Handbolti

Norðmenn töpuðu líka fyrir Katar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Það gengur ekki vel hjá norska handboltalandsliðinu á æfingamótinu í Frakklandi. Liðið tapaði stórt á móti Dönum í gær og í dag töpuðu Norðmenn með sjö mörkum á móti Katar.

Norðmenn verða fyrstu mótherjar íslenska handboltalandsliðsins á EM í Danmörku sem hefst um næstu helgi.

Katar vann Noreg 34-27 í dag eftir að hafa verið yfir í hálfleik 19-16. Robert Hedin, þjálfari norska liðsins, þarf því greinilega að laga ýmislegt fyrir leikinn á móti Íslandi efir viku.

Steffen Berg Lökkebö var markahæstur hjá norska liðinu með átta mörk en André Lindboe skoraði sjö mörk. Stórskyttan Kristian Kjelling og markvörðurinn Ole Erevik léku ekki með Norðmönnum í dag.

Norðmenn mæta Frökkum í lokaleik mótsins á morgun en Frakkar og Danir mætast í seinni leik dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×