn átti upptök sín tæpum kílómetra suðvestur af Keili en þar hefur jarðskjálftahrina riðið yfir undanfarna daga. 30. september 2021 14:29
Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. 30. september 2021 11:56
Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30. september 2021 02:17