Segjast hafa ráðist á höfuðstöðvar Wagner-hópsins Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2022 22:14 Serhiy Haidai er héraðsstjóri í Luhansk. Efrem Lukatsky/AP Úkraínumenn segjast hafa gert stórskotaliðsárás á höfuðstöðvar Wagner-hópsins, hóps rússneskra málaliða, í austurhluta Úkraínu. Héraðsstjóri Luhansk segir Úkraínumenn hafa komist á snoðir um staðsetningu hópsins eftir að rússneskur fréttamaður birti mynd af nokkrum meðlimum hans. Wagner-hópurinn er umdeildur hópur málaliða sem starfa fyrir rússnesku fyrirtækin Wagner Group og Wagner PMC. Fyrirtækin voru stofnuð af Dmitry Utkin, fyrrverandi sérsveitarmanni innan leyniþjónustu rússneska hersins GRU og eru sögð hafa mikil tengsl við ríkisstjórn Pútíns. Hópurinn tók þátt í hernaðaraðgerðum Rússa á Krímskaga árið 2014 og hefur komið að innrás Rússa í Úkraínu í ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Serghiy Haidai, héraðsstjóri í Lukansk, greinir frá því á samfélagsmiðlinum Telegram að Úkraínumenn hafi sprengt höfuðstöðvar hópsins í Luhansk. Rússar hafa farið með öll völd í Luhansk síðan síðustu Úkraínsku hermennirnir yfirgáfu borgirnar Sieveródonetsk og Lýsitsjansk í júní. „Í þetta skiptið grandaði vel heppnuð árás höfuðstöðvum Wagner PMC í Popasna í gær,“ sagði Haidai og bætti við að ekkert væri enn vitað um tölu látinna. Götuskilti kom upp um hópinn Haidai segir enn fremur að árásin sé rússneska fréttamanninum Sergei Sreda að þakka. Sreda birti á dögunum mynd af nokkrum málaliðum Wagner-hópsins á Telegram en hefur eytt henni síðan þá. Á myndinni, sem sjá má í tísti úkraínska miðilsins Euromaiden hér að neðan, sést götuskilti í efra vinstra horninu. Á því má sjá staðsetningu hópsins í Popasna, sem er rétt suður af Sieveródonetsk. Russian Telegram channels report on attack of Armed Forces of Ukraine on headquarters of PMC Wagner in occupied Popasna, Luhansk OblastRussian military reporter Sergei Sreda published the photo of location exposing address. https://t.co/YweNRUDOQv Radio Svoboda pic.twitter.com/zjzjxfAZ0p— Euromaidan Press (@EuromaidanPress) August 14, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Hermenn og málaliðar frá Rússlandi eru sagðir hafa tekið hundruð manna af lífi í bænum Moura í Malí í mars. Hermennirnir voru að elta vígamenn sem hafa verið umsvifamiklir á svæðinu um árabil. 31. maí 2022 23:10 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Wagner-hópurinn er umdeildur hópur málaliða sem starfa fyrir rússnesku fyrirtækin Wagner Group og Wagner PMC. Fyrirtækin voru stofnuð af Dmitry Utkin, fyrrverandi sérsveitarmanni innan leyniþjónustu rússneska hersins GRU og eru sögð hafa mikil tengsl við ríkisstjórn Pútíns. Hópurinn tók þátt í hernaðaraðgerðum Rússa á Krímskaga árið 2014 og hefur komið að innrás Rússa í Úkraínu í ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Serghiy Haidai, héraðsstjóri í Lukansk, greinir frá því á samfélagsmiðlinum Telegram að Úkraínumenn hafi sprengt höfuðstöðvar hópsins í Luhansk. Rússar hafa farið með öll völd í Luhansk síðan síðustu Úkraínsku hermennirnir yfirgáfu borgirnar Sieveródonetsk og Lýsitsjansk í júní. „Í þetta skiptið grandaði vel heppnuð árás höfuðstöðvum Wagner PMC í Popasna í gær,“ sagði Haidai og bætti við að ekkert væri enn vitað um tölu látinna. Götuskilti kom upp um hópinn Haidai segir enn fremur að árásin sé rússneska fréttamanninum Sergei Sreda að þakka. Sreda birti á dögunum mynd af nokkrum málaliðum Wagner-hópsins á Telegram en hefur eytt henni síðan þá. Á myndinni, sem sjá má í tísti úkraínska miðilsins Euromaiden hér að neðan, sést götuskilti í efra vinstra horninu. Á því má sjá staðsetningu hópsins í Popasna, sem er rétt suður af Sieveródonetsk. Russian Telegram channels report on attack of Armed Forces of Ukraine on headquarters of PMC Wagner in occupied Popasna, Luhansk OblastRussian military reporter Sergei Sreda published the photo of location exposing address. https://t.co/YweNRUDOQv Radio Svoboda pic.twitter.com/zjzjxfAZ0p— Euromaidan Press (@EuromaidanPress) August 14, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Hermenn og málaliðar frá Rússlandi eru sagðir hafa tekið hundruð manna af lífi í bænum Moura í Malí í mars. Hermennirnir voru að elta vígamenn sem hafa verið umsvifamiklir á svæðinu um árabil. 31. maí 2022 23:10 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Hermenn og málaliðar frá Rússlandi eru sagðir hafa tekið hundruð manna af lífi í bænum Moura í Malí í mars. Hermennirnir voru að elta vígamenn sem hafa verið umsvifamiklir á svæðinu um árabil. 31. maí 2022 23:10