

Það er ekki bara Ísland sem er í vandræðum í undirbúningi sínum fyrir EM því mótherjar Íslands - Noregur og Ungverjaland - hafa einnig verið að lenda í vandræðum.
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson verða að óbreyttu í stórum hlutverkum með landsliðinu á EM í Danmörku. Báðir gætu hugsað sér meiri spiltíma með stjörnuliði Pars Saint-Germain í Frakklandi en segja útlitið hafa batnað undanfarnar vikur. Parísa
Ekkert varð af því að Aron Kristjánsson tilkynnti EM-hópinn sinn í gær. Sökum meiðslavandræða mun hann ekki gera það fyrr en á morgun og liðið heldur svo til Danmerkur á föstudag.
Það er engu líkara en það séu álög á skandinavískum vinstri hornamönnum fyrir EM en nú var norski hornamaðurinn, Håvard Tvedten, að meiðast.
Fyrstu andstæðingar Íslands á EM, Norðmenn, sýndu klærnar í kvöld er þeir spiluðu vináttulandsleik gegn Frökkum.
Íslenska handboltalandsliðið endaði í öðru sæti á æfingamótinu í Þýskalandi. Liðið vann tvo fyrstu leiki sína á móti Rússum og Austurríkismönnum en steinlá síðan á móti Þjóðverjum í úrslitaleiknum í gær.
"Tveir fyrstu leikirnir voru fínir en þú ert að ná mér rétt eftir lélegasta leikinn þannig að maður er auðvitað ósáttur," sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari eftir átta marka tap á móti Þjóðverjum í kvöld í lokaleik íslenska liðsins á æfingamótinu í Þýskalandi.
Íslenska handboltalandsliðið var skotið niður á jörðina í lokaleik sínum á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi í kvöld þegar liðið tapaði með átta marka mun á móti heimamönnum, 24-32. Íslenska liðið hefði tryggt sér sigur á mótinu með því að ná jafntefli í leiknum en þarf að sætta sig við annað sætið.
Spánverjar áttu ekki í vandræðum í leik sínum gegn sænska landsliðinu í síðasta æfingarleik liðsins fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Danmörku.
Íslenska handboltalandsliðið má tapa með fjórum mörkum á móti Þjóðverjum á eftir og samt vinna æfingamótið í Þýskalandi. Þetta varð ljóst eftir að Austurríki vann eins marks sigur á Rússum, 31-30, í fyrri leik dagsins.
Það gengur ekki vel hjá norska handboltalandsliðinu á æfingamótinu í Frakklandi. Liðið tapaði stórt á móti Dönum í gær og í dag töpuðu Norðmenn með sjö mörkum á móti Katar.
Danir eru í sömu stöðu og Íslendingar í aðdraganda EM karla í handbolta. Vinstri hornamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Anders Eggert eru báðir meiddir á kálfa og óvíst hvort þeir geti spilað á Evrópumótinu sem hefst eftir eina viku.
Danir eru greinilega komnir í EM-gírinn því þeir slátruðu Norðmönnum á æfingamóti í Frakklandi í kvöld. Danska liðið vann þá tólf marka sigur á Norðmönnum, 34-22, eftir að hafa farið illa með norska liðið í seinni hálfleik.
Ísland og Þýskaland mætast á morgun í úrslitaleik um sigur á fjögurra þjóða æfingamótinu í handbolta í Þýskalandi en þetta var ljóst eftir að Þjóðverjar unnu níu marka sigur á Rússum í dag, 35-26.
Það hefur vakið athygli á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi að Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, lætur útileikmenn spila í "hlutverki" markmanns þegar íslenska liðið lendir manni færri.
Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk á síðustu 40 sekúndum leiksins gegn Rússum í gær og tryggði Íslandi eins marks sigur í leiknum, 35-34. Bæði mörkin voru stórglæsileg og sigur íslenska liðsins sanngjarn en liðið leiddi lengstum.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann átta marka sigur á Austurríki, 30-22, í öðrum leik sínum á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi.
Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins, hefur trú á því að Danir mæti Norðmönnum í milliriðlinum á EM í handbolta í Danmörku en norska liðið er í riðli með því íslenska á mótinu.
Lærisveinar Patreks Jóhannessonar voru í flottu formi í kvöld er þeir mættu Þjóðverjum á fjögurra þjóða æfingamótinu sem fram fer þar um helgina. Ísland vann Rússland í opnunarleik mótsins.
"Þetta sigurmark var algjör snilld. Frábært skot og líka gaman að sjá að það virkaði hjá okkur að vera með mann í vesti í sókninni þarna," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari við Vísi eftir 35-34 sigur Íslands á Rússlandi í kvöld.
Íslenska landsliðið í handbolta mætir í kvöld Rússum í fyrsta leik liðsins á fjögurra landa æfingamótinu í Þýskalandi en bæði lið eru að undirbúa sig fyrir Evrópumótið sem hefst 12. janúar næstkomandi. Guðjón Guðmundsson sagði frá enn einum meiðslum íslenska liðsins í fréttum á Bylgjunni.
Danska handboltasambandið tilkynnti það á blaðamannafundi í dag að sambandið búist við miklum gróða af EM í handbolta sem hefst í næstu viku.
Ungverjaland verður án eins síns sterkasta leikmanns en Laszlo Nagy er enn að glíma við meiðsli í hné.
Gunnar Steinn Jónsson fékk landsliðskallið langþráða á dögunum er hann var kallaður inn í æfingahópinn fyrir Evrópumótið í Danmörku. Leikstjórnandinn segir undir sér komið að sanna tilverurétt sinn í hópnum.
Meiðsli lykilmanna franska landsliðsins í handbolta hafa sett strik í reikninginn hjá undirbúningi liðsins fyrir EM í Danmörku.
Íslenska landsliðið í handbolta æfði í síðasta sinn í morgun áður en liðið leggur af stað í æfingaferð til Þýskalands síðar í vikunni.
Aron Rafn Eðvarðsson landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta segist vera á uppleið eftir að hafa átt erfitt uppdráttar fyrstu mánuði sína hjá sænska félaginu GUIF. Gerðar voru breytingar á leikstíl hans sem hafi tekið hann tíma að ná tökum á.
Ekki liggur ljóst fyrir hvort stórskyttan Laszlo Nagy geti leikið með landsliði Ungverja á Evrópumótinu í Danmörku í janúar.
"Það eru mörg spurningamerki og margir sem geta ekki tekið þátt í æfingunum af fullu og sumir ekkert. Það gerir undirbúninginn erfiðari,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari karlalandsliðsins í handbolta eftir æfingu liðsins í dag.
"Ég held ég nýtist betur hér heima en úti í Þýskalandi þar sem ég geri liðinu ekki mikið gagn án bolta í hendinni,“ segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson.