Úkraína

Fréttamynd

Safna fyrir fatlað fólk í Úkraínu

Þroskahjálp, Átak - félag fólks með þroskahömlun, TABÚ og Öryrkjabandalag Íslands hafa sett af stað söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Þau segja fatlað fólk sérstaklega berskjaldað í stríðsátökum og stöðu þess í Úkraínu grafalvarlega. 

Innlent
Fréttamynd

Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga

„Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Bók­stafurinn sem táknar stuðning við inn­rás Rússa

Tákn sem birst hefur á myndum af stríðsvélum Rússa í Úkraínu og virðist upphaflega átt að þjóna þeim tilgangi að aðgreina stríðsgögnin hefur öðlast nýtt líf. Bókstafurinn Z er orðið tákn þeirra sem styðja Rússa og innrásina í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Sergej Bubka: Úkraína mun vinna

Fyrrum heimsmeistari og heimsmethafi í stangarstökki styður þjóð sína á samfélagsmiðlum og er sannfærður um að Úkraína standi uppi sem sigurvegari en verði ekki „þurrkuð“ út af Rússum.

Sport
Fréttamynd

Roland slapp frá Úkraínu | „Pútín er fasisti“

Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi aðstoðarþjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið.

Handbolti
Fréttamynd

„Fólk drekkur úr pollunum á götunni“

„Það er ekkert rafmagn, enginn hiti, ekkert símasamband. Þetta er algjör hryllingur,“ hefur New York Times eftir ráðgjafa borgarstjórans í Maríupól um ástandið í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Blinken og Kuleba hittust í Póllandi

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Úkraínu, Antony Blinken og Dmytro Kuleba áttu fund á landamærum Úkraínu og Póllands í dag. Kuleba sagði það merki um veikleika að NATO neiti að setja á flugbann yfir Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Segir Vesturlönd haga sér eins og glæpamenn

Dmitry Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda, sagði við fjölmiðla í dag að Vesturlönd séu að haga sér eins og glæpamenn með því að beita Rússa efnahagslegum refsiaðgerðum vegna innrásarinnar en ráðamenn í Rússlandi hafa reyndar viljað kalla hana „sérstaka hernaðaraðgerð.“

Erlent