Rússar segja stórar sprengingar á Krímskaga skemmdarverk Samúel Karl Ólason skrifar 16. ágúst 2022 11:17 Þessi mynd er af sprengingunum á Saky-herflugvellinum á Krímskaga í síðustu viku. AP/UGC Stærðarinnar sprengingar urðu á Krímskaga í morgun þar sem skotfæra- og vopnageymsla rússneska hersins sprakk í loft upp. Rússar segja að tímabundin vopnageymsla sem reist var á sveitabæ í Dzhankoi-héraði hafi sprungið vegna skemmdarverks. Rússneski ríkismiðillinn RIA segir engan hafa sakað í sprengingunum. Þá hefur miðillinn eftir starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Rússa að skemmdir hafi orðið á rafmagnslínum, orkuveri, íbúðarhúsum og lestarteinum Rúmlega tvö þúsund manns hafa verið flutt af svæðinu. Myndbönd af sprengingunum hafa verið í dreifingu á netinu í morgun. And that's quite a big bang. There was obviously a significant amount of ammunition stored at this dump... pic.twitter.com/68MtdJs3Un— Jimmy (@JimmySecUK) August 16, 2022 Vika er síðan nokkrar sprengingar urðu á flugstöð rússneska hersins á Krímskaga. Rússneskir embættismenn hafa þvertekið fyrir að það hafi verið árás og segja sprengingarnar ekki hafa skemmt neitt og að engan hafi sakað. Sjá einnig: Átta herflugvélar virðast hafa skemmst í sprengingum á herstöð á Krímskaga Eins og frægt er, þá réðust Rússar inn í Krímskaga og innlimuðu hann af Úkraínu árið 2014. Úkraínumenn hafa á undanförnum vikum sótt rólega fram gegn Rússum í Kherson, eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, skipaði hernum að frelsa héraðið undan Rússum. Forsetinn hefur einnig sagt að Krímskagi verði sömuleiðis frelsaður. Úkraínumenn hafa verið að nota eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Bretlandi, sem kallast HIMARS, til að gera árásir á birgðastöðvar, stjórnstöðvar og brýr í Kherson til að gera Rússum erfiðarar um vik með að flytja birgðir og liðsauka á svæðið. Enn sem komið er hefur gagnárás Úkraínumanna í Kherson þó ekki náð miklum árangri. Það sama má segja um sóknir Rússa á Donbas-svæðinu. Þær hafa náð takmörkuðum árangri á undanförnum vikum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Frelsun Krímskaga forsenda stríðsloka, segir Selenskí Stríðið í Úkraínu hófst með innlimun Krímskaga og mun aðeins enda með frelsun hans, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Selenskí segir Krímskaga tilheyra Úkraínu og að Úkraínumenn muni aldrei gefa hann eftir. 10. ágúst 2022 07:50 Medvedev segir Nató dreifa sér eins og krabbamein Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hvorki Úkraínumenn né bandamenn þeirra myndu ganga til viðræðna við Rússa ef þeir efndu til atkvæðagreiðsla um innlimun á hernumdum svæðum. Rússar hafa náð stórum svæðum á sitt vald í austur- og suðurhluta Úkraínu, þar sem leppstjórnir þeirra hafa ítrekað boðað íbúakosningu um sameiningu við Rússland. 8. ágúst 2022 12:19 Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 8. ágúst 2022 10:25 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Rússneski ríkismiðillinn RIA segir engan hafa sakað í sprengingunum. Þá hefur miðillinn eftir starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Rússa að skemmdir hafi orðið á rafmagnslínum, orkuveri, íbúðarhúsum og lestarteinum Rúmlega tvö þúsund manns hafa verið flutt af svæðinu. Myndbönd af sprengingunum hafa verið í dreifingu á netinu í morgun. And that's quite a big bang. There was obviously a significant amount of ammunition stored at this dump... pic.twitter.com/68MtdJs3Un— Jimmy (@JimmySecUK) August 16, 2022 Vika er síðan nokkrar sprengingar urðu á flugstöð rússneska hersins á Krímskaga. Rússneskir embættismenn hafa þvertekið fyrir að það hafi verið árás og segja sprengingarnar ekki hafa skemmt neitt og að engan hafi sakað. Sjá einnig: Átta herflugvélar virðast hafa skemmst í sprengingum á herstöð á Krímskaga Eins og frægt er, þá réðust Rússar inn í Krímskaga og innlimuðu hann af Úkraínu árið 2014. Úkraínumenn hafa á undanförnum vikum sótt rólega fram gegn Rússum í Kherson, eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, skipaði hernum að frelsa héraðið undan Rússum. Forsetinn hefur einnig sagt að Krímskagi verði sömuleiðis frelsaður. Úkraínumenn hafa verið að nota eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Bretlandi, sem kallast HIMARS, til að gera árásir á birgðastöðvar, stjórnstöðvar og brýr í Kherson til að gera Rússum erfiðarar um vik með að flytja birgðir og liðsauka á svæðið. Enn sem komið er hefur gagnárás Úkraínumanna í Kherson þó ekki náð miklum árangri. Það sama má segja um sóknir Rússa á Donbas-svæðinu. Þær hafa náð takmörkuðum árangri á undanförnum vikum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Frelsun Krímskaga forsenda stríðsloka, segir Selenskí Stríðið í Úkraínu hófst með innlimun Krímskaga og mun aðeins enda með frelsun hans, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Selenskí segir Krímskaga tilheyra Úkraínu og að Úkraínumenn muni aldrei gefa hann eftir. 10. ágúst 2022 07:50 Medvedev segir Nató dreifa sér eins og krabbamein Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hvorki Úkraínumenn né bandamenn þeirra myndu ganga til viðræðna við Rússa ef þeir efndu til atkvæðagreiðsla um innlimun á hernumdum svæðum. Rússar hafa náð stórum svæðum á sitt vald í austur- og suðurhluta Úkraínu, þar sem leppstjórnir þeirra hafa ítrekað boðað íbúakosningu um sameiningu við Rússland. 8. ágúst 2022 12:19 Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 8. ágúst 2022 10:25 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Frelsun Krímskaga forsenda stríðsloka, segir Selenskí Stríðið í Úkraínu hófst með innlimun Krímskaga og mun aðeins enda með frelsun hans, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Selenskí segir Krímskaga tilheyra Úkraínu og að Úkraínumenn muni aldrei gefa hann eftir. 10. ágúst 2022 07:50
Medvedev segir Nató dreifa sér eins og krabbamein Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hvorki Úkraínumenn né bandamenn þeirra myndu ganga til viðræðna við Rússa ef þeir efndu til atkvæðagreiðsla um innlimun á hernumdum svæðum. Rússar hafa náð stórum svæðum á sitt vald í austur- og suðurhluta Úkraínu, þar sem leppstjórnir þeirra hafa ítrekað boðað íbúakosningu um sameiningu við Rússland. 8. ágúst 2022 12:19
Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 8. ágúst 2022 10:25