Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Árni Sæberg skrifa 1. október 2021 22:36 Mikil skjálftavirkni hefur verið við Keili síðustu daga Vísir/Vilhelm Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. Skjálftarnir eru staðsettir í norðurenda kvikugangsins við Geldingadali. Af þeim tvö þúsund skjálftum sem mælst hafa, hafa sex þeirra verið yfir þremur að stærð. Skjálftavirknin virðist vera áþekk því sem sást fyrir aðdraganda eldgossins í Fagradalsfjalli en enginn gosórói hefur mælst á svæðinu. Öflugasti skjálfti hrinunnar varð í hádeginu í dag, um 3,8 að stærð. Hann fannst víða í höfuðborginni en ekki eins vel í Reykjanesbæ, þrátt fyrir að upptök hans hafi verið þar skammt frá. Íbúar Voga skuli vera tilbúnir í rýmingar „Það sem hefur kannski reynst manni best við allar þessar aðstæður og lærdómurinn sem maður hefur dregið af þessu þessa mánuði sem eru liðnir og rúm ár frá því að þetta byrjaði allt, það er bara að viðhafa æðruleysi fyrst og fremst og vera bara einhvern veginn tilbúinn í að takast á við það þegar og ef það gerist,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Þá votti vissulega fyrir einhverjum áhyggjum en að íbúar séu vel upplýstir um hvernig bregðast eigi við ef eldgos hefst. Þannig hafa allir íbúar fengið í hendurnar tvo borða í rauðum og hvítum lit sem ber að nota ef grípa þarf til rýmingar. „Þá hengir fólk annan borðann á húninn hjá sér sem segir þá við erum búin að rýma, ef hinn liturinn er á þá þýðir það að við erum hér enn þá og okkur vantar aðstoð,“ segir Ásgeir um borðakerfið. Flestir íbúar Voga, sem Stöð 2 ræddi við í dag, sögðust hafa fundið fyrir skjálftum síðustu daga. Þó virðast þeir ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. Eldgos og jarðhræringar Vogar Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Skjálftarnir eru staðsettir í norðurenda kvikugangsins við Geldingadali. Af þeim tvö þúsund skjálftum sem mælst hafa, hafa sex þeirra verið yfir þremur að stærð. Skjálftavirknin virðist vera áþekk því sem sást fyrir aðdraganda eldgossins í Fagradalsfjalli en enginn gosórói hefur mælst á svæðinu. Öflugasti skjálfti hrinunnar varð í hádeginu í dag, um 3,8 að stærð. Hann fannst víða í höfuðborginni en ekki eins vel í Reykjanesbæ, þrátt fyrir að upptök hans hafi verið þar skammt frá. Íbúar Voga skuli vera tilbúnir í rýmingar „Það sem hefur kannski reynst manni best við allar þessar aðstæður og lærdómurinn sem maður hefur dregið af þessu þessa mánuði sem eru liðnir og rúm ár frá því að þetta byrjaði allt, það er bara að viðhafa æðruleysi fyrst og fremst og vera bara einhvern veginn tilbúinn í að takast á við það þegar og ef það gerist,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Þá votti vissulega fyrir einhverjum áhyggjum en að íbúar séu vel upplýstir um hvernig bregðast eigi við ef eldgos hefst. Þannig hafa allir íbúar fengið í hendurnar tvo borða í rauðum og hvítum lit sem ber að nota ef grípa þarf til rýmingar. „Þá hengir fólk annan borðann á húninn hjá sér sem segir þá við erum búin að rýma, ef hinn liturinn er á þá þýðir það að við erum hér enn þá og okkur vantar aðstoð,“ segir Ásgeir um borðakerfið. Flestir íbúar Voga, sem Stöð 2 ræddi við í dag, sögðust hafa fundið fyrir skjálftum síðustu daga. Þó virðast þeir ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu mála.
Eldgos og jarðhræringar Vogar Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira