Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2022 13:23 Steven Seagal með Denis Pushilin, leiðtoga Lýðveldisins í Donetsk. Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar. Meðal annars hefur Seagal tekið viðtöl við stríðsfanga, en það er bannað samkvæmt Genfarsáttmálanum og ákvæða hans um meðferð stríðsfanga. Denis Pushilin, leiðtogi Lýðveldisins í Donetsk, sagði frá heimsókn Seagals til bæjarins Olenivka á Telegram í gærkvöldi og vinnu hans að heimildarmyndinni. Hann sagði einni frá því að leikarinn hefði tekið viðtöl við úkraínska stríðsfanga. Tugir úkraínskra stríðsfanga létu lífið í Olenivka í síðasta mánuði. Rússar sögðu Úkraínumenn hafa gert loftárás á fangelsið til að stöðva fangana í að segja frá meintum stríðsglæpum Úkraínumanna. Úkraínumenn saka hins vegar Rússa um sprenginguna og segja markmiðið hafa verið að hylma yfir pyntingar á úkraínskum stríðsföngum. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Margir þeirra gáfust upp í Maríupól og tilheyra Azov-herdeildinni, sem tilheyrir þjóðvarðliði Úkraínu. Herdeildin var stofnuð eftir upprunalegu innrás Rússa í Úkraínu árið 2014 og var með höfuðstöðvar í Maríupól. Hún hefur lengi verið bendluð við nýnasista og fjarhægri öfgamenn en ráðamenn í Kænugarði segja að tekið hafi verið til í herdeildinni. Þó herdeildin sé einungis lítill hluti úkraínska hersins og þó meðlimir hennar fari ekki með nein völd, hefur hún reynst ríkisstjórn Rússlands sem áróðurstól varðandi ásakanir þeirra um að Úkraínu sé stýrt af nasistum. Sjá einnig: Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Rússneski sjónvarpsmaðurinn Vladimir Solovyov sagði frá því á Telegram í gær að Seagal hefði persónulega skoðað brak úr bandarískum eldflaugum og það sannaði að Úkraínumenn hefðu myrt eigin hermenn í massavís. Solovyov sagði einnig frá því að Seagal hefði rætt við úkraínska stríðsfanga. Bæði meðlimi Azov og landgönguliða. Solovyov sagði leikarann hafa spurt þá „óþægilegra spurninga“. Seagal hefur á undanförnum árum búið í Rússlandi og fékk hann rússneskan ríkisborgararétt árið 2016, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann var svo gerður sérstakur sendiherra Rússlands og gefið það verkefni að bæta samskipti Rússlands og Bandaríkjanna en viðurkenndi nýverið að það hefði misheppnast hjá sér. Graham Philips, sem er breskur maður sem tók í sumar „viðtöl“ við Úkraínska stríðsfanga á vegum rússneskra ríkismiðla, var sakaður um stríðsglæpi vegna þessara viðtala. Meðal annars ræddi hann við Aiden Aslin, sem er breskur maður, sem búið hefur í Úkraínu í fjögur ár. Hann er einnig með úkraínskan ríkisborgararétt og er meðlimur í landgönguliði Úkraínu. Hann var handsamaður í Maríupól fyrr í stríðinu og hafa Rússar sakað hann ranglega um að vera málaliði og var dæmdur til dauða. Sjá einnig: Íslenskur fréttamaður á vegum Pútíns tók viðtal við meintan stríðsglæpamann Rússneskir ríkismiðlar hafa birt þó nokkur myndbönd af Aslin í haldi og var hann meðal annars þvingaður til að syngja rússneska þjóðsönginn á myndbandi, eftir að hann var dæmdur til dauða. Sjá einnig: Rússar vilja hengja hermennina Í stuttum ummælum sem birt hafa verið í rússnesku sjónvarpi veltir Seagal því fyrir sér hvort einn af „nasistunum“ sem dóu í sprengingunni í fangelsinu í Olenivka hafi verið sprengdur í loft upp af Úkraínumönnum vegna þess að hann hafi verið byrjaður að segja frá stríðsglæpum og mannréttindabrotum Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. Steven Seagal talking about the Olenivka Massacre, in which 53 Ukrainian POWs were killed.He says:1. Ukraine did it in a HIMARS strike2. The Ukrainian POWs were Nazis3. Zelensky ordered the strike because the prisoners started talking.Disgusting! pic.twitter.com/5XOe3jqRra— Visegrád 24 (@visegrad24) August 10, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Meðal annars hefur Seagal tekið viðtöl við stríðsfanga, en það er bannað samkvæmt Genfarsáttmálanum og ákvæða hans um meðferð stríðsfanga. Denis Pushilin, leiðtogi Lýðveldisins í Donetsk, sagði frá heimsókn Seagals til bæjarins Olenivka á Telegram í gærkvöldi og vinnu hans að heimildarmyndinni. Hann sagði einni frá því að leikarinn hefði tekið viðtöl við úkraínska stríðsfanga. Tugir úkraínskra stríðsfanga létu lífið í Olenivka í síðasta mánuði. Rússar sögðu Úkraínumenn hafa gert loftárás á fangelsið til að stöðva fangana í að segja frá meintum stríðsglæpum Úkraínumanna. Úkraínumenn saka hins vegar Rússa um sprenginguna og segja markmiðið hafa verið að hylma yfir pyntingar á úkraínskum stríðsföngum. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Margir þeirra gáfust upp í Maríupól og tilheyra Azov-herdeildinni, sem tilheyrir þjóðvarðliði Úkraínu. Herdeildin var stofnuð eftir upprunalegu innrás Rússa í Úkraínu árið 2014 og var með höfuðstöðvar í Maríupól. Hún hefur lengi verið bendluð við nýnasista og fjarhægri öfgamenn en ráðamenn í Kænugarði segja að tekið hafi verið til í herdeildinni. Þó herdeildin sé einungis lítill hluti úkraínska hersins og þó meðlimir hennar fari ekki með nein völd, hefur hún reynst ríkisstjórn Rússlands sem áróðurstól varðandi ásakanir þeirra um að Úkraínu sé stýrt af nasistum. Sjá einnig: Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Rússneski sjónvarpsmaðurinn Vladimir Solovyov sagði frá því á Telegram í gær að Seagal hefði persónulega skoðað brak úr bandarískum eldflaugum og það sannaði að Úkraínumenn hefðu myrt eigin hermenn í massavís. Solovyov sagði einnig frá því að Seagal hefði rætt við úkraínska stríðsfanga. Bæði meðlimi Azov og landgönguliða. Solovyov sagði leikarann hafa spurt þá „óþægilegra spurninga“. Seagal hefur á undanförnum árum búið í Rússlandi og fékk hann rússneskan ríkisborgararétt árið 2016, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann var svo gerður sérstakur sendiherra Rússlands og gefið það verkefni að bæta samskipti Rússlands og Bandaríkjanna en viðurkenndi nýverið að það hefði misheppnast hjá sér. Graham Philips, sem er breskur maður sem tók í sumar „viðtöl“ við Úkraínska stríðsfanga á vegum rússneskra ríkismiðla, var sakaður um stríðsglæpi vegna þessara viðtala. Meðal annars ræddi hann við Aiden Aslin, sem er breskur maður, sem búið hefur í Úkraínu í fjögur ár. Hann er einnig með úkraínskan ríkisborgararétt og er meðlimur í landgönguliði Úkraínu. Hann var handsamaður í Maríupól fyrr í stríðinu og hafa Rússar sakað hann ranglega um að vera málaliði og var dæmdur til dauða. Sjá einnig: Íslenskur fréttamaður á vegum Pútíns tók viðtal við meintan stríðsglæpamann Rússneskir ríkismiðlar hafa birt þó nokkur myndbönd af Aslin í haldi og var hann meðal annars þvingaður til að syngja rússneska þjóðsönginn á myndbandi, eftir að hann var dæmdur til dauða. Sjá einnig: Rússar vilja hengja hermennina Í stuttum ummælum sem birt hafa verið í rússnesku sjónvarpi veltir Seagal því fyrir sér hvort einn af „nasistunum“ sem dóu í sprengingunni í fangelsinu í Olenivka hafi verið sprengdur í loft upp af Úkraínumönnum vegna þess að hann hafi verið byrjaður að segja frá stríðsglæpum og mannréttindabrotum Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. Steven Seagal talking about the Olenivka Massacre, in which 53 Ukrainian POWs were killed.He says:1. Ukraine did it in a HIMARS strike2. The Ukrainian POWs were Nazis3. Zelensky ordered the strike because the prisoners started talking.Disgusting! pic.twitter.com/5XOe3jqRra— Visegrád 24 (@visegrad24) August 10, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira